Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 52
40 26. mars 2005 LAUGARDAGUR Bækur hafa frá upphafi þótt við- eigandi fermingargjafir og bók reyndar einn af fylgihlutum fermingarskartsins, sem er sálmabók í hendi. Ekkert lát er á vinsældum bóka til fermingar- gjafa og þykja þær enn verðugt veganesti þegar barnæskunni sleppir. „Í raun er athyglisvert hve bækur ná að halda sínu, mið- að við æ stórtækari fermingar- gjafir,“ segir Þorgerður E. Sig- urðardóttir bókmenntafræðingur og vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. „Þorri þeirra sem velja bækur til gjafa eru þeir sem þekkja fermingarbarnið minnst, því nánustu aðstandendur eyða orðið mun stærri upphæðum í fermingargjafir.“ Auglýsingar í fermingarpakkana Þorgerður segir bókargjöf í senn vera viðráðanlega og veglega gjöf, en algengt andvirði bóka í fermingarpakka er fjögur til tíu þúsund krónur. „Dýrari bækur fara líka og ýmis ritsöfn eins og Íslendinga- sögurnar. Orðabækur eru sívin- sælar og sennilega söluhæstar ef þær væru teknar saman, en úr- valið er svo mikið að einstaka orðabók nær ekki inn á metsölu- lista. Af söluhæstu bókum til fermingargjafa nú eru Vísinda- bókin, Íslandssaga A til Ö, Sögu- atlas, Íslenskur stjörnuatlas og Orð í tíma töluð, sem geymir fleyg orð og setningar. Þá seljast afmælisdagabækur alltaf í kring- um fermingar,“ segir Þorgerður og nefnir einnig erlendar útgáfur orða- og fræðibóka. „Erlendar bækur eru í æ meira mæli að stimpla sig inn hjá Ís- lendingum, bæði til gjafa og eigin nota. Þekkt orðabókamerki eins og Oxford þykja ekki síður virðu- leg í fermingarpakkana.“ Séu sölulistar orðabóka skoð- aðir selst ensk-íslensk mest og þar á eftir íslensk orðabók og dönsk-íslensk. Tölvuorðabækur, sem seldust grimmt til ferming- argjafa í fyrra seljast eitthvað minna nú. „Útgáfurnar hafa ekki auglýst tölvuorðabækur jafn mikið og í fyrra, og slíkt helst stíft í hend- ur,“ segir Þorgerður. „Þær bækur sem eru auglýstar ná beint til kaupenda meðan aðrar gleymast. Auglýsingar Eddu á afslætti á Ís- lendingasögum, Söguatlasi, Ís- lenskri orðabók og Ritsafni Snorra Sturlusonar hafa skilað mikilli sölu og sýna að þær bækur tróna efstar á listum fyrir vikið. Auglýsingar skila sér því tví- mælalaust í pakka fermingar- barna.“ Nytsamlegar bókagjafir á uppleið Ritsafn Snorra Sturlusonar er efst á metsölulista skáldverka þessa vikuna. Á eftir koma Ís- lendingasögurnar. „Íslensk ungmenni hafa meiri áhuga á Íslendingasögum en áður, kannski sökum þess að þau hafa lesið Hringadróttinssögu og lang- ar að lesa fleiri langar, epískar sögur. Mér finnst sú þróun í góð- um farvegi. Margar af þeim bók- um sem lenda í fermingarpökkum geymast til ára þegar þroski og aldur er orðinn meiri. Þar nefni ég sígildar bókmenntir og höfuð- skáld, eins og Sjálfstætt fólk og Heimsljós Halldórs Laxness, Stórbók Þórbergs Þórðarsonar og Ljóðasafn Tómasar Guðmunds- sonar, sem virðist höfða sterkt til fólks á öllum tímum. Steinn Stein- arr hefur jafnan farið af stað yfir fermingartímann, en ekki núna. Þá seljast Passíusálmar og Spá- maðurinn alltaf vel.“ thordis@frettabladid.is ÞORGERÐUR E. SIGURÐARDÓTTIR, BÓKMENNTAFRÆÐINGUR Segir Íslendinga aðeins farna að kaupa bækur til fermingargjafa sem nýtast meira aldursskeiði fermingar- barnsins, þótt sígildar bókmenntir og ekki síst orðabækur hafi enn þá vinninginn. Bók er vegleg og góð gjöf „Það er auðvitað glæpur að stela og afskaplega mikil ókurteisi. En eins og með flesta ókurteisi er hún afsakanleg við sérstakar aðstæður.