Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 8

Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 8
Einhverntíma á búskaparárum mín- um fyrir vestan sat ég Fjórðungs- þing Vestfirðinga norður í Bjarnar- firði á Ströndum. Meginþema þingsins var iðnvæðing á lands- byggðinni. Skuttogaravæðingin var þá nýlega um garð gengin á Vest- fjörðumog hafði þar eins og víða um landið hleypt nýju lífi í þorpin, tekj- ur íbúanna voru yfir landsmeðal- tali, fólksflóttinn hafði stöðvast og sums staðar hafði dæmið snúist við og íbúum heldur fjölgað. Enn var mönnum ekki ljóst að þetta hafði gerst með því að ganga á höfuðstól- inn í sjónum. Við höfðum skipt á er- lendri rányrkju og innlendri. En þrátt fyrir velgengnina var atvinnulífið mjög einhæft. Það vant- aði störf fyrir konur og karla með framhaldsmenntun, faglærða menn og sérhæfða á ýmsum sviðum. Og nú vildu vestfirskir sveitastjórnar- menn ráðgast við sérfræðinga úr Reykjavík um hvernig skjóta mætti fleiri stoðum undir atvinnulífið. Þarna voru menn frá Iðntækni- stofnun og fleiri stofnunum ríkisins í Reykjavík. Þeir skýrðu frá ýmsum hugmyndum, sem stofnanir þeirra höfðu unnið að um ýmiss konar smáiðnað. Þeir höfðu meira að segja þróað þessar hugmyndir áfram í „pakka“, með fullgerðum viðskipta- áætlunum og hvaðeina, tilbúnum til að hrinda í framkvæmd. Í sumum tilfellum gátu byrjunarlán jafnvel fylgt með. Eini gallinn á þessari rík- isáætlunargerð var sá að engin eft- irspurn reyndist eftir pökkunum. Frumkvöðlar um ýmiss konar verkstæða- og vinnustofurekstur í smáþorpum skýrðu frá reynslu sinni. Og allt bar að sama brunni. Ef framleitt var fyrir Reykjavíkur- markað varð flutningskostnaðurinn fljótt óyfirstíganlegur þröskuldur. Reyndu menn að yfirstíga þetta með framleiðslu nýrrar vöru, sem ekki ætti í samkeppni við sambæri- lega vöru, reis fljótlega upp sams konar fyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu, sem gat sparað sér flutn- ingskostnaðinn og nýtt sér betur ná- lægðina við markaðinn. Eina leiðin til þess að jafna þessa aðstöðu virt- ist sú að Ríkisskip flytti vöruna ókeypis til Reykjavíkur. Engum datt í hug í alvöru að ganga svo langt til lausnar byggðavandanum. Þá var það spurningin að fram- leiða fyrir útlendan markað. Þar gátu fyrirtæki úti á landi staðið því sem næst jafnfætis fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Gallinn var sá, að í samkeppni við erlend fyrir- tæki þurftum við að flytja vöruna tvisvar yfir hafið, hráefnið inn, og fullunnu vöruna út. Jónas Haralz lýsti eftir vöru sem væri sambæri- leg við helstu útflutningsafurð Svisslendinga, úrin, létt og með- færileg svo að flutningskostnaður skipti engu verulegu máli. Lýst var nýlegum vandamálum húsgagnaiðnaðarins. Þar hafði mönnum tekist vel upp með afburðahönnun, sem hafði mögu- leika á að slá í gegn á erlendum markaði á verði sem mögulega gat vegið upp flutningskostnaðarvand- ann. En til þess hefðu öll húsgagna- verkstæði landsins þurft að leggj- ast á eitt, sérhæfa sig í framleiðslu ákveðinna hluta og sameinast um eitt útflutningsfyrirtæki. Sölu- tíminn var síðustu þrír mánuðir árs- ins og því hefði þurft að framleiða á lager hina níu mánuði ársins. Í ljós kom að okkar fornfálega íslenska, ríkisrekna bankakerfi réð ekki við verkefnið. Það átti fullt í fangi með að fjármagna sjávarútveg og land- búnað með afurðalánum. Þetta var því ofviða. Svo að jafnvel þótt líki sviss- nesku úranna hans Jónasar Haralz hefði fundist, hefði framleiðslan væntanlega strandað á fjármögnun- inni