Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 54
■ ■ TÓNLEIKAR
16.30 Ljóðalög verða sungin og raf-
tónlist flutt í félagsheimilinu Kirkju-
hvoli á Kirkjubæjarklaustri. Höfundur
tónlistarinnar er Guðmundur Óli
Sigurgeirsson, og hefur hann samið
hana við ljóð eftir Finn Torfa Hjör-
leifsson.
17.00 Alexandra Chernyshova
sópran og Zbigniew Zuchowicz
píanóleikari halda tónleika í Glerár-
kirkju til styrktar RKÍ. Á efnisskrá verða
m.a. aríur úr óperum, óperettum og
kantötum ásamt rómantískum lögum.
Hljómsveitin Shadow Parade heldur
tónleika á Hótel Örk í Hveragerði.
■ ■ OPNANIR
14.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir,
Hanna Hlíf og Dögg Stefánsdóttir
opna nýtt gallery á Akureyri, Gallerí
BOX, að Kaupvangstræti 10. Á fyrstu
sýningunni sýnir Aðalheiður Ey-
steinsdóttir myndbandsverk og
skúlptúr.
■ ■ SKEMMTANIR
Hljómsveitin Dans á Rósum frá Vest-
mannaeyjum spilar í Vélsmiðjunni á
Akureyri.
Brimkló leikur á Players í Kópavogi.
Dj Þröstur 3000 á Sólon.
Hljómsveitin Papar skemmtir ásamt
Páli Óskari á Sjallanum, Akureyri.
Dansleikur með Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar í Klúbbnum við
Gullinbrú.
Atli skemmtanalögga og Erpur sjá
um stuðið á Kaffi Akueyri.
Hljómsveitin Á móti sól skemmtir í
Hvíta húsinu, Selfossi.
Hljómsveitin SÍN leikur á Ránni í
Keflavík.
■ ■ ÚTIVIST
11.00 Sjálfboðaliðasamtök um
náttúruvernd efna til léttrar göngu-
ferðar. Farið verður frá Strætisvagna-
skýlinu í Mjódd.
■ ■ SAMKOMUR
14.00 Listahátíðin Gaman í Gilinu
verður haldin í Grófargilinu á Akur-
eyri með fjölmörgum tónlistarvið-
burðum og myndlistarsýningum. Há-
tíðin stendur til miðnættis.
Líklega verður hvergi á landinu
meira að gera í menningargeiran-
um í dag en á Akureyri. Þar
verður haldin listahátíðin „Gaman
í gilinu“ sem er hátíð í listum ungs
fólks og fer fram í Grófargilinu,
öðru nafni Listagilinu, í dag.
Dagskráin hefst klukkan tvö
og stendur til miðnættis með fjöl-
mörgum tónlistarviðburðum og
myndlistarsýningum.
Upphafið að þessari hátíð má
rekja til þess að í febrúar síðast-
liðnum stofnaði hópur áhuga-
manna um tónlistarhald á Akur-
eyri félagsskap sem kallar sig
Stjarna.g og stóð fyrir pönktón-
leikum í febrúar með hljómsveit-
unum Vonbrigðum, Ælu og Bacon.
„Meiningin er að standa fyrir
mánaðarlegum uppákomum af
því tagi yfir allt árið og svo verði
þessi hátíð í samvinnu við aðila í
Gilfélaginu árlegur viðburður,“
segir Gunnar Jóhannesson, aðal-
skipuleggjandi hátíðarinnar.
„Það hefur alltaf verið mikil
gróska í tónlistarlífi í Gilinu og
hópur af ungu fólki hefur tekið
ástfóstri við staði eins og Kaffi
Karólínu. Þarna hefur myndast
kjarni af ungu fólki sem hefur
leitað út fyrir landsteinana og síð-
an komið heim aftur. Við ætlum
að notfæra okkur krafta þeirra og
vekja um leið athygli á þessari
starfsemi sem fram fer í Gilinu.“
Klukkan tvö verða opnaðar
þrjár myndlistarsýningar, en
klukkutíma síðar verða tónleikar í
Listasafninu á Akureyri þar sem
Gunnlaugur Lárusson, fyrrver-
andi gítarleikari í Brain Police,
flytur nýtt orgelverk eftir sig.
Í Ketilhúsinu verða tónleikar
klukkan 16 með saxófónakvartett-
inum Saxófrón, sem er skipaður
þeim Vigdísi Klöru Aradóttur á
sópransaxófón, Teiti Birgissyni á
altsaxófón, Wolfgang Frosta Sahr
á tenórsaxófón og Guido Bäumer
á baritónsaxófón.
Á sama stað hefjast síðan aðrir
tónleikar klukkan 17.30 með
alþjóðlega djasstríóinu Tread,
sem er skipað Svisslendingnum
Matt Cowan á tenór- og baritón-
saxófóna, Akureyringnum Róbert
Reynissyni á gítar og New York-
búanum Sergio Beresovski á
trommur.
„Síðan á að slútta þessu með
góðum tónleikum þar sem hljóm-
sveitirnar Leaves og Tenderfoot
troða upp.“
Tenderfoot fagnar um þessar
mundir útgáfu á sinni fyrstu smá-
skífu hjá hljómplötufyrirtækinu
One Little Indian, en Leaves
undirbýr nú tónleikaferð um
Bretlandseyjar. ■
42 26. mars 2005 LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF…
... ljósmyndasýningunni FLORA
sem ljósmyndarinn Jirí Hroník
opnar á Thorvaldsen í dag. Ljós-
myndirnar eru á striga og vísar Jirí
í náttúruna og nálgast viðfangs-
efnið á sérstæðan hátt.
... tónleikum þeirra Páls
Óskars og Moniku Abendroth
hörpuleikara á Hótel Örk í Hvera-
gerði á annan í páskum.
... tónleikum Gunnars Kvaran
sellóleikara í Salnum í Kópavogi á
miðvikudag og sunnudag, þar
sem hann flytur allar sex selló-
svítur Bachs.
Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova
heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri í dag
ásamt píanóleikaranum Zbigniew Zuchowicz.
Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir
Mozart, Rachmaninoff, Verdi, Tsjaíkovskí,
Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson, bæði
aríur úr óperum, óperettum og kantötum
ásamt rómantískum lögum.
Alexandra Chernyshova er fædd í Kíev í
Úkraínu og var meðal annars fastráðin sem
einsöngvari við Óperuna í Kíev áður en hún
fluttist til Íslands í október árið 2003.
Zbigniew Zuchowicz er skólastjóri tónlistar-
skólans á Vopnafirði. Hann er ættaður frá Pól-
landi en hefur verið búsettur hér á landi und-
anfarin ár ásamt fjölskyldu sinni.
Tónleikarnir eru þeir fjórðu sem þau halda í
þessum mánuði. Hinir þrír tónleikarnir voru á
Vopnafirði, Bakkafirði og Egilsstöðum.
Þeir eru haldnir til styrktar Rauða krossi Ís-
lands og hefjast klukkan 17 í Glerárkirkju.
Kl. 16.00
Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði eina af þekktari mynd-
um ástralska leikstjórans Peter Weir og
jafnframt þá fyrstu sem hann gerði í
Ameríku, The Witness eða Vitnið, með
Harrison Ford og Kelly McGillis.
menning@frettabladid.is
Sópransöngur í Glerárkirkju
TENDERFOOT Tónleikar með hljómsveit-
unum Leaves og Tenderfoot verða undir
lok mikillar listaveislu ungs fólks á Akureyri
í dag.
Gaman í Gilinu
!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
23 24 25 26 27 28 29
Laugardagur
MARS
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar
Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20,
Lau 30/4 kl 20
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning
Su 3/4 kl 14 - Aukasýning
Lokasýningar
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana.
Í dag kl 15 - UPPSELT,
í kvöld kl 20
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Fö 1/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall
Í samstarfi við LA.
Fi 31/3 kl 20, Su 3/4 kl 20
- Ath: Miðaverð kr. 1.500
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við
Hið lifandi leikhús.
Fö 1/4 kl 20
Síðasta sýning
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Fi 31/3 kl 20
Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT,
Su 3/4 kl 20 - AUKASÝNING,
Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20
Síðustu sýningar
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
- UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Börn 12 ára og yngri fá frítt
í Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
■ MENNINGARHÁTÍÐ