Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 2
2 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands um 2,2 milljóna styrk frá ríkinu:
Undrast að styrkur sé skilyrtur
MANNRÉTTINDI Mannréttindaskrif-
stofa Íslands fær skilyrt styrktarfé
að upphæð 2,2 milljónir króna frá
dómsmálaráðuneytinu. Er það eina
féð sem stjórnvöld hafa tryggt
skrifstofunni einni, en hún var
áður á fjárlögum.
Brynhildur Flóvenz, stjórnar-
formaður Mannréttindaskrifstof-
unnar, segir erfitt að meta af
hverju styrkurinn er skilyrtur.
„Auðvitað freistast maður til að
halda að stjórnvöldum finnist ein-
faldlega óþægilegt að svona starf-
semi sé í gangi og vilji ekki styðja
skrifstofu sem fylgist með þeim,“
segir Brynhildur. Hún bendir á að
stjórnvöld hafi ekki kosið að
styrkja umsagnir um lagafrum-
vörp á Alþingi og skýrslu til Sam-
einuðu þjóðanna um mannréttindi
hér á landi.
Brynhildur segir að fénu eigi að
verja í ritröð sem skrifstofan gefi
út, gerð fræðsluefnis og að hluta
þýðingu úr Mannréttindasáttmála
Evrópu: „Það á ekki að vera á hönd-
um stjórnvalda hvaða verk eru
unnin á skrifstofunni og hver
ekki.“
Dómsmálaráðuneytið veitti
skrifstofunni og Mannréttinda-
stofnun Háskóla Íslands einnig 650
þúsund króna styrk til að ræða tíu
ára afmæli mannréttindaákvæðis
stjórnarskrárinnar. - gag
Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2:
Segist ekki hafa stýrt atburðarásinni
FISCHER-MÁLIÐ Páll Magnússon,
fréttastjóri Stöðvar 2, segir í yfir-
lýsingu að hann hafi ekki stýrt
atburðarásinni á Reykjavíkur-
flugvelli við komu Bobby Fischer
eins og stuðningsmenn Fischers
hafa sagt.
„Aðspurður upplýsti ég yfir-
lögregluþjón hins vegar um að
Bobby Fischer hefði óskað eftir
því að fara beint inn á hótel en
taka ekki þátt í formlegri mót-
tökuathöfn eða veita viðtöl inni á
flugvellinum strax eftir lend-
ingu,“ segir í yfirlýsingu Páls.
„Það liggur aftur á móti í hlutar-
ins eðli að Stöð 2 reyndi eftir
fremsta megni að tryggja sér sem
bestan aðgang að Bobby Fischer –
og helst betri en keppinautanna.“
Fyrirtækið Baugur greiddi
fyrir einkaflugvél sem flutti
Bobby Fischer og föruneyti hans
ásamt fréttastjóra Stöðvar 2 til
landsins á fimmtudagskvöld. Páll
Magnússon neitaði aðspurður að
hafa haft milligöngu um flugvél-
ina. - gag
Telja að Stöð 2
hafi rænt Fischer
Stuðningsnefnd gagnrýnir framgöngu Páls Magnússonar, fréttastjóra
Stöðvar 2, við komu Bobby Fischer. Nefndarmenn telja Pál hafa reynt að
stýra atburðarásinni og nánast rænt Fischer um stundarsakir.
FISCHER-MÁLIÐ Framganga Páls
Magnússonar, fréttastjóra Stöðvar
2, við komu Bobby Fischer og unn-
ustu hans Miyoko Watai til Reykja-
víkurflugvallar í fyrrakvöld er
harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu frá
Einari S. Einarssyni, sem er í stuðn-
ingsnefnd Fischers.
Í yfirlýsingunni segir að eftir að
Fischer hafi verið kominn í mót-
tökubílinn hafi fréttamenn Stöðvar
2 nánast rænt Fischer um stundar-
sakir en komið með hann aftur á
vettvang þegar allar sjónvarps-
stöðvar hafi verið búnar að pakka
saman og fara.
„Það hlýtur að vera algjört eins-
dæmi að fréttamiðill taki atburða-
rásina í eigin hendur af skipuleggj-
endum og stýri framvindu atburðar
til að geta setið einn að hitunni,“
segir í yfirlýsingunni.
Til stóð af hálfu stuðningsnefnd-
ar að heilsa Fischer og veita honum
blóm og ríkisfangsbréf við þetta
tækifæri. Ekkert varð úr því þegar
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn kom úr einkaþotunni með þau
skilaboð að Fischer talaði ekki við
neinn vegna mikillar þreytu. Í yfir-
lýsingu Einars segir að Geir Jón
hafi gert þetta samkvæmt fyrir-
mælum Páls.
