Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.03.2005, Blaðsíða 54
■ ■ TÓNLEIKAR  16.30 Ljóðalög verða sungin og raf- tónlist flutt í félagsheimilinu Kirkju- hvoli á Kirkjubæjarklaustri. Höfundur tónlistarinnar er Guðmundur Óli Sigurgeirsson, og hefur hann samið hana við ljóð eftir Finn Torfa Hjör- leifsson.  17.00 Alexandra Chernyshova sópran og Zbigniew Zuchowicz píanóleikari halda tónleika í Glerár- kirkju til styrktar RKÍ. Á efnisskrá verða m.a. aríur úr óperum, óperettum og kantötum ásamt rómantískum lögum.  Hljómsveitin Shadow Parade heldur tónleika á Hótel Örk í Hveragerði. ■ ■ OPNANIR  14.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Hanna Hlíf og Dögg Stefánsdóttir opna nýtt gallery á Akureyri, Gallerí BOX, að Kaupvangstræti 10. Á fyrstu sýningunni sýnir Aðalheiður Ey- steinsdóttir myndbandsverk og skúlptúr. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Dans á Rósum frá Vest- mannaeyjum spilar í Vélsmiðjunni á Akureyri.  Brimkló leikur á Players í Kópavogi.  Dj Þröstur 3000 á Sólon.  Hljómsveitin Papar skemmtir ásamt Páli Óskari á Sjallanum, Akureyri.  Dansleikur með Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar í Klúbbnum við Gullinbrú.  Atli skemmtanalögga og Erpur sjá um stuðið á Kaffi Akueyri.  Hljómsveitin Á móti sól skemmtir í Hvíta húsinu, Selfossi.  Hljómsveitin SÍN leikur á Ránni í Keflavík. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd efna til léttrar göngu- ferðar. Farið verður frá Strætisvagna- skýlinu í Mjódd. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Listahátíðin Gaman í Gilinu verður haldin í Grófargilinu á Akur- eyri með fjölmörgum tónlistarvið- burðum og myndlistarsýningum. Há- tíðin stendur til miðnættis. Líklega verður hvergi á landinu meira að gera í menningargeiran- um í dag en á Akureyri. Þar verður haldin listahátíðin „Gaman í gilinu“ sem er hátíð í listum ungs fólks og fer fram í Grófargilinu, öðru nafni Listagilinu, í dag. Dagskráin hefst klukkan tvö og stendur til miðnættis með fjöl- mörgum tónlistarviðburðum og myndlistarsýningum. Upphafið að þessari hátíð má rekja til þess að í febrúar síðast- liðnum stofnaði hópur áhuga- manna um tónlistarhald á Akur- eyri félagsskap sem kallar sig Stjarna.g og stóð fyrir pönktón- leikum í febrúar með hljómsveit- unum Vonbrigðum, Ælu og Bacon. „Meiningin er að standa fyrir mánaðarlegum uppákomum af því tagi yfir allt árið og svo verði þessi hátíð í samvinnu við aðila í Gilfélaginu árlegur viðburður,“ segir Gunnar Jóhannesson, aðal- skipuleggjandi hátíðarinnar. „Það hefur alltaf verið mikil gróska í tónlistarlífi í Gilinu og hópur af ungu fólki hefur tekið ástfóstri við staði eins og Kaffi Karólínu. Þarna hefur myndast kjarni af ungu fólki sem hefur leitað út fyrir landsteinana og síð- an komið heim aftur. Við ætlum að notfæra okkur krafta þeirra og vekja um leið athygli á þessari starfsemi sem fram fer í Gilinu.“ Klukkan tvö verða opnaðar þrjár myndlistarsýningar, en klukkutíma síðar verða tónleikar í Listasafninu á Akureyri þar sem Gunnlaugur Lárusson, fyrrver- andi gítarleikari í Brain Police, flytur nýtt orgelverk eftir sig. Í Ketilhúsinu verða tónleikar klukkan 16 með saxófónakvartett- inum Saxófrón, sem er skipaður þeim Vigdísi Klöru Aradóttur á sópransaxófón, Teiti Birgissyni á altsaxófón, Wolfgang Frosta Sahr á tenórsaxófón og Guido Bäumer á baritónsaxófón. Á sama stað hefjast síðan aðrir tónleikar klukkan 17.30 með alþjóðlega djasstríóinu Tread, sem er skipað Svisslendingnum Matt Cowan á tenór- og baritón- saxófóna, Akureyringnum Róbert Reynissyni á gítar og New York- búanum Sergio Beresovski á trommur. „Síðan á að slútta þessu með góðum tónleikum þar sem hljóm- sveitirnar Leaves og Tenderfoot troða upp.“ Tenderfoot fagnar um þessar mundir útgáfu á sinni fyrstu smá- skífu hjá hljómplötufyrirtækinu One Little Indian, en Leaves undirbýr nú tónleikaferð um Bretlandseyjar. ■ 42 26. mars 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... ljósmyndasýningunni FLORA sem ljósmyndarinn Jirí Hroník opnar á Thorvaldsen í dag. Ljós- myndirnar eru á striga og vísar Jirí í náttúruna og nálgast viðfangs- efnið á sérstæðan hátt. ... tónleikum þeirra Páls Óskars og Moniku Abendroth hörpuleikara á Hótel Örk í Hvera- gerði á annan í páskum. ... tónleikum Gunnars Kvaran sellóleikara í Salnum í Kópavogi á miðvikudag og sunnudag, þar sem hann flytur allar sex selló- svítur Bachs. Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri í dag ásamt píanóleikaranum Zbigniew Zuchowicz. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Mozart, Rachmaninoff, Verdi, Tsjaíkovskí, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson, bæði aríur úr óperum, óperettum og kantötum ásamt rómantískum lögum. Alexandra Chernyshova er fædd í Kíev í Úkraínu og var meðal annars fastráðin sem einsöngvari við Óperuna í Kíev áður en hún fluttist til Íslands í október árið 2003. Zbigniew Zuchowicz er skólastjóri tónlistar- skólans á Vopnafirði. Hann er ættaður frá Pól- landi en hefur verið búsettur hér á landi und- anfarin ár ásamt fjölskyldu sinni. Tónleikarnir eru þeir fjórðu sem þau halda í þessum mánuði. Hinir þrír tónleikarnir voru á Vopnafirði, Bakkafirði og Egilsstöðum. Þeir eru haldnir til styrktar Rauða krossi Ís- lands og hefjast klukkan 17 í Glerárkirkju. Kl. 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjar- bíói í Hafnarfirði eina af þekktari mynd- um ástralska leikstjórans Peter Weir og jafnframt þá fyrstu sem hann gerði í Ameríku, The Witness eða Vitnið, með Harrison Ford og Kelly McGillis. menning@frettabladid.is Sópransöngur í Glerárkirkju TENDERFOOT Tónleikar með hljómsveit- unum Leaves og Tenderfoot verða undir lok mikillar listaveislu ungs fólks á Akureyri í dag. Gaman í Gilinu ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Laugardagur MARS STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning Su 3/4 kl 14 - Aukasýning Lokasýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Í dag kl 15 - UPPSELT, í kvöld kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Fö 1/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Fi 31/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 - Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Fö 1/4 kl 20 Síðasta sýning ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 31/3 kl 20 Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT, Su 3/4 kl 20 - AUKASÝNING, Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar ■ MENNINGARHÁTÍÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.