Fréttablaðið - 10.04.2005, Page 6

Fréttablaðið - 10.04.2005, Page 6
6 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR Víkingahátíðir á Akureyri og í Hafnarfirði: Bæjarstjórinn á Akur- eyri fær víkingatign SKEMMTUN Einstaklingar á Akur- eyri hafa hug á að halda fjölþjóð- lega víkingahátíð í bænum í júní, svo fremi að fjármögnun gangi eftir. Kostnaðurinn er um fimm milljónir króna og hefur bæjarráð Akureyrar ákveðið að styrkja hátíðina með 400 þúsund króna framlagi. Stefnt er á að 50 til 60 víkingar, innlendir og erlendir, komi til Akureyrar og efni til bar- daga að fornum hætti, auk þess sem þeir munu sýna járn- og silf- ursmíði. Hugmyndin er að Víkinga- hátíðin á Akureyri verði haldin helgina eftir að Hafnfirðingar blása til sinnar árlegu víkinga- hátíðar. Jóhannes Viðar Bjarna- son, framkvæmdastjóri Fjöru- kráarinnar í Hafnarfirði, segist vona að Akureyringar nái að tryggja fjármögnun svo hægt verði að halda hátíðina á Akur- eyri. „Gangi það eftir munu há- tíðarnar styrkja hvor aðra í framtíðinni og fjármögnun beggja verður auðveldari. Á Sól- stöðuhátíð Víkinga í Hafnarfirði í sumar ætla ég að gera bæjar- stjórann á Akureyri að heiðurs- víkingi, enda eru Akureyringar og Hafnfirðingar í góðu vinabæj- arsambandi,“ segir Jóhannes. - kk Þrjátíu foreldrar ræddu stöðuna í grunnskólum borgarinnar: Þokkalega sáttir SKÓLAMÁL Þeir þrjátíu foreldrar grunnskólabarna, sem mættu á fund SAMFOKS og formanns menntaráðs eru þokkalega sáttir við aðgerðir grunnskóla og borg- aryfirvalda sem bæta eiga grunn- skólabörnum sjö vikna verkfall grunnskólakennara, segir Berg- þóra Valsdóttir, framkvæmda- stjóri SAMFOKS. Það þýði ekki að þeir séu ánægðir en óánægja sé heldur ekki mikil. „Foreldrarnir gerðu sér allir grein fyrir því að það væri ekki auðvelt að keyra stífa áætlun til að bæta börnunum þá kennslu sem þau urðu af. Bæði þurfti að taka tillit til vilja kennara og þeirra fjármuna sem settir voru í verkefnið,“ segir Bergþóra: „Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að bæta að fullu þann skaða sem verkfallið olli en tilraunir hafa verið gerðar til að gera hið besta úr þessu.“ Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, segir foreldra á fundinum hafa verið jákvæða á hvernig til hafi tekist í grunnskól- um borgarinnar. Foreldrar vilji flestir gleyma verkfallinu. Þeir horfi fram á veginn. - gag Iceland International Film Festival www.icelandfilmfestival.is 7. - 30. apríl 2005 Veislan er hafin Reykjavík-Keflavík-Akureyri-Selfoss J Ó N S S O N & L E ’M A C K S SÓL Mallorca 8.000 kr. aukaafsláttur á mann. 38.578 kr. * 15. júní, 29. júní, 6. júlí og 17. ágúst á Marina Plaza eða Cala Millor Park. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherb. á Cala Millor Park í 7 nætur 29. júní Takmarkað framboð bókaðu stra x *Innifalið: Flug gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Bókaðu á netinu, það borgar sig. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér frábær tilboð til Krítar, Costa del Sol eða Portúgals á www.urvalutsyn.is Verð frá: Ætlarðu að fylgjast með brúð- kaupi Karls Bretaprins og Kamillu? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er Hemmi Gunn að standa sig í nýja sjónvarpsþættinum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 76,72% 23,28% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BERGÞÓRA VALSDÓTTIR Berþóra Valsdóttir segir þrjátíu þúsund for- eldra standa að grunnskólabörnum. Skoð- anir þeirra séu mjög misjafnar. Sumir telji að börn þeirra hafi átt að fá kennslu í frí- um og á laugardögum. Aðrir vilji ekki sleppa frítíma fjölskyldunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. EINI VÍKINGURINN Á AKUREYRI Á Jónsmessunni í sumar fjölgar víkingum á Akureyri en þá verður Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri gerður að heiðursvíkingi í Hafnarfirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K Skrúfað fyrir fjölmiðlaviðtöl Kardinálar kaþólsku kirkjunnar sem saman eru komnir í Páfagarði hafa ákveðið að tjá sig ekki opinberlega fyrr en nýr páfi hefur verið kjörinn. PÁFAGARÐUR, AP Kardinálaráð kaþ- ólsku kirkjunnar ákvað í gær að meðlimir þess skyldu hætta þegar í stað að veita nokkur fjölmiðla- viðtöl eða tjá sig opinberlega. Gildir bannið uns kardinálarnir hafa komist að niðurstöðu um það hver úr þeirra röðum muni setjast næstur á páfastól, að Jóhannesi Páli II gengnum. Kardinálarnir 130, sem saman eru komnir í Páfagarði, samþykktu einróma að skrúfa fyrir öll frekari fjölmiðlaviðtöl uns kjörfundur hefst að baki luktum dyrum Sixtínsku kapellunnar hinn 18. apr- íl, það er á mánudaginn eftir viku. Að sögn Joaquins Navarro- Valls, talsmanns Páfagarðs, er ákvörðunin „aðgerð í nafni skyn- seminnar“. Hann kynnti ákvörð- unina í gær sem beiðni til fjöl- miðlamanna að láta vera að biðja kardinálana um viðtöl. Í ítölskum fjölmiðlum voru í gær líkur leiddar að því að Joseph Ratzinger, oddviti kardinálaráðs- ins, sem hélt líkræðu Jóhannesar Páls og hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki hans, hefði átt frumkvæði að fjölmiðlabanninu. Að kardinálarnir skuli ekki veita nein viðtöl næstu daga mun þó ábyggilega ekki slá neitt á vangaveltur í fjölmiðlum um það hvernig kardinálarnir meta hvern annan og hver þeirra sé líklegast- ur til að hljóta stuðning hinna til páfadóms. Strangt til tekið er hver einasti fullorðinn kaþólskur karlmaður til þess bær að vera kjörinn páfi, en aldalöng hefð er fyrir því að kardinálarnir velji einn úr sínum hópi. Heimsathyglin beinist ekki síst að meintri togstreitu milli íhalds- samra og frjálslyndari hreyfinga innan kirkjunnar og að því hvort kardináli frá Rómönsku Ameríku eða Afríku eigi möguleika á því nú að vera útnefndur páfi. Navarro-Valls sagði að 115 kardinálar myndu sitja kjörfund- inn. Tveir kardinálar sem rétt hafa til þátttöku hafa boðað forföll, en það eru Jaime L. Sin frá Filipps- eyjum og Alfonso Antonia Suarez Rivera frá Mexíkó. Rétt til þátttöku í kjöri páfa hafa allir kardinálar sem ekki hafa náð 80 ára aldri. - aa KARDINÁLAR Nokkrir kardinálanna 115 sem kjósa munu nýjan páfa. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.