Spurður segir Geir Jón það hafa
verið ósk Fischers sjálfs og allra
sem í þotunni voru að hann talaði
ekki við fjölmiðlamenn við þetta
tækifæri. Á blaðamannafundi á
Hótel Loftleiðum staðfesti Fischer
að það hefði verið hans ákvörðun og
allra hlutaðeigandi að hann talaði
hvorki við fjölmiðlamenn né stuðn-
ingsnefndina við komu sína þar sem
hann hefði verið dauðþreyttur.
Heimildarmaður Fréttablaðsins,
sem er einn af stuðningsnefndar-
mönnum, segir að Fischer hafi ekki
verið svo þreyttur þegar nefndar-
menn loks hittu hann á Hótel Loft-
leiðum. Honum þykir sérkennilegt
ef hlífa átti Fischer við amstri
vegna þreytu að menn skuli þá hafa
rúntað með hann uns fjölmiðlar
væru farnir svo hann gæti farið
aftur á vettvang í viðtal hjá Stöð 2.
Stuðningsnefndin sé þó fyrst og
fremst ánægð með að Fischer væri
kominn en harmi hve lítil skil sumir
fjölmiðlar gátu gert þessum við-
burði. - jse
Dómsmálaráðherra:
Stjórnvöld
í góðri trú
MANNRÉTTINDI Stjórnvöld hafa eng-
an ama af starfi Mannréttinda-
skrifstofu Íslands, segir Björn
Bjarnason dóms- og kirkjumála-
ráðherra.
„Með þessum styrk er ætlunin
að auðvelda henni starfið. Þykir
mér miður ef styrkveitingin veld-
ur skrifstofunni vandræðum, en
ráðuneytið var í góðri trú um að
umsóknin tæki mið af þeim verk-
efnum sem skrifstofan teldi mik-
ilvægt að sinna,“ segir Björn.
Valin hafi verið verkefni úr um-
sókn skrifstofunnar og ákveðið að
veita fé til að styrkja þau. - gag
Skálmöldin í Írak:
Túlkar bíða
bana í árás
BAGDAD, AP Ekkert lát er á vargöld-
inni í Írak. Á fimmtudagskvöldið
týndu ellefu íraskir lögreglumenn
lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í
borginni Ramadi. Sama kvöld
voru fimm konur skotnar til bana
í Bagdad en þær höfðu starfað
sem túlkar fyrir bandaríska her-
inn. Þá dó íraskur hermaður í bíl-
sprengjuárás í bæ skammt frá
Bagdad og í gær fundust lík
tveggja hermanna sem á vantaði
höfuðið.
Fundum stjórnlagaþingsins
hefur verið frestað til mánudags-
ins og eru Írakar orðnir lang-
þreyttir á hversu hægt Kúrdum
og sjíum gengur að koma saman
ríkisstjórn. ■
Konunglegt brúðkaup:
Mikill
viðbúnaður
LONDON, AP Bresk lögregluyfirvöld
vinna nú myrkranna á milli við að
skipuleggja örygg-
isgæslu við brúð-
kaup Karls Breta-
prins og Camillu
P a r k e r- B o w l e s
sem fram fer í
næsta mánuði.
Óttast er að
hryðjuverkamenn
láti þar til skarar
skríða en einnig er
gert ráð fyrir fjölmennum mót-
mælum. Þar verður að líkindum á
ferðinni fólk sem vill að konung-
dæmið verði lagt niður svo og
óvildarmenn Camillu sem kenna
henni um að hafa lagt líf Díönu
prinsessu í rúst.
Til að hafa hemil á þessum hóp-
um verða mörg hundruð lögreglu-
menn, leyniskyttur og lífverðir til
taks á brúðkaupsdaginn. ■■ LÖGREGLUFRÉTTIR
TÍU KEYRA OF HRATT Tíu öku-
menn voru teknir á of miklum
hraða á Vesturlandsvegi við
Borgarnes á fimmtudag. Voru
ökumennirnir á 110 til 125 kíló-
metra hraða.
KEYRA SNJÓ Í BÆINN Lögregl-
an á Ísafirði fylgdist með skíða-
vikunni og rokkhátíðinni Aldrei
fór ég suður sem haldin er þar
um páskahelgina. Fjölmargir
eru í bænum og segir lögreglan
allt hafa farið vel fram. Grípa
hafi þurft til þess ráðs að keyra
snjóinn í bæinn á vörubílum
svo hægt sé að leika snjóbretta-
kúnstir fyrir áhorfendur.
