Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 40
28 26. mars 2005 LAUGARDAGUR Á horfendur vissu varlahverju þeir áttu von áþegar þeir mættu í Royal Albert Hall á fimmtudaginn var. Tónlistarhúsið er eitt það virtasta í heimi og rúmar um fimm þúsund manns. Húsið er vissulega stórt og glæsilegt en spurning var hvort Stuðmanna- fjörið sem einkennt hefur sveit- ina næði að skila sér til þeirra sem mættir voru, eða eins og Egill Ólafsson orðaði það: „Þetta er eins og á góðu balli í Miðgarði nema það sitja allir stilltir og prúðir.“ Stuðsýning Tónleikar Stuðmanna eru oft á tíðum líkari sýningum en hefð- bundnum tónleikum. Það sann- aðist heldur betur í höll Alberts á fimmtudag. Þorsteinn Steph- ensen tónleikahaldari byrjaði á því að bjóða áhorfendur vel- komna og kynnti því næst sjálfa drottningu Englands til leiks við mikið lófaklapp og hlátrasköll tónleikagesta. Drottningin veif- aði til fjöldans í fullum skrúða áður en hún settist niður í hinni konunglegu stúku. Hún hafði hægt um sig vel framan af en hún átti eftir að setja mark sitt á tónleikana svo um munaði áður en yfir lauk. Eftir kynningu hennar hátign- ar lék Jakob Frímann hljóm- sveitarstjóri á staðarorgelið og undirbjó þannig innkomu fjall- konunnar sem Brynja X. Vífils- dóttir túlkaði með ágætum. Um þrjú þúsund manns voru saman komnir í salnum og taldist kynninum til að helmingurinn væri heimamenn en hinn helm- ingurinn Íslendingar. Til að sann- reyna það byrjaði hann á sígild- um partíleik þar sem hann lét heimamenn og gesti kalla nafn lands síns eins hátt og þeir mögulega gátu. Það var ekki sök- um að spyrja, gestirnir höfðu betur og nafn Íslands gall mun hærra við. Að partíleiknum lokn- um var komið að stóru stundinni – Stuðmenn stigu á svið. Hægt af stað Þótt Stuðmenn beri nafn með rentu fóru þeir frekar rólega af stað. Ný lög voru í forgangi svona rétt til að hita mannskap- inn upp en þeim óx ásmegin eftir því sem á leið. Þegar eldri og kannski þekktari lög fóru að hljóma voru áhorfendur ekki lengi að taka við sér – stóðu á fætur og dilluðu sér í takt við tónana. Stuðmenn léku af krafti og fóru gestir vel heitir í hlé. Eitt aðaleinkenni Stuðmanna hefur um árabil verið nýir og oft á tíðum ansi skrautlegir búning- ar sem setja skemmtilegan svip á sveitina. Stuðmenn skörtuðu tvenns konar búningum í Royal Albert Hall. Fyrst voru þeir klæddir í kóngabláa hermanna- búninga en í stað buxna voru þeir í samlitum pilsum og á bak- inu blöstu við auglýsingar frá hinu konunglega lyftidufti. Eftir hlé var Ísland í aðalhlutverki og Stuðmenn komnir í Henson-galla í fánalitunum. Drottningardans Stuðmenn byrjuðu eins eftir hlé og fyrir. Þeir fóru hægt af stað en gáfu svo í og það var ekki sök- um að spyrja. Ungir sem aldnir hristust úr sætum sínum og dönsuðu og sungu með. Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson fóru á kostum í söng og sama var að segja af sjálfri sveitinni sem fékk stuðn- ing blásturssveitar og tveggja gógó-pía sem skutu upp kollinum af og til. Þegar fór að líða að lok- um tónleikanna bættist Stuð- mönnum óvæntur liðsauki. Drottningin sjálf og Ringo Starr, sem hafði að vísu skotið upp koll- inum á miðjum tónleikum, mættu á sviðið til að þakka fyrir sig. Hljómsveitin tók þeim með virtum en hélt fjörinu áfram. Drottningin og Ringo brugðust vel við og dönsuðu með þeim eitt lag. Það þarf þó vart að taka fram að um tvífara hennar há- tignar og Bítilsins var að ræða en þau settu svo sannarlega skemmtilegan svip á sýninguna. Með síðustu lögum kvöldsins var Sísí fríkar út og fleiri stuð- lög. Áhorfendur voru löngu staðnir upp úr sætum sínum og dönsuðu og sungu hástöfum með. Eftir hvert uppklappið af fætur var komið að Sigurjóni digra sem kvaddi kvöldið með stæl. Stuðmenn sýndu það og sönn- uðu að það skiptir ekki máli hvar partíið er, Miðgarður eða Royal Albert Hall, alls staðar er hægt að slá upp ekta íslensku sveita- balli. ■ Ekta íslensk fönn Um þrjú þúsund manns voru saman komnir í Royal Albert Hall í Lundúnum á fimmtudag til að hlýða á tónleika Stuðmanna. Kristján Hjálmarsson komst að því að Stuðmenn kunna sitt fag bæði heima og að heiman. KONUNGLEGT STUÐ Elísabet Englandsdrottning á fast sæti í Royal Albert Hall en lét þó ekki sjá sig á Stuðmannatónleikunum. Stuðmenn létu það þó ekkert á sig fá og mættu með staðgengil hennar hátignar. ERU EKKI ALLIR Í STUÐI? Það breytir engu hvort Stuðmenn drepa niður fæti á Kópa- skeri, í Reykjavík eða London. Stuðið er alltaf það sama og það var enginn svikinn í Royal Albert Hall á skírdag. STEFÁN JÓN HAFSTEIN OG JÓHANNES JÓNSSON Í BÓNUS Skemmtu sér konung- lega í Royal Albert Hall.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.