Fréttablaðið - 10.04.2005, Page 48
Enska úrvalsdeildin
BLACKBURN–SOUTHAMPTON 3–0
1–0 Morten Gamst Pedersen (11.), 2–0 Andreas
Jakobsson, sjálfsm. (48.), 3–0 Steven Reid (55.).
BOLTON–FULHAM 3–1
1–0 Jay-Jay Okocha, víti (13.), 2–0 Kevin Nolan
(33.), 2–1 Luos Boa Morte (47.), 3–1 Stelios
Giannakopoulus (54.).
CHELSEA–BIRMINGHAM 1–1
0–1 Walter Pandiani (65.), 1–1 Didier Drogba
(82.).
MAN. CITY–LIVERPOOL 1–0
1–0 Kiki Musampa (89.).
MIDDLESBROUGH–ARSENAL 0–1
0–1 Robert Pires (73.)
PORTSMOUTH–CHARLTON 4–2
1–0 Aiyegbeni Yakubu (3.), 2–0 Steve Stone
(20.), 2–1 Jonathan Fortune (22.), 2–2 Danny
Murphy (45.), 3–2 Diomanzy Kamara (83.), 4–2
Lomana Tresor LuaLua (90.).
NORWICH–MAN. UTD 2–0
1–0 Dean Ashton (55.), 2–0 Leon McKenzie (66.).
STAÐAN
CHELSEA 32 25 6 1 62–12 81
ARSENAL 32 21 7 4 73–33 70
MAN. UTD 32 19 10 3 48–19 67
EVERTON 31 15 6 10 35–33 51
LIVERPOOL 32 15 5 12 44–32 50
BOLTON 32 14 7 11 41–36 49
MIDDLESB. 32 12 9 11 45–43 45
CHARLTON 32 12 8 12 39–48 44
TOTTENH. 31 12 7 12 38–35 43
A. VILLA 31 11 8 12 37–39 41
MAN. CITY 32 10 10 12 38–36 40
NEWCAST. 30 9 11 10 41–48 38
BIRMINGH. 32 9 10 13 32–38 37
BLACKB. 32 8 12 12 28–37 36
PORTSM. 32 9 7 16 37–51 34
FULHAM 31 9 6 16 37–51 33
SOUTH. 32 5 12 15 34–51 27
WBA 31 5 12 14 30–51 27
C. PALACE 31 6 8 17 33–50 26
NORWICH 32 4 11 17 32–63 23
Heiðar Helguson skoraði mark fyrir Watford sem
tapaði fyrir Leeds, 2–1. Brynjar Björn Gunnars-
son fór af velli á 79. mínútu.
Gylfi Einarsson sat allan tímann á varamanna-
bekknum hjá Leeds í sama leik.
Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi
Plymouth vegna meiðsla.
Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan leikinn
fyrir Leicester sem gerði jafntefli, 1–1, gegn
Brighton.
Ívar Ingimarsson fór af velli á 56. mínútu hjá
Reading sem vann Sunderland, 2–1.
LEIKIR GÆRDAGSINS
MARTRÖÐ HJÁ UNITED Tim Howard, markvröður Manchester United kemur ekki neinum vörnum við skoti frá Dean Ashton sem sést
ekki á myndinni. Ashton skoraði fyrra mark Norwich sem vann mjög óvæntan sigur á United, 2–0.
20 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR
> Við hrósum ...
... sundkappanum Jakobi
Jóhanni Sveinssyni en hann
bar sigur úr býtum í 100 metra
bringusundi á Amsterdam-
mótinu sem hófst í gær.
Anja Ríkey Jakobsdóttir
hafnaði í þriðja sæti í
100 metra
baksundi.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... Magnúsi Gunnarssyni, stórskyttu
Keflavíkurliðsins, sem hysjaði
upp um sig buxurnar í
fjórða leiknum gegn
Snæfelli í gær eftir
arfaslakan leik í
Keflavík á undan þar
sem hann skoraði
ekkert stig. Magnús fór
hamförum í gær og
skoraði 29 stig, þar af sex
þriggja stiga körfur.
Aðal frétt dagsins
Baldur eftirsóttur
Baldur Sigurðsson, sem er kominn í
raðir Völsungs á nýjan leik eftir stutta
viðdvöl hjá Þór, mun, ef að líkum lætur,
ekki staldra lengi við á Húsavík.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins
hafa FH, KR og Keflavík öll áhuga á því
að fá Baldur í sínar raðir en hann hefur
ekki enn gert upp hug sinn.
60
SEKÚNDUR
Körfubolti er... lífið.
Morgunmatur? Kaffi.
Er glasið hálffullt eða hálftómt?
Það er í uppþvottavélinni.
Átrúnaðargoð? Charles Barkley
og Tómas Holton.
Þristur eða troðsla? Þristur.
Alvöru karlmenn... spila póker.
Bestur í heimi? Eddie Vedder.
LeBron James verður.... sá besti
allra tíma.
Hvað tekurðu í bekk? 100 plús
þegar ég prófaði síðast fyrir
nokkrum árum.
Snæfell er... besta liðið á landinu.
Keflavík er... körfuboltastórveldi.
Þórunn Antonía er... skemmti-
kraftur.
Torfi bróðir er ... áhugaverður.
Siggi Ingimundar eða Bárður Ey-
þórsson? Honey Nut Cheerios og
venjulegt Cheerios er jafn gott.
Dómgæslan í úrslitaeinvíginu
hefur verið ... á öðru plani en
leikur liðanna.
Stuðningsmenn Keflavíkur eru ...
flottir töffarar.
