Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 4
4 26. mars 2005 LAUGARDAGUR Umtalsverð fjárfesting í Svíþjóð: Burðarás með hlut í Intrum Justitia VIÐSKIPTI Burðarás hefur eignast 4,5 prósenta eignarhlut í Intrum Justitia, sem er skráð í sænsku kauphöllinni. Burðarás hefur verið að safna bréfum í Intrum frá áramótum en verðmæti hlutarins er meira en tveir milljarðar króna. Intrum er alþjóðlegt innheimtu- fyrirtæki með útibú í 21 landi, þar á meðal á Íslandi. Forsvarsmenn Burðaráss álíta að Intrum sé mjög áhugavert fyrirtæki á uppleið. Fjárfesting Burðaráss í Intrum bætist við eignarhluti í sænsku félögunum Carnegie, Scribona og Skandia. Verðmæti eignar Burðar- áss í sænsku félögunum er um 25 milljarðar króna. Einnig á félagið stóran eignarhlut í breska bankan- um Singer & Friedlander. Burðarás leggur höfuðáherslu á að fjárfesta í fjármála- og fjar- skiptafyrirtækjum og stefnir á að 75 prósent af eignum félagsins verði erlendis. Heildarfjárfesting- ar félagsins erlendis eru undir 50 prósentum þannig að gera má ráð fyrir að það geri sig líklegt til frekari kaupa á erlendum mörkuð- um. Þar sem Burðarási er ekki skylt að tilkynna um kaup í sænsk- um félögum ef eignarhluturinn er undir 5 prósentum er afar senni- legt að félagið eigi í fleiri sænsk- um félögum. - eþa Rán og gripdeildir í stjórnarbyltingu Stjórnvöldum í Kirgisistan var steypt af stóli á fimmtudaginn og hafa nýir valdhafar tekið við stjórnartaumunum. Róstur hafa verið í höfuðborginni. BISHKEK, AP Stjórnarbylting var gerð í Kirgisistan á fimmtudaginn og hafa leiðtogar byltingarinnar þegar skipað nýja ríkisstjórn. Rússar segjast reiðubúnir að starfa með nýjum valdhöfum. Boð- að hefur verið til kosninga í júní. Eftir að stuðningsmenn Askar Akajev, forseta Kirgisistan, fengu bróðurpart þingsæta í kosningum í febrúar hafa stjórn- arandstæðingar mótmælt kröft- uglega. Ólgan náði svo hámarki í fyrradag þegar mótmælendur lögðu undir sig skrifstofur forset- ans og stjórnarráðsbyggingar í höfuðborginni. Skömmu síðar lýsti hæstiréttur landsins því yfir að kosningarnar væru ógildar og þingmenn sem sátu á síðasta þingi ættu að taka sæti sín á ný. Þingið skipaði svo Kurmanbek Bakijev, einn byltingarleiðtog- anna, sem starfandi forsætisráð- herra og forseta. Boðað hefur verið til nýrra kosninga í júní. Talsverðar róstur voru í Bis- hkek aðfaranótt föstudagsins langa. Til átaka kom á götum úti og fjöldi verslana var rændur og eyðilagður. Óstaðfestar fregnir herma að þrír hafi látist og yfir hundrað manns slasast í ólátun- um. Viðbúnaður er talsverður í landinu og hefur landamærunum til Kína verið lokað. Útgöngubann var sett í Bishkek í gærkvöldi. Bakijev tilkynnti í gær að hann hefði þegar skipað í helstu embætti ríkisstjórnar sinnar. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar hvatti hann fólk til að sýna stillingu og hét því að berjast gegn spillingu og flokkadráttum í landinu. Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, kvaðst í samtali við Inter- fax-fréttastofuna harma að stjórnarskiptin í Kirgisistan hefðu ekki átt sér stað eftir lög- formlegum leiðum en sagði þó að rússnesk stjórnvöld myndu starfa með hinum nýju vald- höfum. Pútín sagði jafnframt að Akajev fyrrverandi forseti gæti fengið hæli í Rússlandi ef hann vildi. Akajev flúði land þegar ljóst varð í hvað stefndi og er talinn dvelja í Kasakstan. Haft var eftir honum í gær að valda- rán hefði verið framið en hann kvaðst enn vera réttkjörinn forseti landsins. Kirgisistan er þriðja fyrrum Sovétlýðveldið á rúmu ári þar sem stjórnarbylting er gerð. Ólíkt Úkraínu og Georgíu er hins vegar ekki búist við að veiga- miklar breytingar verði á stefnu nýrra stjórnvalda í utanríkis- málum. ■ Bætiefni í matvæli: Umsóknirnar margfaldast MATVÆLI Á annan tug umsókna um leyfi til að setja bætiefni í matvæli hafa borist Umhverfisstofnun eftir að dreifingu Ölgerðarinnar á v í tamínbættum Kristal plús var stöðvuð í janúar. Allt árið í fyrra bárust aðeins þrjár umsóknir. Jóhanna Torfa- dóttir, sérfræðing- ur hjá Umhverfis- stofnun, segir að svo virðist sem að- gerðir Umhverfis- og heilbrigðisstofu að stöðva dreif- ingu drykkjarins hafi opnað augu fyrirtækja um nauðsyn leyfisins þegar framleiðendur vilja setja vítamín, steinefni og önnur bætiefni í matvæli. - gag Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Páskatilboð Stór Humar 5.900* Medium Humar 3.900* Laxaflök beinlaus 1.290* *verð miðast við kr.kg FYRIRFERÐIN EYKST Í SVÍÞJÓÐ Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, og Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður leiða félagið í erlendum fjárfestingum. Svíþjóð er í talsverðu uppáhaldi þessa dagana og Burðarás hefur fjárfest umtalsvert í nokkrum sænskum félögum. ÚR MJÓLKUR- KÆLI VERSLUNAR Flestar umsóknir um bætiefni í matvæli berast vegna drykkja. Íslendingar í gæsluvarð- haldi í Bremerhaven: Ekki beðið um aðstoð LÖGREGLUMÁL Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lög- regluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skip- verja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum. Var slík beiðni send til Íslands fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytis Þýskalands í byrjun febrúar en hjá lögreglunni í Reykjavík höfðu menn ekki fengið neitt slíkt í hendurnar. Íslendingarnir hafa verið í varðhaldi í tæpa þrjá mánuði en við leit tollyfirvalda fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og hass í klefum mannanna. Er það mat þýsku lögreglunnar að miðað við magnið sem mennirnir voru teknir með sé ekki ólíklegt að þeir eigi sér vitorðsmenn hér á landi. - aöe FORSETINN ÁVARPAR ÞJÓÐINA Kurmanbek Bakijev hvatti fólk til að sýna stillingu og lofaði að sameina þjóðina og berjast gegn spillingu. Ekki er búist við miklum breytingum á utanríkisstefnu landsins. KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,08 61,38 114,92 115,48 79,69 80,13 10,70 10,76 9,73 9,79 8,74 8,79 0,58 0,58 92,60 93,16 GENGI GJALDMIÐLA 23.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109,53 +2,13% Brimborgarlóðin: Íbúar furða sig á bænum KÓPAVOGUR Forsvarsmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi hafa óskað eftir því að bæjaryfirvöld skoði skipulag Dalvegar í heild sinni. Íbúarnir lýsa yfir furðu sinni á því að mál Brimborgar, sem keypti græna lóð gróðrarstöðvar- innar Birkihlíð við Dalveg í von um breytt skipulag, sé skoðað af bæjaryfirvöldum en ekki blásið af borðinu, samkvæmt Heiðari Guðnasyni, einum forsvars- manna. Íbúarnir hafa sent bæjarfull- trúum bréf í ábyrgðarpósti og óskað eftir skoðun þeirra á málinu og hafa bókað fund með bæjar- stjóranum. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÞRÍR GRUNAÐIR UM ÖLVUNAR- AKSTUR Þrír ökumenn voru stöðvaðir í Keflavík aðfaranótt fimmtudags grunaðir um ölvun við akstur. Einn gisti fanga- geymslur vegna heimilisófriðar og einn var kærður fyrir hrað- akstur á Njarðvíkurbraut í Njarð- vík. GRJÓTI HENT Í BÍL Maður kastaði grjóti í rúðu bíls af gerðinni Opel Vectra og brotnaði rúðan. Stóð bíllinn fyrir utan skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík og var lögreglan kölluð þangað klukkan hálf þrjú aðfaranótt föstudags. RÓLEGT Í REYKJAVÍK Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík segir að rólegt hafi verið í höfuð- borginni aðfaranótt föstudags enda skemmtistöðum skylt að loka á miðnætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.