Fréttablaðið - 26.03.2005, Síða 41

Fréttablaðið - 26.03.2005, Síða 41
LAUGARDAGUR 26. mars 2005 29 20 05 fia› er vor í lofti í Flugstö› Leifs Eiríkssonar. Dagana frá 15. til 28. mars ver›a verslanir á svæ›inu me› spennandi tilbo› á ‡msum vörum. Allir farflegar, sem mæta í innritun fyrir kl. 6 a› morgni, fá páskagjöf og njóta sértilbo›a í verslunum flugstö›varinnar. – sérstakur gla›ningur fyrir árrisula tilbo›sdagarí Leifsstö› fieim sem mæta á einkabílum fyrir kl. 6 b‡›st a› geyma bílinn frítt í tvo sólarhringa á bílastæ›i Securitas. fieir sem taka rútu Kynnisfer›a kl. 5.00 fá 15% afslátt. Páskagjöfin er afhent í innritunarsal og í afgrei›slu Securitas á bílastæ›um. Athugi› a› innritun hefst kl. 5.00. AF HVERJU LÝSA SJÁLF- LÝSANDI ARMBÖND OG ANNAÐ ÞESS HÁTTAR? Svar: Sjálflýsandi armbönd og „annað þess háttar“ byggja á efna- hvörfum sem leiða til útgeislunar frá orkuríkum sameindum eða frumeindum. Slíkt nefnist hvarf- ljómun (e. chemilumine-scence). Útvermin efnahvörf Svonefnd útvermin (e. exo- thermic) efnahvörf valda orku- myndun jafnt sem nýmyndun efna. Dæmi um slík efnahvörf er til dæmis bruni þar sem orkan losnar öðru fremur á formi varmaorku sem við skynjum sem hita. Til er fjöldi útverminna efna- hvarfa, þar sem orkan losnar hins vegar á formi ljósorku. Undanfari ljósorkulosunar í efnahvörfum er myndun efniseinda (sameinda eða frumeinda) á orkuríku formi. Slíkar eindir eru skammlífar og tapa orku sinni skjótt á formi ljósorku. Þetta nefnist hvarf- ljómun. Ýmis efnahvörf sem eiga sér stað við bruna eru einmitt dæmi um slíkt. Ljósorkan sem þá losnar birtist okkur sem logi. Hvarfljómun Sjálflýsandi armbönd og náskyld- ir hlutir, svo sem glóstautar (e. glow sticks) eða lýsandi hálsmen, byggja á hvarfljómun. Ljómunin er gjarnan mynduð með þeim hætti að vökvalausnum með hvarfefnum er blandað saman inni í plasthulsum. Til dæmis samanstendur glóstautur af vökvafylltum glersívalningi innan í vökvafylltri plasthulsu (sjá mynd). Þegar plasthulsan er beygð brotnar glersívalningurinn og lausnirnar tvær blandast. Efnin í lausnunum tveimur hvarfast þvínæst og hvarfljómun- in verður sýnileg. Litur hvarf- ljómunarinnar er háður efnasam- setningu lausnanna. Umframorka í formi ljósorku Þegar efni í lausnunum tveimur (til dæmis A og B) hvarfast, myndast orkuríkar eindir (sam- eindir eða frumeindir, til dæmis C*). Þessar orkuríku eindir lifa einungis í örskamma stund og tapa umframorku sinni í formi ljósorku sem mannsaugað skynjar sem lit. Þetta má tákna al- mennt með eftirfarandi hætti: A + B –> C* + D C*- –> C + ljós Peroxíð og lífræn litarefni Meðal efna sem algengt er að nota í slíkri hvarfljómun eru peroxíð (efnatákn: H2O2) og ýmis lífræn litarefni. Viðkomandi efnahvörf losa úr læðingi orku úr efnatengj- um peroxíðs og valda orkuörvun litarefnasameindanna sem ljóma eftir það. Litur ljómunarinnar ræðst þá af samsetningu litar- efnasameindanna. Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við HÍ. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS HVARFLJÓMUN Sjálflýsandi armbönd og náskyldir hlutir, svo sem glóstautar (e. glow sticks) eða lýsandi hálsmen, byggja á hvarfljómun. Sjálflýsandi armbönd Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hverjir voru helstu guðir Súmera, hvað er eiginlega vitlausa beinið, er löglegt að framleiða djarfar fullorð- insmyndir á Íslandi, hvernig er best að byggja upp gott sjálfstraust, hvað var spánska veikin, hvað er Genfarsáttmálinn og er bannað að borða sitt eigið hold? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð inn í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. HVAÐAN ER ORÐATILTÆKIÐ „Í GRÍÐ OG ERG“ KOMIÐ? Svar: Kvenkynsorðið gríð merkir „ákafi, áfergja“ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap. Tröllkonan Gríður Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Snorra-Eddu. Gríðar- er algengur herðandi forliður um eitthvað mikið, til dæmis í gríðar- stór, gríðarmikill, gríðarlegur. Orðið gríð er notað eitt og sér Gríð eitt sér þekkist vel. Til dæmis er talað um að vinna í gríð, yrkja í gríð, drekka í gríð og svo framvegis og er merkingin „af kappi, í ákafa“. Orðasambandið í gríð og erg virðist ekki gamalt í málinu. