Fréttablaðið - 26.03.2005, Side 13
LAUGARDAGUR 26. mars 2005 13
FYRSTA STARFIÐ: ARI EDWALD
Þrettán ára hjólasendill
„Fyrsta formlega starfið mitt var
sjálfsagt sumarið 1977 þegar ég
var þrettán ára og vann sem send-
ill á reiðhjóli,“ segir Ari Edwald,
framkvæmdastjóri samtaka at-
vinnulífsins um fyrsta starfið sitt.
Ari fékk þó ungur reynslu af
vinnumennsku og var sendur í
sveit á sumrin allt frá tíu ára
aldri. „Maður fékk stundum smá
aur fyrir vinnuna í sveitinni, en
það var reyndar ekki gefið upp til
skatts svo ég ætti kannski ekki að
segja frá því,“ segir hann og hlær.
Ari segir að það hafi haft mót-
andi áhrif á sig að byrja að vinna
ungur og hann hafi snemma skilið
þannig frá að hann væri velkom-
inn aftur í næsta skólafríi. „Það
var líka ágætt að hafa aukapening
á milli handanna. Ég veit ekki
hvort foreldrar mínir séu sam-
mála en ég man ekki til þess að
hafa þurft að biðja þau um pen-
inga fyrir einhverjum óþarfa.“
Fram að háskólaárum sínum
kom Ari víða við, meðal annars í
byggingarvinnu og fiskvinnslu.
„Það var hollt að kynnast þessu
sjálfur og dvölin í sveitinni var
líka góð að því leyti að maður fékk
nasasjón af lífinu utan malbiks-
ins. Ég held að það sé öllum hollt
að komast aðeins út fyrir borgar-
mörkin og kynnast einhverju
nýju.“ - bs
LITUR Í LÍFIÐ Stúdentar við Rabindra
Bharati háskólann í Kalkútta á Indlandi
mökuðu litum framan í hver aðra í tilefni
litahátíðar sem nú stendur yfir.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1874 Robert Frost,
ljóðskáld.
1911 Tennessee Williams,
leikritaskáld.
1931 Leonard Nimoy,
leikari.
1934 Alan Arkin,
leikari.
1939 James Caan,
leikari.
1942 Erica Jong,
rithöfundur.
1943 Bob Woodward,
rannsóknarblaðamaður.
1944 Diana Ross,
söngkona.
1948 Steven Tyler,
söngvari Aerosmith.
HUÐNAN DÁSEMD OG GRÁFLEKK-
ÓTTI KIÐLINGURINN Síðasta þriðjudag
fjölgaði í Húsdýragarðinum í Laugardal
þegar huðnan Dásemd bar gráflekkóttum
kiðlingi.
Vorboði í
Fjölskyldu-
og húsdýra-
garðinum
Huðnan Dásemd bar gráflekkótt-
um kiðlingi í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum síðasta þriðjudag,
en þetta var fyrsti burður Dá-
semdar, sem fæddist í garðinum
vorið 2003. Í tilkynningu garðsins
kemur fram að faðir kiðlingsins,
sem er hafur, sé hafurinn Kappi.
Meðgöngutími huðna er 5 mánuð-
ir og bera þær einum til tveimur
kiðlingum í hvert sinn.
„Geitur á Íslandi eru nú í
kringum 400 talsins og eru því í
útrýmingarhættu. Geitur eru eitt
landnámsdýranna og í upphafi
byggðar var oft talað um þær sem
kýr fátæka mannsins. Þær gáfu
bændum mjólk en þurftu ekki
eins kjarnmikið fóður og kýrnar.
Í dag eru nokkrir bændur með
geitur og eru þeir margir hverjir
að athuga möguleika sína svo
hægt verði að komast hjá útrým-
ingu,“ segir í tilkynningu Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins.
Í garðinum verður opið alla
páskahátíðina frá klukkan tíu
á morgnana til klukkan fimm
síðdegis. ■
ARI EDWALD
Hafði gott af sveita-
lífinu og telur að flestir
ættu að verja tíma
utan malbiksins.