Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 12

Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 12
Kristinn V. Jóhannsson lætur af starfi framkvæmdastjóra Sam- vinnufélags útgerðarmanna í Nes- kaupstað (SÚN) þann 1. maí næst- komandi eftir 24 ára starf. Segir hann það góðan dag til að enda starfsferilinn en Kristinn var um áratuga skeið í fylkingarbrjósti þeirra sem börðust fyrir bættum kjörum verkafólks á Austurlandi. Kristinn fæddist 1934 í húsi sem hét Kirkjuhvoll og stóð utan við Þórsmörk í Neskaupstað. Hann var alinn upp af tveimur sam- heldnum konum, móður sinni og ömmu, en báðar voru þær mjög vinstrisinnaðar og því fékk hann góða sósíalíska menntun á upp- vaxtarárunum. „Mamma var ákveðinn sósíalisti og amma sagðist vera bolsi. Svo fór að leið mín lá í Alþýðubandalagið en eftir að flokkurinn hvarf af vettvangi stjórnmálanna hef ég ekki fundið mér nýjan stað og mun ekki ganga í annan stjórnmálaflokk,“ segir Kristinn. Sjálfstæðimenn í Neskaupstað höfðu síðar höfuðstöðvar sínar í húsinu þar sem Kristinn fæddist. Segist hann hafa óskað eftir því að þeir settu skjöld utan á húsið þar sem fram kæmi að þar væri fæddur forseti bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar og talsmaður Alþýðu- bandalagsins en það hafi ekki fengið góðan hljómgrunn. Fimmtán ára hleypti Kristinn heimdraganum og lá braut hans til mennta. „Ég tók landspróf á Eiðum og útskrifaðist sem stúdent frá Laugarvatni 1955. Á báðum stöð- um bjó ég á heimavist og þar lærði maður að bjarga sér og taka tillit til annarra. Frá Laugarvatni lá leið mín í Háskóla Íslands þar sem ég lauk BA prófi í sögu, dönsku og uppeldisfræðum.“ Kristinn bjó í sjö ár í Reykjavík við nám og störf. Á þeim árum lagði hann stund á körfuknattleik með góðum árangri og lék fyrstu sex landsleiki Íslands í þeirri íþrótt. Árið 1962 fluttist Kristinn aftur til Neskaupstaðar og kenndi við Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar. Tíu árum síðar varð hann skóla- stjóri Iðnskóla Austurlands og 1981 hóf hann störf hjá SÚN og þeim fyrirtækjum sem tengdust þeim rekstri s.s. Tryggingamið- stöðinni, Olís og fleiri félögum. Kristinn hóf afskipti af sveitar- stjórnarmálum 1966 en þá var hann kosinn í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar fyrir Alþýðubanda- lagið. Þar sat hann sleitulaust í 24 ár og sem forseti bæjarstjórnar í 16 ár. „Vinstrisinnar í Neskaupstað náðu völdum 1946 og algengt var að meirihlutanum væri spáð falli í hverjum kosningum. Stundum stóð það tæpt og t.d. munaði ekki nema nokkrum atkvæðum 1970.“ Árið 1983 var Kristinn kjörinn í stjórn Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað (SVN) og var stjórnar- formaður félagsins frá 1984 til 2004 en þá tók Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, sæti Kristins. Íþróttir hafa alla tíð skipað stóran sess í huga Kristins og hann var um tíma formaður Þróttar í Neskaupstað en synir hans tveir gegndu síðar báðir því embætti. Kristinn segist alls ekki ætla að setjast í hinn helga stein þegar hann lýkur störfum en ætlar að sinna sínum hugðarefnum og rækta líkama og sál. „Ég hef hug á að ferðast; stunda skíði á veturna og ganga á fjöll og sinna garðrækt með konunni á sumrin. Fleira mun ég taka mér fyrir hendur en þó tæplega fara að leika golf. Þó er aldrei að vita nema vini mínum Stefáni Þorleifssyni takist með tíð og tíma að draga mig á golf- völlinn,“ segir Kristinn. kk@frettabladid.is 12 26. mars 2005 LAUGARDAGUR NOEL COWARD (1899 – 1973) lést á þessum degi. Heldur á vit nýrra ævintýra TÍMAMÓT: LÆTUR AF STARFI FRAMKVÆMDASTJÓRA SÚN „Ég hef minni á við fíl. Reyndar leita fílar oft til mín eftir ráðum.“ Breska leikritaskáldið Noel Coward var þekktur fyrir skopskyn sitt en sagði sjálfur að hnyttni væri eins og kavíar sem á að vera borinn fram hóflega en ekki smurður út um allt eins og marmelaði. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Erika Ottósdóttir, frá Hlíð, Skriðdal, er látin. Ernst Ziebert Pálsson, Hæðargarði 20, Reykjavík, lést miðvikudaginn 9. mars. Útförin fór fram í kyrrþey. Kristín Þórarinsdóttir lést mánudaginn 21. febrúar. Jarðaförin hefur farið fram. Stefán Jónsson bóndi, Grænumýri, Skagafirði, lést mánudaginn 21. mars. Aðalheiður K. Bjargmundardóttir, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést þriðju- daginn 22. mars. Unnur Frímannsdóttir, fyrrum Húsmóð- ir á Heiðarbæ II, Þingvallasveit, lést þriðjudaginn 22. mars. Þormóður Haukur Jónsson, Ugluhólum 12, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. mars. JARÐARFARIR 14.00 Guðríður Unnur Salómonsdóttir, Mýrarbraut 12, Vík í Mýrdal, verð- ur jarðsungin frá Víkurkirkju. 