Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 16
Fólkið á bak við Selmu
16 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
Stór og fallegur
páska humar
Smálúða og
stórlúða
Laxaflök 1.290*
Risarækjur 2.000*
* verð miðast við kr.kg.
Opið
í dag
til kl.16:00
REKSTRARVÖRULISTINN
GLUGGAFILMUR
Sími 520 6666 www.rv.is Réttarháls 2
R
V
20
30
J
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Búningar:
Hildur Hafstein
textílhönnuður er
stílisti Selmu og
mun sjá um alla
búningana. Hild-
ur er textílhönn-
uður og hefur
meðal annars
séð um að
s t í l i s e r a
Idol-stjörn-
urnar.
Tónlist:
Lagið sjálft er eftir Þorvald Bjarna
Þorvaldsson og Vigni Snæ Vigfús-
son. Þorvaldur er einn helsti upp-
tökustjóri landsins
og hefur áður sent lag í Euro-
visjón en það var All out of luck
sem lenti í 2. sæti. Sömu sögu
er að segja af Vigni Snæ en
hann hefur gert garðinn
frægan með Írafári og fór
með Birgittu og laginu
Open Your Heart í aðal-
keppnina þar
sem lagið
lenti 9.
sæti.
Dansarar:
Aðalheiður Halldórsdóttir, Lovísa
Gunnarsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir
og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir verða á
sviðinu með Selmu í Kænugarði.
Aðalheiður og Lovísa hafa báðar unnið
mikið með Íslenska dansflokknum.
Álfrún og Arnbjörg Hlíf eru báðar
leikkonur en hafa verið í dansi frá unga
aldri.
Bakrödd:
Regína Ósk Óskarsdóttir mun sjá um bakrödd
fyrir Selmu í Kænugarði. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur Regína farið þrisvar sinnum í
Eurovisjón, alltaf sem bakraddarsöngkona.
Hún er enda orðin ein helsta bakraddarsöng-
kona landsins.
Förðun:
Elín Reynisdóttir er af
mörgum talin ein flinkasta
sminka landsins en hún
hefur unnið mikið fyrir
Sjónvarpið sem og dag-
blöð og tímarit hér á
landi.
Hár:
Tískulöggan Svavar Örn mun
sjá um hárið á Selmu í keppn-
inni í ár. Svavar er einn fræg-
asti hárgreiðslumaður þjóð-
arinnar og hefur meðal
annars séð um hár Idol-
keppenda.
Selma mun að miklu leyti sjálf semja dans-
sporin í Kænugarði en auk hennar munu systur
hennar Birna og Guðfinna vinna að dansinum
sem og Lára Stefánsdóttir. Birna og Guðfinna
hafa unnið að vel flestum söng- og dansleikjum
sem settir hafa verið upp á Íslandi en Lára er
klassískur dansari og samdi meðal annars
alla dansa fyrir söngleikinn Hárið sem
sýndur var síðasta sumar.
Framkoma:
Selma Björnsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovisjón-keppninni
sem haldin verður í Kænugarði þann 24. maí. Fyrst þarf hún þó að
taka þátt í forkeppninni 19. maí. Augu Evrópu munu beinast að
Selmu þegar hún stígur á svið og flytur lagið If I Had Your Love.
Þó Selma verði í aðalhlutverki má ekki gleyma því að stór hóp-
ur fólks mun hjálpa henni að skila sínu og tryggja
Íslandi áframhaldandi veru meðal þeirra bestu í
söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.