Fréttablaðið - 10.04.2005, Side 53

Fréttablaðið - 10.04.2005, Side 53
SUNNUDAGUR 10. apríl 2005 25 LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeildin í körfu SNÆFELL–KEFLAVÍK 88–98 Stig Snæfells: Mike Ames 21, Hlynur Bæringsson 18 (9 frák.), Calvin Clemmons 12 (13 frák.), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12 (6 stoðs.), Helgi Reynir Guðmundsson 9, Sigurður Þorvaldsson 8, Magni Hafsteinsson 8. Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 29, Anthony Glover 23 (9 frák.), Nick Bradford 22 (13 frák., 10 stoðs.), Jón Nordal Hafsteinsson 18, Sverrrir Þór Sverrisson 6 (8 frák., 4 stoðs.). Keflvíkingar sigruðu 3-1 í einvíginu og eru Íslandsmeistarar, þriðja árið í röð. Þýska 1. deildin B. LEVERKUSEN–B. DORTMUND 0–1 0–1 Sebastian Kehl (88.). B. MÜNCHEN–GLADBACH 2–1 0–1 Ivo Ulich (65.), 1–1 Mehmet Scholl (66.), 2–1 Michael Ballack (84.). BOCHUM–HANNOVER 1–0 1–0 Steve Cherundolo, sjálfsm. (56.). HSV–WERDER BREMEN 1–2 0–1 Miroslav Klose (9.), 1–1 Mehdi Mahdavikia (58.)1–2 Ivan Klasnic (70.). HERTHA BERLIN–FREIBURG 3–1 1–0 Marcelo Marcelinho (6.), 2–0 Marcelo Marcelinho (21.), 2–1 Samuel Koejoe (71.), 3–1 Niko Kovac (90.). MAINZ–WOLFSBURG 0–2 0–1 Thomas Brdaric (64.), 0–2 Stefan Schnoor (78.). STUTTGART–SCHALKE 3–0 1–0 Kevin Kuranyi (16.), 2–0 Kevin Kuranyi (48.), 3–0 Kevin Kuranyi (65.). Spænska 1. deildin NUMANCIA–A. MADRID 1–0 1–0 Miguel. Ítalska A–deildin AC MILAN–BRESCIA 1–1 1–0 Manuel Rui Costa (15.), 1–1 Pierre Wome (87.). BOLOGNA–INTERNAZINALE 0–1 0–1 Julio Cruz (4.). FIORENTINA–JUVENTUS 3–3 1–0 Giampolo Pazzini (14.), 1–1 Alessandro Del Piero (21.), 2–1 Giorgio Chiellini (36.), 2–2 Zlatan Ibrahimovic (59.), 3–2 Dario Dainelli (75.), 3–3 Zlatan Ibrahimovic (82.). Keflavík meistari þriðja árið í röð Keflavík og Snæfell áttust við í fjórðu viðureign lokaúrslita Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Stykkishólmi í gær. Snæfell þurfti að leggja gestina að velli til að knýja fram oddaleik. Það gekk ekki eftir og Keflavík fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð. KÖRFUBOLTI Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik þriðja árið í röð er liðið lagði Snæfell í fjórðu viðureign lokaúrslitanna í Stykkishólmi í gær. Lokatölur urðu 99-88 en Snæ- fell komst aðeins einu sinni yfir í leiknum. Einvígið fór því 3-1 Keflavík í vil rétt eins og á síðasta ári þegar liðin mættust í úrslitunum. Snæ- fellingar þurfa því að bíta í það súra epli að tapa annað árið í röð fyrir hinu firnasterka liði Kefl- víkinga. Magnús Þór Gunnarsson, sem átti afleitan leik í síðustu viðureign liðanna, skaut sig inn í leikinn strax í fyrstu sókn Kefl- víkinga og var besti maður vallar- ins. Hann átti meðal annars tvær fjögurra stiga sóknir þar sem hann skoraði þriggja stiga körfu og fékk víti að auki. Keflavík var iðið í sóknarfráköstum og kláraði Snæfell með 16-2 áhlaupi snemma í þriðja fjórðungi. „Þetta var sárt tap og mér fannst við eiga meira inni. En þeir voru bara gríðarlega ákveðnir í dag og unnu þetta verðskuldað. Í þessari seríu voru of margir af okkar leikmönnum sem voru ekki að sýna sitt besta. Við erum að spila á fáum mönnum og þegar við erum að spila á móti jafnsterku liði og Keflavík er verða allir okk- ar menn að eiga góðan dag. Kannski er það til of mikils ætlast af minni hálfu en það er það sem til þarf. Þetta er gríðarlega gott lið og þeir geta verið ánægðir með að ná titlinum,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. „Við unnum þessa seríu og ég held að þetta hafi verið frábær körfubolti sem þessi tvö frábæru lið buðu upp á. Virkilega góð aug- lýsing fyrir körfuboltann og Snæ- fell á mikið hrós skilið enda stór- kostlegt lið. Að vinna hér er nokkuð sem okkur finnst frábært því við erum að vinna mjög vel skipulagt og gott lið með frábær- um leikmönnum. Við viljum bara þakka Snæfelli fyrir frábæran körfubolta og skemmtilega seríu,“ sagði Sigurður Ingimund- arson, þjálfari Keflavíkur, sigurreifur eftir leikinn. smari@frettabladid.is KEFLVÍKINGAR MEISTARAR ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ Keflvíkingar tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þriðja árið í röð eftir að hafa borið sigurorð af Snæfelli, 98–88, í fjórða leik liðanna í Stykkishólmi. Keflavík vann einvígið 3–1. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.