Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.03.2005, Qupperneq 62
50 26. mars 2005 LAUGARDAGUR 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Einn og hálfur ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S R O L 26 34 2 0 2/ 20 05 Rapphljómsveitin Quarashi ætlar að leggja upp í ferðalag um pásk- ana og spila á tveimur tónleikum í sjálfum Sjallanum þann 27. mars. Sölvi Blöndal, trommari og aðal- sprauta sveitarinnar, segist ekki hafa neina hugmynd um það hvernig honum lítist á að fara norður. „Við höfum ekki spilað á tónleikum úti á landi í fimm eða sex ár,“ segir hann. Fyrir mið- nætti spilar hljómsveitin fyrir sextán ára og yngri en eftir mið- nætti fyrir eldri kynslóðina. „Við viljum spila fyrir alla, mismunum ekki fólki eftir kyni og aldri.“ Sölvi gefur þó lítið fyrir að þetta sé sveitaball. „Þau eru dauð,“ segir hann ákveðinn. Ekki nóg með að sveitin ætli að blása í herlúðra norðan heiða heldur er hún búin að koma sér vel fyrir í sjöunda sæti HMV- listans í Japan. Nýjasta afurð Quarashi, Guerilla Disco, kom út í byrjun þessa mánaðar þar í landi. „Verð ég þá ríkur?“ spyr Sölvi og fréttirnar koma honum þægilega á óvart. „Ég er reyndar miklu ánægðari með þessa útgáfu sem við gáfum út í Japan en hérna heima.“ Hann segist þó ekkert vita hvenær þessum góða árangri verði fylgt eftir. Hann og Ómar séu önnum kafnir í námi. „Það verður bara einn dagur tekinn í einu.“ Síðustu árin hafa verið um- hleypingasöm í lífi hljómsveitar- innar og tveir meðlimir hafa sagt skilið við sveitina, nú síðast Steini fyrir skömmu. Sölvi segir þetta einfaldlega hluta af þeirri þróun sem hann hafi haft í huga, nýtt blóð og ferskir vindar. Það eru 6 ár síðan Steini var seinast með í Quarashi lagi og ekki nema eðli- legt að hann þreifi fyrir sér á öðr- um vettvangi. „Það hefur verið ný uppstilling í hvert skipti á hverri einustu Quarashi plötu og þannig vil ég hafa það. Mér finnst Ómar og Tiny líka vera bestu textasmið- irnir hér á landi og þó víðar væri leitað,“ segir Sölvi og tekur fram að skilnaðurinn hafi farið fram í mesta bróðerni. „Það var enginn grátur og gnístran tanna.“ Sjálfur segist Sölvi vera að leita sér að pönkbandi til þess að spila með. „Ég er orðinn alltof mjúkur trommari og vantar útrás, blóð og svita. Ég væri alveg til í að spila í pönkbandi þar sem ég ræð engu,“ segir hann og hlær góð- látlega, á hlaupum út úr Bókhlöð- unni eftir að hafa setið sveittur yfir námsbókunum. freyrgigja@frettabladid.is Quarashi: Sækir í sig veðrið í Japan og herjar um leið á Akureyri Sveitaböllin eru dauð QUARASHI SPILAR Í SJALLANUM UM PÁSKANA Við höfum ekki spilað úti á landi í fimm eða sex ár. Stór og klunnaleg armbönd eru svakalega heit núna.Helst eiga þau að vera mörg saman og jafnvel í mörgum litum. Tré-armböndin eru þó heitust og gott er ef þau eru eilítið safaríleg. Svona armbönd passa gríðar- lega vel með munstruðum flíkum og eru tilvalin til þess að krydda upp í látlausum fatnaði. Litlir jakkar. Takið stefnuna í krakka-deildina. Jakkarnir eiga allavega að líta út eins og þeir séu ætlaðir fyrir krakka. Stuttar ermar og stuttir búkar. Taka skal fram að ætlunin er hvorki að sýna beran malla eða bak og því nauðsyn- legt að klæðast einhverjum smart bol innan undir. Rósamunstur. Stórt munstur, smágertmunstur, litríkt eða í jarðlitum. Það skiptir engu máli. Svo lengi sem það er blómamunstur þá virkar það. Þetta er stór- kostleg tíska fyrir vorið og sumarið og að sjálfsögðu er engin kona með viti sem fílar ekki blómamunstur. Ugg stígvélin. Þessi skófatnaður er ekta bóla semgrasserar í nokkra mánuði og springur svo með lát- um. Einu sinni var þetta flott og Sienna Miller var voða sæt í Ugg stígvélunum sínum í fyrra. En hún og allar aðrar tískugellurnar eru búnar að henda sínum loðstíg- vélum í ruslið og það ættum við hin líka að gera. Þetta er hryllingur núna og ekkert annað. Munntóbak. Þetta er álíka hallærislegt og aðreykja og bæði heilsuspillandi og viðbjóðslegt. Bólgin vör er ekkert sjarmerandi og heldur ekki krabbamein í munni. Flestum konum finnst líka karl- menn sem eru með í vörinni frekar fráhrindandi og subbulegir. Útivistarfatnaður er ágætur til brúks þegar stund-uð er útivist, fjallganga, hjólreiðar og þess háttar. En utan þess er hann alls ekkert ágætur og síður en svo smart. Geymið skærlitu vindjakkana, buxurnar og húfurnar upp í skáp dagsdaglega og alls ekki taka það fram fyrr en útivistarplön eru í augsýn. INNI ÚTI ... fær Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, fyrir að ganga til daglegra starfa klæddur einkennisbúningi í stíl við undirmenn sína í varðskipa- flotanum. HRÓSIÐ Íslenska lagið „If I Had Your Love“ mun gera góða hluti í Kænugarði eftir tæpa tvo mánuði ef eitthvað er að marka spár veð- bankans Big Poll. Þar er Íslandi spáð fyrsta sæti í forkeppninni. Tíu lög komast áfram í aðalkeppn- ina og meðal þeirra sem veðbank- inn spáir að sitja muni eftir eru frændur vorir Danir en lagi þeirra er ekki spáð mikilli velgengni og hafnar einungis í 21. sæti. Norð- menn komast áfram ef marka má spár veðbankans en Finnar kom- ast ekki í lokakeppnina en þeim er spáð sætinu sem áður var í einka- eigu Íslands, 16. sæti. Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovision-sérfræðingur og fyrr- verandi fulltrúi Íslands í keppn- inni, taldi að ekki mætti taka slíkar spár of alvarlega. „Þetta er bara hluti af þessari spennu og stuðinu.“ Hann sagði þetta þó vera góða vísbendingu um ágæti lagsins. Páll var sjálfur búinn að heyra lögin frá hinum Norðurlöndunum og segir danska lagið alveg glatað. „Norska lagið er hins vegar algjör snilld, svona Bon Jovi slagari og ég spái þeim mjög ofarlega, bæði í forkeppninni og aðalkeppninni.“ Páll segist líka vera bjartsýnn fyrir hönd Selmu. „Hún er ein- faldlega svo mikill sviðskraftur og lagið er grípandi. Það er ein- faldlega það sem þarf til í þessari keppni.“ Hann gaf lítið út á að lagið væri stolið. „ Þegar þú hefur þrjár mínútur til þess að heilla þrjú hundruð milljónir þar sem meirihluti áhorfenda er að sjá lagið í fyrsta skipti er allt í lagi að vísað er til annars lags.“ ■ „IF I HAD YOUR LOVE“ GERIR ÞAÐ GOTT Íslenska Eurovision-lagið er greinilega búið að skjóta sér inn í hjörtu veðbankans Big Poll sem spáir því fyrsta sæti. Ísland í fyrsta sæti Lárétt: 1 vala,5ill,6ei,7tt,8örg,9 lygn,10au,12æja,13ups,15að,16 spil,18náir. Lóðrétt: 1vitlausi,2alt,3ll,4tignaði,6 ergja, 8öyæ,11upp,14sin,17lá. 1. sæti: Ísland 2. sæti: Holland 3. sæti: Sviss 4. sæti: Ungverjaland 5. sæti: Ísrael Lárétt: 1 steinn, 5 reið, 6 ekki, 7 tveir eins, 8 ergileg, 9 ládauð, 10 tvíhljóði, 12 kveinka sér, 13 þakskegg (eldra orð), 15 til, 16 leikur, 18 komist. Lóðrétt: 1 rangi, 2 raddtegund, 3 tveir eins, 4 dýrkaði, 6 skaprauna, 8 aftarlega, en ekki í röð, 11 stefna, 14 bandvefur, 17 hvíldist. LAUSN SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.