Fréttablaðið:
Útgáfa á
þriðjudag
Fréttablaðið kemur næst út
þriðjudaginn 29. mars. Afgreiðsl-
an verður opin í dag og á mánudag
frá 9 til 17. Hægt verður að fylgj-
ast með fréttum á Vísi. ■
Bobby Fischer:
Persónulegar
svívirðingar
FISCHER-MÁLIÐ Á blaðamannafundi
Bobby Fischer á Hótel Loftleið-
um í gær kom til snarprar um-
ræðu milli Fischers og blaða-
manns frá bandarísku íþrótta-
fréttastöðinni ESPN. Átökin voru
farin að snúast upp í persónuleg-
ar svívirðingar þegar blaðamað-
urinn dró sig í hlé vegna geðs-
hræringar.
Tildrögin eru þau að blaðamað-
urinn, sem er gyðingur og heitir
Jeremy Schaap, er sonur Dick
Schaap. Fischer sagði að Dick
þessi hefði nálgast sig sem föður-
legur vinur en síðan úthúðað sér í
ummælum í fjölmiðlum. Fischer
gekk svo langt á blaðamannafund-
inum að kalla hann gyðinganöðru.
Þögn sló á salinn þegar Jeremy
sagði að framkoma Fischers væri
ekki til þess fallin að afsanna það
sem Dick Schaap hefði sagt um
hann. - jse
Furstinn sjúkur:
Rainier við
dauðans dyr
MÓNAKÓ, AP Rainier III fursti í
Mónakó liggur nú á sóttarsæng á
sjúkrahúsi í fursta-
dæmi sínu og er
vart hugað líf. Í
gærkvöldi var
hann í öndunarvél
og voru læknar
fámálir um bata-
horfur hans.
Rainier hefur
verið á sjúkrahúsi
síðan í byrjun mán-
aðarins en á þriðju-
daginn elnaði hon-
um sóttin og var hann þá fluttur á
gjörgæsludeild. Börn furstans og
Grace Kelly; þau Albert, Karólína
og Stefanía, hafa ekki vikið frá
rúmstokki föður síns síðustu daga.
Kirkjur í Mónakó voru fullar af
fólki í gær sem bað fyrir Rainier,
en hann er afar vinsæll á meðal
þegna sinna. ■
Reykjanes:
Skothríð
á veiðihús
LÖGREGLUMÁL Þrír menn um tví-
tugt úr Grindavík brutu tuttugu
rúður í veiðiskála og salerni sem
stendur í útihýsi við Djúpavatn
sunnan Trölladyngju og Soga á
Reykjanesskaga.
Mennirnir skutu með hagla-
byssum, einni óskráðri, á húsin og
fundust þrjátíu tóm haglaskot á
vettvangi. Þeir unnu miklar
skemmdir á klæðningu skálans
með skothríðinni og brutu einnig
tvö salerni og tvær hurðir. Lög-
reglan í Hafnarfirði fer með rann-
sókn málins og er henni ekki
lokið. - gag
SPURNING DAGSINS
Birgir, var föstudagurinn lang-
ur hjá þér?
„Nei, ég hitti félaga mína í félagi trú-
lausra á Hótel Borg þar sem við fengum
okkur kaffi. Fór svo á myndina Life of
Brian sem Vantrú sýndi um kvöldið.“
Birgir Baldursson er ábyrgðarmaður vefrits sem
fjallar um trúmál frá sjónarhóli trúleysingja á
slóðinni vantru.net.
BRYNHILDUR FLÓVENZ
Stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu
Íslands segir að með skilyrtum styrk
stjórnvalda ráði þau hvað sé tekið fyrir
á skrifstofu þeirra.
BOBBY FISCHER Í VIÐTALI HJÁ STÖÐ 2
Sæmundur Pálsson, Miyoko Watai unnusta Fischers, Bobby Fischer og Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2. Stuðningsnefnd segir að
fréttamenn Stöðvar 2 hafi nánast rænt Fischer um stundarsakir, rúntað með hann uns allir fjölmiðlar væru farnir og þá setið að honum einir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
FRÉTTASTJÓRINN
Páll segir að hann hafi ekki haft milligöngu
um flugvél Baugs. Þeir Sæmundur Pálsson
hafi rætt um að fá einkavél. Í ljós hafi
komið að forsvarsmenn Baugs voru reiðu-
búnir að veita afnot af slíkri vél.
BRETAPRINS
RAINIER III
Hann þjáist af
sjúkdómum í
hjarta, nýrum og
öndunarfærum.