Fréttablaðið - 23.04.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 23.04.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,24 62,54 1 19,23 119,81 81,31 81,77 10,91 10,98 9,97 9,92 8,87 8,92 0,59 0,59 94,55 95,11 GENGI GJALDMIÐLA 22.04.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,90 -0,02% 4 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR Mál handrukkara í Hæstarétti: Vill málið aftur í hérað DÓMSMÁL Verjandi Annþórs Krist- jáns Karlssonar krafðist þess fyrir Hæstarétti í gær að máli hans yrði vísað aftur heim í hérað. Í nóvem- berlok voru Annþór og Ólafur Val- týr Rögnvaldsson dæmdir í fang- elsi fyrir að ráðast inn á heimili mjaðmagrindarbrotins manns og ganga í skrokk á honum, sá fyrr- nefndi í tveggja og hálfs árs og hinn í tveggja ára fangelsi. Maður- inn var meðal annars handleggs- brotinn, en fyrir dómi breytti hann framburði sínum frá því sem hann sagði lögreglu og kvað handleggs- brotið hafa átt sér stað fyrr um daginn. Dómaranum þótti sú skýr- ing ekki trúverðug. Við dómhaldið í gær sagði skip- aður verjandi Annþórs, Karl Georg Sigurbjörnsson, það álit Annþórs að kalla hefði til þurft tvo meðdóm- endur til að meta sannleiksgildi orða mannsins sem ráðist var á, vegna kúvendingarinnar sem varð í framburði hans. Til vara krafðist hann sýknu í málinu, en þrautavara að Annþór yrði dæmdur til vægustu refsinga. Hilmar Ingimundarson, verjandi Ólafs Valtýs, krafðist sýknu fyrir skjólstæðing sinn, en til vara að refsingin yrði milduð og heimfærð upp á aðra grein hegningarlaga en í ákæru. -óká Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent stjórnvöldum rökstutt álit vegna þess að ekki hefur verið gengið í að laga vinnu unglækna að vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að reiða fram áætlun, sem átti að vera frágengin í ágúst í fyrra. FÉLAGSMÁL ESA, eftirlitsstofnun Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatil- skipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum rökstutt álit vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórn- völdum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórn- völd ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dóm- stólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skref- in í að innleiða vinnutilskipun Evr- ópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki leng- ur undanþegnir almennum vinnu- tímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. „Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dóm- tekið fyrir um hálfum mánuði,“ seg- ir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórn- völdum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. „Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíld- artímaákvæðum.“ Hanna Sigríður Gunnsteinsdótt- ir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu, segir unnið að undirbún- ingi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. „En þetta er nokk- uð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurn- ar á heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera.“ Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síð- ar en 2009. „En aðlögunin snýr ein- göngu að vikulegum hámarksvinnu- tíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra.“ Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofn- uninni. olikr@frettabladid.is Læknafélag Íslands: Gagnrýnir stjórnvöld UNGLÆKNAR Læknafélag Íslands gagnrýndi í gær að stjórnvöld hér skuli engar ráðstafanir hafa gert til að tryggja að unglæknar séu ekki látnir vinna lengri vinnuviku en heimilt er samkvæmt ákvæðum vinnutímatilskipunar. „Það er fréttnæmt í sjálfu sér þegar íslensk yfirvöld fullnægja ekki alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Það er ekki síður fréttnæmt þegar alþjóðlegum skuldbindingum hefur verið fullnægt með viðeig- andi lagabreytingum, þegar opin- berir aðilar, sem fara eiga eftir hin- um breyttu reglum, hunsa þær þannig að leita verði til dómstóla til að fá hinar nýju reglur viðurkennd- ar,“ segir á vef Læknafélagsins. - óká edda.is Þegar afi hans Ásbjörns deyr segir mamma að hann sé orðinn engill - en það er ekki alveg rétt. Eina nóttina birtist hann í herberginu hans Ásbjörns og vill leika. Hann þarf líka dálitla hjálp sem bara Ásbjörn getur veitt. Falleg og sniðug bók um stóra hluti og smáa. KOMIN Í VERSLANIR! BJARNI ÞÓR EYVINDSSON, FORMAÐUR FÉLAGS UNGLÆKNA Bjarni var staddur á Akureyri þegar blaðið náði í hann og því ekki í hvíta sloppnum. „Það er ágætt að það sjáist að við fáum einstaka sinnum frí og fáum notið veður- blíðunnar,“ sagði hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K JK Sjávarútvegsnefnd: Frestaði fundinum SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsnefnd Alþingis kemur saman til fundar á mánudag en boðuðum fundi í gær var frestað. Guðjón Hjörleifsson formaður nefndarinnar segir að sátt sé um fundartímann þótt óskað hafi verið eftir neyðarfundi strax í gær vegna nýrra upplýsinga Hafrann- sóknastofnunarinnar um bágborið ástand þorskárganga undanfarin fjögur ár. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, kemur til fundar við nefndina ásamt Jóni Sólmundarsyni fiskifræðingi. - jh HÓTA MANNRÁNUM Sheik Hass- an Nasrallah, leiðtogi líbönsku samtakanna Hezbollah, gaf í skyn að félagar hans myndu ræna ísra- elskum hermönnum til að knýja fram lausn þriggja Líbana sem Ísraelar halda í fangelsi. ANNÞÓR KRISTJÁN KARLSSON Myndin er tekin í Héraðsdómi þegar mál Annþórs var þar til umfjöllunar. Málflutningur fór fram í Hæstarétti í gær, en dóms er að vænta í lok næstu viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ MIÐ-AUSTURLÖND

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.