Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 46
34 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
SIGURINN Á
EM TOPPURINN
Á FERLINUM
Handboltaþjálfarinn Þórir
Hergeirsson hefur dvalið í
Noregi undanfarin tuttugu
ár. Selfyssingurinn, sem
ætlaði sér aldrei að ílengj-
ast í Noregi, er nú aðstoð-
arþjálfari hjá norska
kvennalandsliðinu, einu
besta landsliði heims
undanfarin tuttugu ár.
Hann hefur aldrei þjálfað á Ís-
landi og er sennilega ekki þekkt-
asti handboltaþjálfari á landinu
en hann er gífurlega virtur í Nor-
egi og hefur meðal annars skrifað
undir nýjan fjögurra ára samning
um að vera áfram aðstoðarþjálf-
ari hjá kvennalandsliðinu. Frétta-
blaðið ræddi við Þóri á dögunum
um þjálfaraferilinn, handboltann í
Noregi og stöðu íslensks kvenna-
handbolta. Fyrsta verkið var þó að
kynna lesendur fyrir manninum.
Hver er þessi Þórir Hergeirs-
son?
„Þórir Hergeirsson er Selfyss-
ingur sem hélt utan til Noregs
árið 1986 til að læra íþróttafræði
við Íþróttaháskólann í Osló. Hann
ætlaði bara að vera þar í tvö ár en
svo bætti hann við einu ári. Eftir
það fékk hann þjálfarastöðu hjá
karlaliði Elverum sem var þá í
þriðju deildinni og komst með upp
í fyrstu deild á fimm árum. Eftir
það réð hann sig til starfa hjá
norska handknattleikssamband-
inu árið 1994 og hefur verið þar
síðan, fyrst sem þjálfari yngri
landsliða kvenna og síðan sem að-
stoðarþjálfari kvennalandsliðsins
frá 2001,“ sagði Þórir sem var ein
aðalsprautan í handknattleiknum
á Selfossi áður en hann fór út tutt-
ugu og tveggja ára gamall.
Þokkalegur leikmaður en betri
þjálfari
„Við vorum nokkrir sem
vorum allt í öllu hjá félaginu og ég
hafði gengið í öll verk þegar ég
fór út, spilað, þjálfað og verið í
stjórninni. Ég hætti fljótlega að
spila eftir að ég kom út og ein-
beitti mér að þjálfun en það er
ekki laust við að ég sjái eftir því í
dag að hafa hætt svona snemma,“
sagði Þórir. Hann telur sig hafa
verið þokkalegan leikmann – ekki
mikið meira en það – og aðspurð-
ur segist hann vera töluvert betri
þjálfari.
Þórir hefur verið viðloðandi
norsku kvennalandsliðin undan-
farin ár og hann sagði tímann hafa
liðið hratt. „Þetta er búið að líða
hratt, ég hef verið viðloðandi
A-liðið allar götur síðan 1995 því
þjálfarar allra landsliðanna vinna
þétt saman. Marit Breivik tók við
A-liðinu árið 1994 og hefur stýrt
því síðan. Ég hef aðstoðað hana
undanfarin fjögur ár og það hefur
verið frábær tími,“ sagði Þórir,
enda í öfundsverðu hlutverki sem
þjálfari besta kvennalandsliðs í
Evrópu.
Norsku stúlkurnar tryggðu sér
Evrópumeistaratitilinn í hand-
knattleik í Ungverjalandi í desem-
ber og Þórir sagði það tvímæla-
laust stærstu stundina á þjálfara-
ferlinum. „Við höfðum tapað
tveimur úrslitaleikjum á undan,
gegn Rússum á HM 2001 og gegn
Dönum árið 2002. Núna small hins
vegar allt og þetta var alveg frá-
bær tilfinning.“
Tilbúinn til að taka við norska
liðinu
Eins og fram hefur komið
skrifaði Þórir undir nýjan fjög-
urra ára samning við norska sam-
bandið og hann sagði það hæpið að
hann væri á leiðinni heim í bráð.
„Ég er kominn með norska konu
og við erum búin að koma okkur
vel fyrir hér. Mín bíða spennandi
verkefni hér, starfið er fjölbreytt
og skemmtilegt og á meðan svo er
þá er engin ástæða til að breyta
til,“ sagði Þórir, sem neitaði því
ekki að draumurinn væri að taka
við sem aðalþjálfari norska
kvennalandsliðsins. „Ég tel mig
vera tilbúinn til þess að taka við
þessu liði og myndi ekki skorast
undan ef til mín væri leitað. Ég
hef þjálfað flestar stelpurnar í lið-
inu í yngra landsliðinu og þekki
þær því mjög vel en ég er ánægð-
ur eins og er og ætla ekki að sækj-
ast eftir breytingum.“
Mikil framför
Þórir sagði að íslenskur
kvennahandbolti væri í mikilli
framför um þessar mundir og það
væri gleðilegt hversu mikil
áhersla væri lögð á tækni og leik-
skipulag á meðal yngri leik-
manna. Íslenskur kvennahand-
bolti stendur þeim norska tölu-
vert að baki og Þórir sagði hefðina
skipta miklu máli í því sambandi.
„Norska kvennalandsliðið
hefur verið á meðal fjögurra
bestu þjóða heims undanfarin
tuttugu ár. Liðið kom upp á hár-
réttum tíma þar sem öll liðin í
Austur-Evrópu voru í niður-
sveiflu. Það var eytt miklum pen-
ing í liðið og það hefur skilað sér.
Íslenska kvennalandsliðið getur
komist langt en til þess að svo
verði þá þurfa íslensku stelpurnar
að bæta líkamlegan styrk og það
sem er jafnvel enn mikilvægara,
þær þurfa að spila leiki gegn
bestu þjóðum og félagsliðum
heims. Þannig bæta leikmenn sig
en það kostar hins vegar peninga
og ég veit ekki hversu mikið fjár-
hagslegt bolmagn HSÍ hefur. Það
er rándýrt að vera með landslið í
fremstu röð.“
Hrifinn af Önnu Úrsúlu
Aðspurður um íslenska leik-
menn sagðist Þórir vera mjög
hrifinn af Önnu Úrsúlu Guð-
mundsdóttur, línumanni
Gróttu/KR. „Hún er ung, stór og
sterk og hefur alla burði til að
verða frábær leikmaður. Ég tel að
hún gæti spilað í norsku eða
dönsku deildinni en vandamálið
fyrir hana er að það er nóg til af
línumönnum hér í Noregi og því
leita lið frekar út fyrir landstein-
ana að skyttum. Ég er hins vegar
viss um að hún mun fara út á
næstunni því það er nauðsynlegt
fyrir hana. Hún verður að spila á
móti þeim bestu til að taka fram-
förum og það á auðvitað við um
alla leikmenn íslenska landsliðs-
ins,“ sagði Þórir.
oskar@frettabladid.is
SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > ÞÓRIR HERGEIRSSON
Ég er kominn með
norska konu og við
erum búin að koma okkur
vel fyrir hér, starfið er
fjölbreytt og skemmtilegt og
á meðan svo er þá er engin
ástæða til að breyta því.
,,
ÞÓRIR HERGEIRSSON
Handboltaþjálfarinn sem
haldið hefur til í Noregi
undanfarin tuttugu ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANNA