Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 55

Fréttablaðið - 26.03.2005, Page 55
LAUGARDAGUR 26. mars 2005 43 KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Upplyfting með dansleik í kvöld ■ ■ TÓNLEIKAR  Mannakorn spila á Græna hattinum á Akureyri.  Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein spila og syngja á Græna hattinum á Akureyri. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Dans á Rósum frá Vest- mannaeyjum spilar í Vélsmiðjunni á Akureyri.  Dúettinn Acoustics verður á Ara í Ögri.  Dj Svali á Sólon.  Hljómsveitin Quarashi ásamt Gísla Galdri í Sjallanum, Akureyri.  Hljómsveitin Ég spilar á Celtic Cross  Dj Nonni 900 á Pravda.  Atli skemmtanalögga og Erpur sjá um stuðið á Kaffi Akueyri. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Dagný Þórunn Jónsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzó- sópran og Frank Kristinn Herlufsen píanóleikari flytja Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur úr óratoríum eftir Bach í Grindavíkurkirkju. Aðgangur ókeypis.  17.00 Páll Óskar og Monika Abendroth hörpuleikari halda tón- leika á Hótel Örk í Hveragerði. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. „Við erum vön hjá Wagnerfélag- inu að safnast saman um páskana og horfa á óperuna Parsifal af myndbandi,“ segir Selma Guðmundsdóttir hjá Wagnerfé- laginu á Íslandi. „Þar sem félagið er að verða tíu ára erum við þó löngu búin að klára að horfa á þessar fimm til sex upptökur sem gefnar hafa verið út í heiminum og farin að horfa á þær í annað sinn eða jafnvel þriðja.“ Vel bar því í veiði þegar félags- menn fréttu af því að Sjónvarpið ætli að sýna glænýja upptöku af Parsifal á annan í páskum. Byrjað verður klukkan tólf með klukku- tíma kynningarþætti og síðan verður óperan sýnd í heild sinni frá klukkan 13.15, samfleytt í fjóra tíma. Parsifal er síðasta ópera Wagners, frumflutt í Bayreuth undir leiðsögn hans sjálfs árið 1882. Óperan er jafnframt eitt tor- skildasta eða óræðasta verk tón- skáldsins. Engu að síður er ein grunnhugmynd verksins að frels- un mannsins fáist aðeins fyrir þjáningu, sjálfsafneitun og fórn. Þessi sýning er samvinnuverk- efni Óperunnar í Baden-Baden í Þýskalandi við ENO í London og óperuna í Chicago og það er hinn víðfrægi leikstjóri Nikolaus Lehnhoff sem leikstýrir henni. Fyrir upptökurnar valdi Lehnhoff einvalalið söngvara, en meðal þeirra eru Chris Ventris í titilhlut- verkinu, Thomas Hampson, Matti Salminen, Waltraud Meier, Tom Fox og Íslendingurinn Bjarni Thor Kristinsson. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Sunnudagur MARS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Laugardagur MARS ■ TÓNLIST Glænýr Parsifal á skjánum ÚR ÓPERUNNI PARSIFAL Wagner-aðdáendur á Íslandi fagna ákaft að ný upptaka af óperunni Parsifal verður sýnd í sjónvarpinu á annan í páskum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.