og markaðssetningunni. Þegar á þessum árum var talað um einkavæðingu bankakerfisins. En það voru engir kaupendur í sjón- máli nema helst lífeyrissjóðir laun- þega. Og fyrir því var vissulega enginn pólitískur vilji að koma þeim í þeirra eigu. Menn horfðu til þess að erlendir bankar vildu koma hér inn á markaðinn, annaðhvort með stofnun útibús eða kaupum á einhverjum ríkisbankanum, og flytja inn ferska vinda og alþjóð- lega fjármálaþekkingu. Áhuginn reyndist lítill og tilraunir í þá átt runnu út í sandinn. Nú, tuttugu árum eða svo síðar, blasir við önnur mynd. Ríkisskip er lagt af. Samgöngur á landi hafa batn- að, svo og fjarskipti öll. Einka- væddir bankar fóru öfuga leið: keyptu erlenda banka, öðluðust með því þekkingu og víðtæk sambönd inn í alþjóðleg fjármálakerfi. Og sviss- neski úralíkinn er fundinn: Íslenskt hugvit. Það er létt og meðfærilegt og þarf engan flutningskostnað að bera. Ísafjörður, Siglufjörður og Stöðvar- fjörður eiga innan skamms að vera jafnnáin erlendum mörkuðum og Reykjavík. Aðeins þegar persónu- legra samskipta er þörf leggst ferða- kostnaður á vöruna. Íslenskir bank- ar eru farnir að nýta sér það, að vera einu íslensku fyrirtækin sem teygja anga sína um allt land, til þess að flytja sérhæfða starfsemi til útibúa sinna. Símaþjónustu fyrir fyrirtækið allt má sinna jafnt á Ísafirði sem í sérstakri deild í höfuðstöðvunum. Bókhaldið getur farið fram hvar sem er. Sérfræðingar geta búið hvar sem er. Við þurfum að taka okkur tak og kippa okkur upp úr því hugarfari að skipta landinu í landsbyggð og höfuðborgarsvæði og líta í staðinn á landið allt sem eitt atvinnusvæði. Við gætum byrjað með því að gera það að einu kjördæmi og hætta þessu skæklatogi um ríkisafskipti hér eða ríkiafskipti þar. Og umfram allt leggja fyrir róða alla ríkisáætl- ana „pakka“ um uppbyggingu málmbræðslna hingað og þangað um landið. Létt og meðfærilegt, það er lóðið. ■ F réttastofa Stöðvar 2 skoraði í fyrrakvöld eitt ævintýra-legasta sjálfsmark sem sést hefur í íslenskri fjölmiðla-sögu. Fréttastofan sölsaði þá undir sig komu Bobby Fischer til Íslands og ýtti ekki aðeins til hliðar öðrum fjölmiðl- um heldur einnig þeim mönnum sem hafa lagt á sig mikla vinnu til þess að fá Fischer lausan úr varðhaldi í Japan og greiða götu hans hingað til lands. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson, einn af aðalmönnum úr stuðningsnefnd Fischers, sendi frá sér í gær kemur fram að ekkert hafi orðið úr lítilli móttökuathöfn sem nefndin hafði skipulagt, vegna afskipta Páls Magnússonar, fréttastjóra Stöðv- ar 2, af komu Fischers. Þar segir líka: „Það hlýtur að vera al- gjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina í eigin hend- ur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni.“ Nú er síður en svo nokkuð við það að athuga að fjölmiðlar leggi sig fram um að sitja einir að góðri frétt og skjóta þannig keppinautum sínum ref fyrir rass en ef það er gert á kostnað trúverðugleika og hreinlega sannleikans eins og gerðist í útsendingu Stöðvar 2 í fyrrakvöld er betur heima setið en af stað farið. Framkoma fréttamannanna Kristján Más Unnarssonar og Ingólfs Bjarna Sigfússonar í beinni útsendingu fréttastofunnar var þeim til minnkunar og hlýtur að vera klárt brot á 1. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands þar sem segir: „Blaða- maður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.