Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 26
Þetta er búið að blunda í mérmjög lengi, að semja óperu,“segir Hróðmar Ingi Sigur-
björnsson sem nú er langt kominn
með að láta þann draum sinn ræt-
ast. Hann hefur undanfarin ár
verið að semja tónlist við nýja
óperu sem hlotið hefur nafnið
Söngvar hjartans, og fékk í lið
með sér tvo góða vini sína, þá
Hallgrím Helga Helgason rithöf-
und til þess að semja handritið og
Hilmar Oddsson kvikmyndaleik-
stjóra til þess að leggja drög að
sviðsetningu og sjónrænni út-
færslu verksins.
„Hróðmar kom til mín einn dag-
inn og spurði hvort ég ætti ekki
efni í óperu,“ segir Hallgrímur
sem strax hreifst af verkefninu.
„Hróðmar hefur samið mikið fyrir
sjónvarp, bíómyndir og leikhús
svo mér fannst þetta mjög eðlilegt
og spennandi skref hjá honum.“
Áhugi á fótbolta skilyrði
Vinnan hefur til þessa að mestu
legið á herðum þeirra Hróðmars
Inga og Hallgríms, tónskáldsins
og textahöfundarins. Hilmar
hefur setið með þeim vinnufundi
og skotið að þeim hugmyndum en
að öðru leyti beðið síns tíma, sem
væntanlega kemur þegar nær
dregur því að nýja óperan verði
sett á svið.
Enn er reyndar óvíst hvort af
því verði og ekki er heldur vitað
hvort Hilmar muni sjá um leik-
stjórnina þegar þar að kemur.
„Íslenska óperan hefur sýnt
okkur velvilja. Við höfum fengið
frá henni styrki án skuldbindinga
um að sýna verkið. Það verður
bara ákveðið þegar okkar verk
liggur fyrir,“ segir Hróðmar.
Fjórði maðurinn bættist síðan í
hópinn á síðasta ári. Hann er
Finnur Arnar Arnarson, leik-
myndahönnuður og myndlistar-
maður.
„Hann hefur brennandi áhuga
á fótbolta sem er algert skilyrði
fyrir því að komast í þennan hóp,“
segir Hilmar kíminn. „Við þurfum
nefnilega líka að geta verið svolít-
ið ógáfaðir saman.“
Uppgjör á hálendinu
Óperan gerist öll uppi á hálendi
Íslands undir haust. Þangað er
komin lítil fjölskylda að sunnan,
hjónin Ólafur og Ingunn, bæði um
fimmtugt, ásamt uppkominni dótt-
ur þeirra sem heitir Björg. Marg-
vísleg tilfinningaátök brjótast upp
á milli þeirra, enda á Ingunn
skammt eftir ólifað en hjónaband
þeirra Ólafs hefur ekki verið
gæfuríkt síðustu árin.
Hópur kostulegra áhugaleikara
er á ferð um sömu slóðir og bland-
ast inn í uppgjör fjölskyldunnar,
auk þess sem kór virkjunarmanna
hefur upp raust sína þegar færi
gefst og setur þá gjarnan hlutina í
stærra samhengi mannlegrar til-
veru. Á köflum er reyndar ekki
alveg ljóst á hvaða tilverustigi
þessir leikarar eru staddir.
„Mig langaði að tefla í verkinu
saman trega og gamni á kannski
svolítið djarfan hátt, þar sem mér
fannst það henta tónlist Hróðmars
vel,“ segir Hallgrímur. „En um leið
langaði mig að semja verk sem
vísaði í okkar veruleika í dag. Ég
hef t.d. gaman af óperum eins og
Nixon in China eftir John Adams
sem fjallar kannski um svolítið
ó-óperulegt efni, – ef það er þá til.“
Þeir leggja jafnframt áherslu á
að sýningin verði spennandi og
áhorfendum sé sífellt komið á
óvart.
„Svona verk verður líka að
vera spennuleikrit í bland,“ segir
Hallgrímur.
Setja markið hátt
Hróðmar er nútímatónskáld en
segir tónlist sína hafa mildast
töluvert undanfarin ár. Hann
þurfi því ekkert að setja sig í
neinar stellingar til þess að gera
tónlistina aðgengilega fyrir al-
menning.
„Þetta er mikil leikhústónlist
hjá Hróðmari,“ segir Hallgrímur.