14.00 Kristbjörg Guðmundsdóttir, frá Drangsnesi, Blikahólum 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Drangsneskapellu. AFMÆLI Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmynda- gerðarmaður er sextugur í dag. Hafliði Arngrímsson dramatúrg er 54 ára í dag. Haukur Hólm frétta- maður er 49 ára gamall í dag. Kristján Kristjáns- son (KK) tónlistar- maður er 49 ára gamall í dag. Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðing- ur er 48 ára gömul í dag. Víkingur Kristjánsson leikari er 32 ára í dag. KRISTINN V. JÓHANNSSON Freysteinn Bjarnason tekur við starfi Kristins hjá SÚN og óttast Kristinn ekki að skila lyklunum í hans hendur. Þennan dag árið 1997 fundust lík 37 félaga sértrúarsafnaðarins Himnagættarinnar í úthverfi í San Diego í Kaliforníu fylki í banda- ríkjunum. Fólkið hafði svipt sig lífi. Af hinum látnum voru 21 kona og 18 karlar. Þegar líkin fundust var þeim hag- anlega komið fyrir og öll voru þau klædd í eins fatnað og nýja Nike-íþróttaskó. Í ljós kom að leiðtogar safnaðarins boðuðu að með sjálfsmorði myndi andi fólksins yfirgefa jarðneskan íveru- stað sinn og fara um borð á geimskipi sem leyndist á bak við Hale-Bopp halastjörnuna sem hafði þá nýlega verið uppgötvuð. Leiðtogi safnaðarins hét Marshall Applewhite, en kallaði sig Do, og var prófessor í tónlistarfræðum áður en hann gekk í söfnuðinn árið 1972. Hann fékk fleiri til að ganga í söfnuðinn og lofaði fólki að geimskip myndi nema sálir þeirra á brott og fylgja þeim til „konungdæmis á himnum“. Smám saman fækkaði í söfnuð- inum eftir því sem nær dró komu geimskipsins en á tíunda áratugn- um óx Applewhite ásmegin og fór að safna nýjum félögum í söfnuð- inn. Applewhite boðaði skírlífi og sumir í söfnuðinum fylgdu for- dæmi hans og létu vana sig. Eftir að Hale-Bopp halastjarnan fannst árið 1995 varð söfnuður- inn viss um að geimskipið sem hann beið eftir væri á leið sinni til jarðar. Í marsmánuði kom halastjarnan næst jörðu og Applewhite og félagar drukku banvæna blöndu af eitri og vodka og lögðust til hinstu hvíldar. 26. MARS 1997 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1913 Yfir 14 hundruð láta lífið í flóðum í Ohio, Indiana og Texas í Bandaríkjunum. 1938 Bændur nær 160 jarða í Ár- nessýslu stofna fiskiræktar- og veiðifélög fyrir Ölfusá og Hvítá og ár sem í þær falla. 1947 Knattspyrnusamband Íslands stofnað. 1953 Dr. Jonas E. Salk kynnir nýtt bóluefni gegn taugaveiki. 1971 Austur-Pakistan lýsir yfir sjálf- stæði og tekur upp nafnið Bangladess. 1973 Flugvélin Vor ferst í Búrfjöll- um í námunda við Hunda- vötn norður af Langjökli og með henni fimm menn. 1977 Hús á Bernhöftstorfu í Reykja- vík stórskemmast í eldi. 1977 582 farast í hörmulegu flug- slysi á Kanaríeyjum þegar Boeing 747 þota KLM flugfé- lagsins rekst í flugtaki á 747 þotu Pan Am. Himnagættin fremur fjöldasjálfsmorð               ! " #   $    %    &'  (!     )  *#+ ! #,  - , ) .   /+ #) #   0 12        # ) #   3    + +      (2   + +   0(2 # )    +      0(2 # 00 042 # )   #  + +  0 !52   + +  !5 !2 # )     + +  ! !1  # ) +   6     ! 1 3 7 +  + 10 3   )  2 #  )     #   /+ #)   8   $+     #   '   9  :      )   *. " # )  ! ;   ;  <  2  +   #) 2   9  9 = %   > + #  9  +                           3  #)  ?    (2   A  :     @     9 >  & + B   )#  A    ) /@   - , (2 # #) +  3# +     3+  C   42  0    # )  & @ # # 2 )  @   2  Elskulegur stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Ernst Ziebert Pálsson Hæðargarði 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 9. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju. Anna G. Ólafsdóttir Kristinn Guðmundsson Helga G. Ólafsdóttir Halldór Pálsson Erna Ó. Rothe Michael Rothe Kristel Pálsdóttir Guðmundur Kristinsson 60 ára á annan í páskum er Grétar Pálsson Flugumferðarstjóri, Hrauntungu 45 Kóp. Hann tekur á móti gestum í Flugröst Nauthólsvík milli kl. 1600 – 1900 á afmælisdaginn, þann 28. mars. NESKAUPSTAÐUR Framkvæmdastjóraskipti verða hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað í vor. Fráfarandi framkvæmdastjóri segist ekki ætla að setjast í helgan stein heldur sinna hugðarefnum og rækta bæði líkama og sál. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LN A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.