“ Öll umgjörð um komu Fischers var greinilega þaulskipulögð með það fyrir augum að Stöð 2 sæti ein að viðtali við Fischer við þetta tækifæri. Það var því átakanlegt að fylgjast með leikþætti Kristján Más og Ingólfs Bjarna þegar þeir reyndu að láta eins og atburðarásin væri ekki í þeirra höndum. Ingólfur Bjarni náði einn fréttamanna tali af Fischer þegar hann steig frá borði en í stað þess að freista þess að fá við hann viðtal teymdi hann skák- meistarann beint inn í bíl og lét sig hafa það að segja áhorfend- um að nú færi örþreyttur Fischer beint í háttinn á Hótel Loft- leiðir. Það er ómögulegt að ætla annað en að þar hafi Ingólfur Bjarni blákalt hliðrað til sannleikanum vitandi að fréttastofan myndi sjónvarpa viðtali við Fischer nokkrum mínútum síðar. Þáttur fréttastjórans Páls Magnússonar í þessari uppákomu er kapítuli út af fyrir sig. Hann stígur inn í atburði sem þátttak- andi og gerandi í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir. Og sá gjörningur að nýta sér kostun Baugs (aðal- eiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til þess að skapa sér forskot á frétt, er auðvitað dæmi um svo undarlega dómgreind að maður verður nánast orðlaus. ■ 26. mars 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Fréttamenn Stöðvar 2 létu kappið leiða sig í gönur þegar þeir sviðsettu einkaviðtal sitt við Bobby Fischer. Sjálfsmark fréttastofu FRÁ DEGI TIL DAGS Létt og meðfærilegt Harður slagur Ýmsir velta því fyrir sér hvað verði um Viðskiptablaðið nú þegar slagurinn milli Fréttablaðsins og Morgunblaðsins um viðskiptafréttir og auglýsingar fer harðnandi. Nýtt viðskiptablað, sem fylgja mun Fréttablaðinu vikulega, hefur göngu sína í næsta mánuði. Þá hefur Morgunblaðið tilkynnt með áber- andi auglýsingum að von sé á „stærra, efnismeira og öflugra“ viðskiptablaði í næstu viku. Morgunblaðið er brautryðj- andi á þessum markaði því það byrjaði að gefa út vikurit um viðskipti fyrir tuttugu árum. Á þeim tíma var tæpast hægt að tala um hlutabréfamarkað á Ís- landi og farið var með flest málefni fyrirtækja landsins sem leyndarmál. Leyndarmál Það þóttu mikil tíðindi fyrir hálfum öðr- um áratug eða svo þegar viðskiptablað Morgunblaðsins gat upplýst lesendur sína hverjir væru fimmtán stærstu eig- endur Eimskipafélagsins. Slíkar upplýs- ingar lágu ekki á lausu á þeim tíma, þóttu „viðkvæmar“. En þegar ritstjórn blaðsins vildi samkvæmninnar vegna birta sams konar upplýsingar um eig- endur Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, vandaðist málið. Það var tekið fyrir og rætt í stjórn félagsins og niðurstaðan varð sú að ekki væri heppilegt að flíka slíkum upplýsingum! Bleika blaðið Viðskiptablaðið kemur nú út tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Ekki er vitað um upplagið en ólíklegt er að það sé stórt. Hinn sérkennilegi bleiki pappír er helsta einkenni þess. Efnistök þykja frekar þunglamaleg; blaðið birtir jafnan mun lengri greinar og fréttaskýringar en Fréttablaðið og Morgunblaðið en snörp fréttamennska hefur látið undan síga á síðustu miss- erum. Snjallar teikningar Halldórs Bald- urssonar lífga þó mjög upp á blaðið. Sjaldgæft er nú orðið að Viðskiptablað- ið sé fyrst með fréttir eða velti upp nýj- um hliðum á málum. Mörgum í við- skiptalífinu finnast stjórnmálaskrif blaðsins gamaldags, en þau einkennast af því að predika skoðanir forystusveit- ar Sjálfstæðisflokksins. Starfandi ritstjóri er Jónas Haraldsson en tilkynnt hefur verið að nýr ritstjóri komi til starfa í vor. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG LANDIÐ EITT ATVINNUSVÆÐI ÓLAFUR HANNIBALSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.