„Útgangspunkturinn hjá okkur
er samt fyrst og fremst leikhús,“
segir Hróðmar. „Til þess að ópera
virki þarf hún að vera leiksýning
og þess vegna viljum við búa til
flott leikhús. Það er lykillinn að
þessu öllu saman.“
„Ég held að við séum líka allir
svolítið veikir fyrir því að skilja
alltaf eitthvað eftir handa áhorf-
endum, að loka ekki hverjum ein-
asta glugga,“ segir Hilmar. „Það
má ekki móðga áhorfendur sem
vitsmunaverur.“
Ferðalag á vit hálendisins má
vafalaust túlka sem ferðalag inn á
öræfi hugans, enda sækja þeir fé-
lagar sér fyrirmyndir að nokkru
leyti í verk á borð við Töfraflaut-
una eftir Mozart og Draum á Jóns-
messunótt eftir Shakespeare þar
sem ýmis undarleg öfl eru á reiki.
Sömuleiðis hafa þeir sótt inn-
blástur í áströlsku bíómyndina
Picnic at Hanging Rock sem Peter
Weir gerði árið 1975.
Til þess að ná fram þeim ævin-
týrablæ og víðáttum sem sögu-
svið óperunnar býður upp á, þá er
ljóst að þrengslin í Gamla bíói
duga skammt fyrir þá viðamiklu
sýningu, sem þeir félagar hafa í
huga.
„Við setjum markið mjög hátt,“
segir Hróðmar. „Við ætlum að búa
til það verk sem okkur langar að
búa til. Við erum komnir með ein
átta hlutverk og kór og ætlum að
hafa stóra hljómsveit, svo verður
það bara að ráðast hvort einhver
vill flytja þetta.“
Deilurnar um óperuhúsið
Miklar umræður hafa verið um
húsnæðismál Íslensku óperunnar
í fjölmiðlum síðustu vikurnar, í
kjölfar þess að Jónas Sen birti
grein í Lesbók Morgunblaðsins
þar sem hann gagnrýnir Íslensku
óperuna fyrir að sníða sér ekki
stakk eftir vexti í verkefnavali.
Stórar klassískar óperur verði til
dæmis ekki svipur hjá sjón þegar
þær eru komnar á svið í þessu
litla húsi við Ingólfsstrætið.
Margir eiga einnig erfitt með
að skilja af hverju úthýsa eigi
Íslensku óperunni úr nýja tónlist-
arhúsinu, samkvæmt þeim hug-
myndum sem til þessa hafa verið
uppi á borðinu.
„Ópera á samt að mörgu leyti
miklu meira skylt við leikhús
heldur en tónleikastarfsemi,“
segir Hilmar. „Við getum orðað
það þannig að ef allt færi á besta
veg og hlutirnir gerðir eins og á
að gera þá, en ekki tekið tillit til
stærðar samfélagsins og að-
stæðna að öðru leyti, þá eiga þess-
ar tvær listgreinar fátt sameigin-
legt vegna þess að þarfirnar eru
svo ólíkar. En umræðan er rétt-
lætanleg vegna þess að íslenskt
samfélag ræður illa við þetta
einfaldlega út af smæð.“
Upp á síðkastið hefur æ oftar
komið til tals að hafa minni sal í
húsinu fyrir óperustarfsemi, og
þeir félagar gera sér vonir um að
sú niðurstaða verði ofan á.
Tosca átti samt erindi
Þeir félagar eru þó sammála um
að stórar óperur eigi fullt erindi
til flutnings hér á landi, jafnvel
þótt húsnæðið sé ekki eins og best
verður á kosið.
„Til dæmis er ómetanlegt fyrir
íslenskt tónlistarlíf að fá verk
eins og Toscu flutt hér á landi.
Þetta er frábær ópera og frábær
músík og það er nauðsynlegt að ís-
lenskir tónlistarmenn geti tekist á
við þetta.“
Hróðmar segist vissulega
sakna þess að sjá ekki fleiri nú-
tímaóperur settar upp hér á landi,
ekki síst nýjar íslenskar óperur.
„En þótt ég sé nútímatónskáld
þá skil ég það samt vel að þeim
sem ráða þessu er vandi á hönd-
um.“
Hróðmar bendir þó á að á
Norðurlöndunum sé löng hefð
fyrir því að nýjar innlendar ó-
perur séu frumsýndar á hverju
ári. Hilmar nefnir einnig til sög-
unnar Íslenska dansflokkinn, þar
sem mikil og frumleg nýsköpun
hefur átt sér stað á síðustu árum.
„Hjá Íslenska dansflokknum er
núna kominn grundvöllur að því
að vera með sex til átta sýningar á
ári. Það fer náttúrlega ekki öll
þjóðin á þetta, en fólk veit að
þarna getur það gengið að ein-
hverju mjög skapandi, frumlegu
og áhugaverðu, og ég held að
þetta gæti alveg átt við um óperur
líka.“ ■
26 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld hefur
undanfarin ár verið með óperu í smíðum sem hann
hefur unnið í félagi við Hallgrím Helga Helgason
rithöfund og Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóra.
