Fréttablaðið - 10.04.2005, Síða 26
8
ATVINNA
A. Agnes Gunnarsdóttir hefur
eytt talsverðum hluta af lífi
sínu á Viðskiptaháskólanum
á Bifröst og líkar vel. Nú
starfar hún þar sem verkefn-
isstjóri símenntunar og við
kynningar og almannatengsl
ásamt því að vera í meistara-
námi við skólann.
„Ég starfa jafnt við verkefnis-
stjórnun og kynningar og al-
mannatengsl. Það er rosalega
gaman og það er alltaf eitthvað
nýtt á hverjum degi. Ég er mikið í
samskiptum við eldri nemendur,
nýja nemendur og áhugasama
nemendur þannig að ég er í raun
alltaf að tala við fólk og það finnst
mér frábært,“ segir Agnes.
„Verkefnisstjórastarfið felst í
því að ég sé um öll námskeið á
Bifröst sem og að þróa og móta ný
námskeið. Mörg námskeiðin hafa
auðvitað verið mótuð áður en ég
kom til starfa en ég held áfram að
þróa þau. Þegar ég er að móta
námskeið lít ég aðallega á hvað
skólinn stendur fyrir. Í 87 ár
höfum við menntað fólk til stjórn-
unarstarfa og höfum við reynt að
þróa stjórnunarnám fyrir sjó-
menn, bankamenn og konur í
rekstri svo dæmi séu tekin. Ég
reyni að fylgja stefnu skólans og
fara ekki út fyrir hana,“ segir
Agnes sem er þá væntanleg um-
kringd framtíðar ráðamönnum
þjóðarinnar. „Jú, jú ég er um-
kringd framtíðarstjórnendum all-
an daginn. Sjálfur forsætisráð-
herra vor útskrifaðist úr gamla
skólanum þannig að þetta er
mikill fyrirmannaskóli,“ segir
Agnes og hlær dátt.
Ekki má gleyma því að Agnes
starfar líka við kynningar og al-
mannatengsl og er það ekki síður
mikilvægur þáttur af starfi skól-
ans. „Ég fer í flesta framhalds-
skóla landsins og kynni skólann.
Síðan tek ég á móti alls kyns
félögum, hópum og eldri nemend-
um og tek þá í kynningartúr um
skólann. Ég vil taka persónulega á
móti fólki og sýna því staðinn.
Síðan svara ég flestum fyrir-
spurnum sem koma frá fólki sem
er áhugasamt um námið hér á Bif-
röst,“ segir Agnes, sem líkar vel á
Bifröst. „Það hjálpast allir að hér
og það eru forréttindi að fá að
vinna þessa vinnu. Ráðamenn
leyfa mér virkilega að reyna á
mig og láta mig fá meiri ábyrgð
þannig að ég kynnist eiginlega öll-
um hliðum skólans.“
Líf Agnesar hefur svo sannar-
lega tekið stakkaskiptum eftir að
hún steig fyrst fæti inn í skólahús-
næðið á Bifröst. „Ég kom hér inn
sem einstaklingur árið 1999 og nú á
ég mann og barn eftir dvölina hér.
Þessi skóli er algjörlega búinn að
breyta lífi mínu. Ég útskrifaðist
sem viðskiptafræðingur árið 2002
og fékk þá starf sem kynningar- og
almannatengslafulltrúi með skóla.
Þá var skólinn að stækka og um 120
nemendur skráðir. Nú eru hins
vegar um 500 eða 600 í námi með
fjarnámi og símenntun þannig að
það þurfti að fjölga starfsmönnum.
Árið 2003 fór í meistaranám með
kynningar- og almannatengsla-
starfinu og síðasta haust bauðst
mér tækifæri til að vera verkefnis-
stjóri og þáði það. Þetta er rosalega
gott tækifæri og ég sé ekki eftir
því að hafa þegið það.“
lilja@frettabladid.is
Bifröst breytti lífi mínu
Margir hafa fallið fyrir því fallega umhverfi sem umlykur Viðskiptaháskólann á Bifröst en skólinn er einnig mjög virtur.
Leikskólastjórar
– Leikskólakennarar
Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við
leikskólann Heklukot á Hellu. Heklukot er nú
tveggja deilda leikskóli með aðstöðu fyrir
rúmlega 40 börn.
Fyrirliggjandi er, að ráðist verður í þróun og uppbygg-
ingu leikskólans á næstunni. Stækka þarf leikskólann
vegna aukins fjölda barna á leikskólaaldri. Þetta er
kjörið tækifæri fyrir framsækinn leikskólakennara til
þess að takast á við spennandi verkefni við þróun og
mótun leikskólastarfsins.
Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi Launa-
nefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Boð-
in er aðstoð við útvegun húsnæðis. Í reglum sveitarfé-
lagsins um hlunnindi starfsmanna, er heimild fyrir þátt-
töku stofnana þess í húsnæðiskostnaði starfsmanna.
Við röðun umsækjenda verður tekið mið af menntun,
reynslu viðkomandi af stjórnun í leikskóla og umsagna
og meðmæla frá núverandi og fyrri vinnuveitendum.
Einnig eru lausar stöður leikskólakennara. Sama gildir
um laun, kjör og aðstoð vegna húsnæðis og áður er
greint.
Hella er í 93 km. fjarlægð frá Reykjavík og býður þægindi þéttbýlisins
um leið og byggðin er í nánu sambandi við dreifbýlið. Á Hellu er öll
almenn þjónusta í 700 íbúa barnvænni byggð. Grunnskóli, leikskóli og
sund- og önnur íþróttaaðstaða er í kjarna í miðju byggðarinnar sem
þægilegt er að sækja. Hella er þéttbýliskjarni í sveitarfélaginu
Rangárþingi ytra þar sem búa 1450 íbúar.
Nánari upplýsingar veita sveitarstjórinn,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, á skrifstofu
Rangárþings ytra, Laufskálum 2 á Hellu og
í s. 487-5834 og formaður fræðslunefndar
Rangárþings ytra og Ásahrepps,
Engilbert Olgeirsson, í s. 899-6514.
Umsóknum þarf að skila fyrir 15. apríl 2005
til skrifstofu Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra.
Leikskólinn Heklukot
á Hellu auglýsir:
Sjúkraliðar.
Sjúkraliðar óskast til starfa. Starfshlutfall samkomulag.
Starfsfólk í aðhlynningu.
Starfsfólk óskast við umönnun aldraðra, í fulla vinnu svo
og í hlutastörf.
Sumarafleysingar.
Starfsfólk vantar í afleysingar í sumar.
Vinna við hjúkrun og umönnun aldraðra er dýrmæt
og góð reynsla.
Skjól er hjúkrunarheimili aldraðra þar sem hjúkrun er
veitt í hlýlegu umhverfi. Góð starfsaðstaða.
Reyklaus vinnustaður.
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Vilhjálmsdóttir
hjúkrunarforstjóri (alla@skjol.is)
virka daga í síma 522-5600
SKJÓL
Hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík
Sími 533 1020
Skeifunni 11d
Áman
Áman óskar eftir fólki með
sölumannshæfileika til starfa.
Reynsla af sölustörfum og eða reynsla af víngerð
æskileg en ekki skilyrði. Leitað er að vinnusömum
og heiðarlegum einstaklingum, sem geta unnið
sjálfstætt og hafa góða hæfni í mannlegum
samskiptum. Æskilegur aldur 30 ára og eldri.
Umsókn sendist á doddi@aman.is merkt
„Sölumaður“.
Agnesi líkar rosalega vel á Bifröst og sér
ekki eftir að hafa komið þangað.
Menn og M‡s er ört vaxandi hugbúna›arfyrirtæki sem
flróar, selur og fljónustar afbur›alausnir á svi›i DNS og
netumsjónar til margra af stærstu fyrirtækjum í heimi.
Vegna stóraukinnar eftirspurnar leitum vi› a›
framúrskarandi einstaklingi til a› ganga til li›s vi›
árangursríka rá›gjafadeild okkar.
Rá›gjöf
Starfi› felst m.a. í fer›alögum erlendis flar sem unni›
er fyrir stærstu fyrirtæki í heimi vi› uppsetningar á
vörum Manna og Músa og rá›gjöf í tengslum vi›
rekstur stórra tölvuneta. Námskei›ahaldi erlendis á
svi›i DNS (BIND, Microsoft DNS) og Active Directory.
Rá›gjafaverkefni á svi›i DNS og DHCP og
netuppsetninga.
Um er a› ræ›a einstakt tækifæri fyrir réttan a›ila.
Menntunar og hæfniskröfur:
• A.m.k. 3 ára háskólamenntun
• Mjög gott vald á ensku, skriflegri og munnlegri
• fiekking á netkerfum, s.s. DNS, DHCP
• fiekking á Microsoft AD æskileg
• fiekking á Unix æskileg
• Ögu›, sjálfstæ› og skipulög› vinnubrög›.
• fijónustulund og færni í mannlegum samskiptum
www.menandmice.com
Allar frekari uppl‡singar veitir Nathalía D. Halldórsdóttir
(nathalia@img.is). Umsóknarfrestur er til og me› 17. apríl.
Umsækjendur eru be›nir um a› sækja um starfi› á heimasí›u
Mannafls og láta flá ítarlega starfsferilskrá fylgja me› sem
vi›hengi. www.mannafl.is
M
IX
A
•
f
ít
•
5
0
5
8
3