“ - Spekin og gullkornin fyrirfinnast nánast á hverri síðu bókarinnar Stóri glugginn sem er þriðja bókin Úr Bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket. baekur@frettabladid.is > Jim C ar re y Vinsældir spennusögunnar Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown hafa farið fyrir brjóstið á þeim sem ráða ríkjum í Páfagarði og þar á bæ hafa menn nú snúið vörn í sókn. Ítalska kardínálanum Tarcisio Bertone hefur verið falið að hrekja meintar lygar og staðreyndarvillur í verki Browns. Bertone er þungavigtarmaður og talinn hugsanlegur eftirmaður Jóhannesar Páls páfa þannig að það má öllum vera ljóst að Da Vinci lykillinn er litinn alvarlegum augum í Páfagarði. Bertone segir margt í bókinni minna sig á ómerkileg 19. aldar skrif til höfuðs kaþólsku kirkjunni. Erkibiskupinn óttast það að útbreiðsla bókarinnar verði til þess að fjöldi lesenda fari að taka skröksögurnar í henni alvarlega. Bertoni hafnar því einnig alfarið að kaþólska kirkjan sé kvenfjand- samleg eins og gefið er í skyn í bók Browns. Útgefandi Browns í Bandaríkjunum hefur brugðist við bægslaganginum í kardínálanum með yfirlýsingu þar sem bent er á að þær hugmyndir sem lagðar eru til grundvallar spennandi söguþræði bókarinnar hafi verið á kreiki öldum saman og Brown hafi einungis gert sig sekan um að vinna úr þeim í skáldverki. Útgefandinn sagðist jafnframt virða kardínálann og Páfagarð fyrir viðleitni sína til að leiðrétta möguleg- ar staðreyndavillur í bókinni. Da Vinci lykillinn hefur þegar komið út innbundin og í kilju á íslensku og selst eins og heitar lummur og í maí er væntanleg sérstök myndskreytt útgáfa bókarinnar. > Bók vikunnar ... HULDUSLÓÐ eftir Lizu Marklund Sænski spennu- sagnahöfundurinn Liza Marklund hefur getið sér gott orð fyrir magnaðar saka- málasögur sínar um blaðakonuna Anniku Bengtsson. Huldu- slóð er fyrsta bók Lizu og Annika kemur þar ekki við sögu enda um sannsögulegt verk að ræða. Liza segir hér frá sænskri konu sem er ofsótt af barnsföður sínum. Frægasta velferðarkerfi í heimi bregst henni og hún getur enga björg sér veitt. Hulduslóð er því sannkölluð spennusaga þó við- fangsefnið sé raunverulegt og grafalvarlegt. Þetta er átakanleg bók um heimilisofbeldi sem á erindi við okkur öll og er svo spennandi að hún er lesin í einum rykk. Full búð af glæsilegum sumarfatnaði á stráka og stelpur, allt frá 68 -164. Glæsilegur sumarfatnaður á börnin! Opnunartími: Þriðjudaga til fimmtudaga 16:00 – 18:00 Laugardaga 12:00 – 16:00 Erum einnig með eldri fatnað á mjög góðum afslætti - aðeins 3 verð í gangi. Aðeins 599 kr. Stærra og flott ara blað - Sam a verð 599 kr. 5 690691 2000 08 12. tbl. 67. árg., 23. mars 2005. f~™à•á~tÇ Goran Micic einkaþjálfari Biðlistar á námskeiðin Krúttlegt páska- skraut Holl ráð fyrir stefnu- mótin Hjónin Ruth Reginalds og Fannar Gauti Dagbjartsson Stendur með sinni konu! Vikan á léttu nótunum Öðruvísi páskamatur Allt sem þú vissir ekki ... Rannveig Rist Ertu feimin? Það er hægt að vinna bug á því Sumarklippingin Flottar línur!Litrík og flott 00 Vikan12. tbl.'05-1 11.3.2005 15:52 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ný og fersk í hv erri viku BÆKUR: ERU ENN GJALDGENGAR FERMINGARGJAFIR Bókaútgáfan Bjartur hefur stofnað nýtt útgáfu- fyrirtæki sem heitir Traktor og hefur jafnframt ráðið Eirík Örn Nordahl sem útgáfustjóra þess. Í tilkynningu frá Bjarti segir meðal annars: „Traktor er ný útgáfa af foreldri Bjarts sem beitt verður fyrir ferskustu bókmenntalega óknytti og skelmisbrögð íslenskra sem erlendra höfunda, með sérstakri áherslu á nýliða í stéttinni, þar sem plægðir verða akrar hins ókunna og skemmtilega, hins hlægilega svartsýna og kauðslega fima.“ Höfuðstöðvar Traktors verða á Ísafirði en Eiríkur Örn telur það við hæfi þar sem það megi sjá „á umferðarskiltum víðs vegar um Reykjavíkur- borg að þar er traktoraumferð illa séð nær öll- um stundum. Á Ísafirði eru traktorar hins vegar aufúsugestir á malbikinu, allan liðlangan sólar- hringinn,“ segir Eiríkur og bætir því við að það liggi beint við að traktorsstjórinn sé Ísfirðingur. Traktor ryður nýliðum braut EIRÍK ÖRN NORDAHL Mun stýra útgáfufyrirtækinu Traktor frá Ísafirði enda kemur vart annað til greina þar sem traktorar eru illa séðir í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu. Páfinn hjólar í Dan Brown
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.