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 20. öld. Heldur eldri eru í gríð og ergju, í gríð og ergi, í gríð og kergju og í erg og gríð. Kvenkyns- orðið ergi merkir „geðvonska; ákafi“ og ergja „gremja; ákafi, ágirnd“ í nútímamáli en í fornu máli merkti ergi einnig „losti, bleyði, samkynhneigð (karla).“ Orðið erg kemur ekki fyrir sjálf- stætt Gríð og ergi eða ergja merkja nánast hið sama en slíkt er ekki óalgengt í orðasamböndum og er notað til áherslu. Orðið erg kemur ekki fyrir sjálfstætt og er aðeins þekkt úr orðasambandinu. Í gríð og kergju er sennilega þannig til orðið að ergi eða ergja hefur ekki verið mönnum tamt og er þá gripið til orðs sem talið er geta skýrt sambandið. Kergja merkir ëþrjóska, tregða. Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Háskólans Í gríð og erg ÞEGAR MIKIÐ LIGGUR VIÐ NEYÐARAÐSTOÐ Slysa-og bráðamóttaka á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi er opin all- an sólarhringinn alla páskahelgina og sinnir neyðartilfellum. Síminn þar er 543 2000. HEILSUGÆSLA Læknavakt heilsugæslunnar á höfuð- borgarsvæðinu er með móttöku á Smáratorgi kl. 9-23.30 yfir páskahelgina og vitjanaþjónustan er opin allan sólar- hringinn. Síminn er 1770. Neyðarlínan svarar fyrir slökkvilið, sjúkrabifreiðir og lögreglu um allt land í síma 112. 1717 er sími Vinalínunnar og Rauða krossins. Þar er svarað allan sólarhring- inn um páskana sem aðra daga í síma 1717. Stígamót: Lokað yfir páskana. SÁÁ, Afgreiðslan á Vogi og göngu- deildir: Lokað yfir páskahelgina. Kvennaathvarf: Opið allan sólarhring- inn á páskahátíð. Síminn er 561 1205 TANNLÆKNAÞJÓNUSTA Tannlæknar eru með neyðarvakt í dag og yfir páskana á milli kl. 11-13 eins og hér segir: Laugardagur Bjarni Sigurðsson Faxafeni 11, Reykjavík sími 588-8866 Páskadagur Birgir Ólafsson Melhaga 20-22, Reykjavík sími 557-7791 Annar í páskum Hlynur Þór Auðunsson Hamraborg 5, Kópavogi sími 564-2660 APÓTEKIN Lyfja í Lágmúla og á Smáratorgi. Opið milli 8 og 24 alla páskahelgina. STÓRMARKAÐIR 10-11: Laugardagur: Opið kl. 9-24 Páskadagur: Lokað en opnað um mið- nætti í Lágmúla, Staðarbergi, Hafnarfirði og Akureyri. Annar í páskum: Opið kl. 9-24 nema í ofantöldum verslunum þar sem opið er allan sólarhringinn. 11-11: Laugardagur: Opið milli kl. 9 og 11 nema hvað verslanir í Gilsbúð í Garða- bæ og Brekkuhúsum í Grafarvogi opna kl. 8. Páskadagur: Lokað en opnað á Skúla- götu um miðnætti. Annar í páskum: Opið milli kl. 9 og 11 nema hvað verslanir í Gilsbúð í Garða- bæ og Brekkuhúsum í Grafarvogi opna kl. 8 og á Skúlagötu er opið allan sólar- hringinn. BÓNUS: Laugardagur: Opið kl. 10 til 18. Páskadagur: Lokað. Annar í páskum: Opið í sunnudagsbúð- um frá kl.12 til 18, þ.e. í Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Borgarnesi, Mosfellsbæ, Grafarvogi, Holtagörðum, Kringlunni, Smáratorgi, Hraunbæ, Hafnarfirði, Hveragerði, Sel- tjarnarnesi, Stykkishólmi og Smiðjuvegi. EUROPRIS: Laugardagur: Opið milli 11 og 18 Páskadagur: Lokað. Annar í páskum: Opið milli 11 og 18. FJARÐARKAUP: Laugardagur: Opið milli kl. 10 og 17. Páskadagur og annar í páskum Lokað. HAGKAUP: Laugardagur: Opið milli kl. 10 og 18. Páskadagur: Lokað Annar í páskum: Opið milli kl. 12 og 18 nema lokað í Kringlunni. KRÓNAN: Laugardagur: Opið milli kl. 11 og 19. Páskadagur og annar í páskum: Lok- að. NETTÓ: Laugardagur: Opið milli kl. 10 og 18 nema í Kópavogi er opið til kl. 20. Páskadagur: Lokað Annar í páskum: Opið milli kl. 10 og 18 nema í Kópavogi er opið til kl. 20. SAMGÖNGUR Strætó bs. Laugardagur: Ekið samkvæmt laugar- dagsáætlun. Páskadagur:Akstur hefst um kl. 13.00 og ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Annar páskadagur: Akstur eins og á sunnudögum. Flugfélag Íslands: Laugardagur: Flogið samkvæmt áætlun vítt og breitt um land. Páskadagur: Ekkert flug. Annar í páskum: Flogið samkvæmt áætlun. Herjólfur: Laugardagur: Ein ferð hvora leið milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Páskadagur: Engar ferðir. Annar í páskum: Tvær ferðir hvora leið milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Sérleyfishafar á BSÍ: Laugardagur: Ekið samkvæmt tímatöflu og aukaferð til Akureyrar Páskadagur: Ein ferð milli Akraness/ Borgarness og Reykjavíkur og ein ferð milli Reykjavíkur og Selfoss. Annar í páskum: Ekið samkvæmt helg- aráætlun. Afgreiðslutímar um páskana

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.