MEÐ HLYNI
BÆRINGS
Ólöf María Jónsdóttir á Tenerife-mótinu í gær:
Lék þriðja hringinn á pari
GOLF Ólöf María Jónsdóttir,
kylfingur úr Golfklúbbnum Keili,
lék þriðja hringinn á Tenerife-
mótinu á evrópsku kvennamóta-
röðinni í golfi á pari vallarins, 72
höggum. Hún hefur því leikið
hringina þrjá á 218 höggum,
tveimur höggum yfir pari.
Ólöf María spilaði tólf holur á
pari vallarins, þrjár á fugli og
þrjár á einu höggi yfir pari. Hún
var lengi á einu höggi undir pari
en fékk skolla á fimmtándu holu
og endaði því á pari. Hún er í 32.
til 40. sæti fyrir lokahringinn.
Ludivine Kreutz frá Frakklandi er
efst en hún hefur leikið holurnar
54 á níu höggum undir pari.
Ólöf María sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að hún væri
mjög sátt við spilamennsku sína
síðustu tvo dagana. „Ég var búin
að bíða síðan í nóvember eftir
þessu móti og það hafði sín áhrif á
leik minn fyrsta daginn. Síðan hef
ég spilað vel og stefnan er að
halda áfram á sömu braut,“ sagði
Ólöf María, sem stefndi að því
fyrir mótið að verða á meðal þrjá-
tíu efstu á mótinu.
„Það þýðir ekkert fyrir mig að
hugsa um að spila á ákveðnum
höggafjölda. Það eina sem gildir
er að reyna að fá fram stöðugleik-
ann. Ef ég spila lokahringinn eins
og ég hef spilað síðustu tvo verð
ég hæstánægð.“
oskar@frettabladid.is
ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR Spilaði
þriðja hringinn á pari og var ánægð.
VÍKURFRÉTTIR/VALUR
Kennslustund á Carrow Road
Leikmenn Manchester United voru teknir í bakaríið af nýliðum Norwich,
sem unnu einn óvæntasta sigur síðustu ára í ensku úrvalsdeildinni.
FÓBOLTI Sjö leikir fóru fram í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í
gær. Óvæntustu úrslit dagsins litu
dagsins ljós á Carrow Road þar
sem nýliðar Norwich tóku
Manchester United í kennslu-
stund, 2-0. Didier Drogba bjargaði
stigi fyrir Chelsea gegn Birming-
ham og Arsenal minnkaði forystu
Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga
hans á toppi deildarinnar niður í
ellefu stig með mikilvægum sigri
á Middlesbrough á útivelli.
Norwich, sem situr í botnsæti
ensku úrvalsdeildarinnar, vann
einn óvæntasta sigur síðari ára í
ensku úrvalsdeildinni þegar liðið
bar sigurorð af Manchester
United, 2-0. Dean Ashton og Leon
McKenzie skoruðu mörk Norwich,
sem eygir nú von um að bjarga
sæti sínu í deildinni. Liðið er fjór-
um stigum frá fjórða neðsta sæt-
inu en Nigel Worthington, stjóri
liðsins, er samt bjartsýnn. „Ég trúi
að við getum bjargað okkur. Það
eru enn nokkrir leikir eftir og ef
við spilum áfram eins og við gerð-
um í dag hef ég engar áhyggjur,“
sagði Worthington.
Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri United, var fjúkandi illur
eftir leikinn og neitaði að tala við
alla, meira að segja sjónvarpsstöð
félagsins.
Jose Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, lét bæði Eið Smára
Guðjohnsen og Didier Drogba
byrja á bekknum gegn Birming-
ham en þeir komu báðir inn á í
hálfleik. Eftir að Walter Pandiani
hafði komið Birmingham óvænt
yfir náði Didier Drogba að jafna
metin níu mínútum fyrir leikslok
og sá til þess að Chelsea-liðið lék
sinn 23. leik í röð í úrvalsdeildinni
án taps. Mourinho var sáttur eftir
leikinn og sagði lífið vera frá-
bært. „Við erum frábærir –
gætum ekki verið betri. Við erum
komnir með bikar, erum með ell-
efu stiga forystu í deildinni og
unnum fyrri leikinn í átta liða úr-
slitum Meistaradeildarinnar. Ég
er hamingjusamur,“ sagði Mour-
inho.
Franski knattspyrnustjórinn
Alain Perrin fagnaði sigri í sínum
fyrsta leik með Portsmouth en
lærisveinar hans báru sigurorð af
Charlton, 4-2. Perrin, sem þekkti
ekkert til Charlton fyrir leikinn,
tók áhættu sem borgaði sig undir
lokin þegar hann spilaði með fjóra
framherja. „Við verðum að spila
með framherja ef við viljum
vinna leiki, sérstaklega á heima-
velli,“ sagði Perrin, sem er nú
þegar orðinn hetja á meðal stuðn-
ingsmanna Portsmouth.
Liverpool náði ekki að fylgja
eftir fræknum sigri á Juventus í
Meistaradeildinni á þriðjudaginn
og beið lægri hlut fyrir
Manchester City, 1–0. Bolton vann
hins vegar góðan sigur á Fulham
og er nú aðeins einu stigi á eftir
Liverpool.
Þessi tvö lið virðast ætla að
berjast um fjórða sætið í
úrvalsdeildinni, sæti sem gefur
þátttökurétt í forkeppni meistara-
deildarinnar, ásamt Everton sem
getur náð fjögurra stiga forystu á
Liverpool með því að leggja
Crystal Palace að velli í dag.
oskar@frettabladid.is