Guðsteinn Bjarnason ræddi við þá um óperugerð-
ina, húsnæðismál Íslensku óperunnar og nýsköpun
í tónlist hér á landi.
Ópera verður til FRÉTTABLA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tón-
skáld hóf tónlistarferil sinn í hljóm-
sveitinni Melchior á unglingsárum
en hélt í tónsmíðanám aðeins átján
ára í nýstofnaðri tónfræðadeild Tón-
listarskólans í Reykjavík hjá Þorkeli
Sigurbjörnssyni og Atla Heimi
Sveinssyni. Á síðasta ári var hljóm-
plata hans Hjörturinn tilnefnd til ís-
lensku tónlistarverðlaunanna. Hann
hefur samið töluvert fyrir kvikmyndir
og leikhús, nú síðast tónlistina sem
er flutt í leiksýningunni Grjótharðir í
Þjóðleikhúsinu.
Hilmar Oddsson kvikmyndaleik-
stjóri hefur gert kvikmyndirnar Eins
og skepnan deyr 1986, Tár úr steini
1996, Sporlaust 1998 og Kaldaljós
2004, auk þess sem hann hefur gert
sjónvarpsmyndir og leikstýrt í leik-
húsi. Hann var einnig í hljómsveit-
inni Melchior á unglingsárum.
Hallgrímur Helgi Helgason rithöf-
undur hefur skrifað töluvert fyrir
leikhús, bæði frumsamin leikrit og
þýðingar. Hann hefur einnig unnið
handrit fyrir kvikmyndir og sjón-
varpsþætti. Hann samdi einnig texta
fyrir hljómsveitina Melchior á sínum
tíma.
HRÓÐMAR, HALLGRÍMUR OG HILMAR Óperan Söngvar hjartans gerist á hálendi Íslands. Enn er óráðið hvort eða hvar af flutningi
verður, en óperugerðarmennirnir vonast til þess að sjá hana á sviði næsta vetur.
BREYTTUR HEIMUR AÐ DÆMA HINA LÁTNU
Réttlátur dómur Guðs
BYGGT Á BÓKINNI HUGMYNDIR SEM BREYTTU HEIMINUM SEM KOM ÚT HJÁ EDDU FYRIR SKÖMMU.
Hugmyndir manna um dauðann og
það, hvað gerist að honum loknum
eru tengdar von þeirra um eilíft líf.
Margir kannast við hin guðdómlega
gleðileik Dantes, þar sem skáldið fór
frá helju til himna og kynntist þar
„réttlátum“ dómi guðs. Slíkt er þó
ekkert bundið við kristnina eina,
heldur er hugmyndina um dóm guðs
hægt að finna langt aftur í aldir. Ekki
eru þó allir jafn sannfærðir um þenn-
an dóm guðs. Efnishyggjumenn halda
því fram að guðlegt réttlæti, dómur
guðanna yfir hinum látnu, sé ekkert
annað en tæki valdhafanna til þess að
kúga þegna sína. Ótti og von eykur,
að þeirra áliti, félagslega ábyrgð fólks-
ins, sem annars kynni að láta til skarar
skríða gegn veikum valdhöfum.
Til forna var í flestum tilvikum litið svo
á að framhaldslífið, sem tæki við eftir
dauðann, væri framlenging á jarð-
nesku lífi. Því voru líkin grafin með
hlutum sem voru hinum látna hjart-
fólgnir. En svo virðist verða breyting á,
því ekki var lengur um framhaldslíf að
ræða heldur annan heim þar sem
ójafnvægi hins þekkta heims var fært
til betri vegar. Í gröfum frá fornegypsk-
um tíma má glöggt sjá þessa breyt-
ingu, því milli gamla ríkisins og mið-
ríkisins breytist hugmynd fyrirfólks um
dauðann. Á tímum gamla ríkisins voru
grafirnar biðstofur að öðru ríki, en á
tímum miðríkisins voru þær yfir-
heyrsluherbergi fyrir næsta líf.
En hvernig átti að dæma hvort menn
væru hæfir til næsta lífs, hvort þeir
hefðu verðskuldað það? Á veggja-
myndum á gröfum í Egyptalandi til
forna var ekki óalgengt að sjá guði
vigta sálir hinna dauðu. Hjartað var þá
ásetningur hins látna en fjöður, sem
var tákn fyrir réttlæti, var látin á hina
vogarskálina. Hinn látni afneitaði löng-
um syndalista sem var látinn vega
upp á móti góðverkunum. Ef hinn
látni stóðst prófið fékk hann nýtt líf
með Ósíris, stjórnanda heimsins, en
ef hann féll var honum útrýmt.
GUÐDÓMLEGUR GLEÐILEIKUR
DANTES Kirkjan á 15.öld hafði þróað
mjög flóknar kenningar um framhalds-
lífið sem Dante notaði í bók sinni.