Fréttablaðið - 10.04.2005, Side 62

Fréttablaðið - 10.04.2005, Side 62
34 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR Í tilefni brúðkaups krónprins breskaheimsveldisins, Karl Filippussonar og Kamillu Parker Bowles efndi Hið konunglega fjelag til kvæðakeppni. Einar Kolbeinsson hlaut sigur úr být- um og fékk í verðlaun innrammaða mynd af brúðhjónunum, nema hvað. Prinsinn af Wales – Kveðja frá íslensku þjóðinni Norðan úr hafi hvar nákaldir vindar, nauða við gluggann um síðkvöldin löng, flytjum við dýrðar- og fagnaðarsöng, því fljótlega marka skal endalok syndar. Ástleitni mennina áfram mun teyma, ofsögum þetta er tæplega sagt, og nú verður brúðkaup með pompi og pragt, en pínlegum ágalla skulum við gleyma. Þjóðin leggst ekki í þvermóðsku og fýlu, þó allir viti að staðan er sú, að prinsinn sem eignast í alvöru frú, aldrei mun ganga til drottningarhvílu. Verðandi konungur heimsveldishirðar, af hetjuskap sannlega axlar þær byrðar! Rapprokksveitin Quarashi hefur selt rúmlega 30 þúsund eintök af plötunni Guerilla Disco í Japan. Aðeins er rétt rúmur mánuður síðan platan kom út þar í landi en búið var að panta rúm 25 þúsund eintök fyrirfram. Quarashi á stóran aðdáenda- hóp í Japan og hafa plötur sveit- arinnar selst þar í um 100 þús- und eintökum. Einnig eru til jap- anskar aðdáendasíður sveitar- innar, þar á meðal quarashi.jp. Japanska útgáfan af Guerilla Disco skartar breyttu umslagi sem Ómar Örn Swarez, liðsmaður sveitarinnar, hannaði. Auk þess fylgir hverri plötu frír Quarashi- blekpenni sem er ýmsum góðum eiginleikum gæddur. ■ Skæruliðadiskó í 30 þúsund eintökum QUARASHI Rapprokkararnir njóta gríðar- legra vinsælda í Japan. Friðrik Weisshappel virðist vera að slá í gegn með kaffihúsinu sínu Laundromat Café á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Á dögunum birt- ist grein í tímaritinu Time um kaffihúsaflóruna sem prýðir Norðurbrú og þau bestu tekin út, þar á meðal kaffihúsið hans Frikka. Í Time segir meðal annars að Anders Fogh Rassmusen, forsæt- isráðherra Dana, hafi kallað kaffi- húsið hans Frikka „það svalasta á Norðurbrú“ eða eins og segir í greininni „the coolest in Nørrebro“. Kate Poulsson, grein- arhöfundur Time, virðist vera á sömu skoðun og forsætisráðherr- ann. Í greininni byrjar hún á því að lýsa staðnum og segir að þar sé hægt að þvo þvott eða velja sér notaða bók úr fjögur þúsund titl- um sem þar eru til sölu. Í viðtalinu segir Frikki að fólk hafi tekið staðnum vel „því í nú- tímasamfélögum er mikilvægt að nýta tímann vel. Hér geta gestir borðað hádegismat og sinnt dag- legum heimilisstörfum“. Höfundurinn endar síðan greinina á því að fjalla um Norð- urbrú og segir að þar hafi kaffi- húsaflóran þrifist vel ekki síst svokölluð fusion-kaffihús. Hug- takið vísar þó ekki til ólíkra rétta á matseðli, heldur sé hægt að blanda saman kaffidrykkju og mat við annars konar iðju, frá inn- kaupum til þvotta. Frikki er enginn nýgræðingur þegar kemur að rekstri kaffihúsa. Hann opnaði og rak meðal annars Kaupfélagið við Laugaveg sem naut talsverðrar hylli sem og Kaffibarinn. Hann hannaði einnig Gráa köttinn við Hverfisgötu. Frikki opnaði Laundromat Cafe ásamt þremur vinum sínum í fyrra. Kaffihúsið, sem líkist að mörgu leyti Kaupfélaginu, stend- ur við Elmegade sem er hliðar- gata af Nørrebrogade, einni skemmtilegustu götu Kaup- mannahafnar. ■ ANDERS FOGH RASMUSSEN: HEILLAÐIST AF LAUNDROMAT CAFÉ Forsætisráðherra Dana hrifinn af Frikka FRÉTTIR AF FÓLKI HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á HEIÐARI JÓNSSYNI, SNYRTI, SJÓNVARPSMANNI OG FLUGÞJÓNI Hvernig ertu núna? Mér líður voða vel en hef ógurlega mikið að gera, sem fylgir kvíðablandin ánægjutilfinning. Augnlitur: Blágrár. Starf: Sköllótt flugfreyja og sjónvarpsuppistandari. Stjörnumerki: Ljón. Hjúskaparstaða: Fráskilinn. Hvaðan ertu? Vestan af Snæfellsnesi. Helsta afrek: Annað sætið í bringusundi á Lýsuhóli, 11 ára á eftir Valda á Fossi. Helstu veikleikar: Ég er grenjuskjóða. Helstu kostir: Grenjuskjóða. Konum finnst það sætt. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Allt í drasli. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Fréttir á gömlu gufunni. Uppáhaldsmatur: Saltkjöt og baunir. Uppáhaldsveitingastaður: Ítalía. Uppáhaldsborg: Rio de Janeiro og Nashville í Tennessee. Mestu vonbrigði lífsins: Að eignast ekki fleiri börn. Áhugamál: Mannlíf, fegurð og ferðalög. Viltu vinna milljón? Já, almáttugur! Jeppi eða sportbíll? Jeppi. Ég þarf alltaf að fara yfir ár á fjöru þegar ég fer heim. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ætlaði að verða fræg- ur fatahönnuður, en varð fræg fyrirsæta með meiru. Hver er fyndnastur/fyndnust? Helga Braga. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Halla Bryndís Jónsdóttir, Ungfrú Ísland 1985. Trúir þú á drauga? Já, bæði trúi og hef séð. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Lítill kjölturakki í eigu fegurðar- dísar í Hollywood. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Padda. Áttu gæludýr? Ekki núna, en átti fimm ketti þegar ég var í hjónabandi. Besta kvikmynd í heimi: The Longest Day um innrásina á Normandí. Besta bók í heimi: Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck. Næst á dagskrá: Að fara til Leeds og fljúga. 9.8.1948 Konum finnst grenjuskjóður sætar ...fær Sportkafarafélag Íslands fyrir að halda hátíðlegan köfun- ardag í gær og bjóða almenningi upp á að reyna við sportið. HRÓSIÐ KARL BRETAPRINS OG KAMILLA Í til- efni brúðkaupsins efndi Hið konunglega fjelag til kvæðakeppni. Á ÞRIÐJUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - ANDERS FOGH Er hrifinn af kaffihúsinu hans Frikka og kallaði staðinn meðal ann- ars „það svalasta á Norðurbrú“. FRIKKI WEISSHAPPEL Hann hefur heillað forsætisráðherra Dana upp úr skónum með kaffihúsinu sínu Laundromat Café. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.