Fréttablaðið - 23.04.2005, Page 8
1Hvað heitir Norðurlandameistarimatreiðslunema?
2Hver er nýr stjórnarformaður Spari-sjóðs Hafnarfjarðar?
3Hversu lengi hefur stjórnarsamstarfSjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
staðið?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR
Forstjórinn bjartsýnn á velgengni Opera 8 vafrans:
Lofar að synda yfir Atlantshaf
UPPLÝSINGATÆKNI Jón S. von
Tetzchner, íslenskur forstjóri
norska vafrafyrirtækisins
Opera Software, sagðist á
vinnufundi í fyrirtækinu ætla að
synda frá Noregi til Bandaríkj-
anna ef fleiri en milljón hlaða
niður nýjustu útgáfu vafrans
sem út kom á þriðjudag á fyrstu
fjórum dögunum. „Ég skal ekki
stoppa nema aðeins hjá mömmu
á Íslandi til að fá mér heitt
kakó,“ sagði hann, en almanna-
tengsladeildin gat ekki setið á
sér að leka orðum hans.
Mikið álag var á miðlurum
fyrirtækisins eftir að útgáfa 8
af Opera-vafranum var gerð
aðgengileg og tóku sumir undan
að láta þegar niðurhalsfjöldinn
náði 120 á sekúndu fyrstu
klukkustundina eftir útgáfu.
Fyrirtækið segir að á tveimur
sólarhringum hafi vafranum
verið hlaðið niður 600 þúsund
sinnum.
„Við höfðum búið okkur undir
mikil og góð viðbrögð, en þetta
fór fram úr okkar björtustu von-
um,“ sagði Carsten Fischer, einn
yfirmanna Opera Software. Vef-
ur Opera Software er
www.opera.com, en hægt er að
hlaða vafranum niður af miðlur-
um hér innanlands.
- óká
Fjölskylduhjálp Íslands:
Steinar Waage
gaf barnaskó
GJÖF Steinar Waage færði í gær
Fjölskylduhjálp Íslands fjögur
bretti af skóm og áætlar Ásgerð-
ur Jóna Flosadóttir hjá Fjöl-
skylduhjálpinni að alls séu
skópörin um 300.
„Þetta er ofsalega fín gjöf
sem kemur til með að nýtast
okkar skjólstæðingum mjög
vel,“ segir Ásgerður Jóna, sæl og
þakklát fyrir gjöfina. Við sama
tækifæri færði Byko Fjölskyldu-
hjálpinni hálft bretti af föndur-
vörum.
„Það er frábært að fyrirtækin
hugsi til þessara félaga sem að-
stoða fólk,“ segir Ásgerður Jóna
en fjöldi fólks leitar aðstoðar hjá
Fjölskylduhjálpinni í viku
hverri.
- bþs
Fjórtán hundruð á
hverja bensínstöð
Í Evrópu er talið skynsamlegt að 5.000 íbúar séu á hverja bensínstöð en á
Íslandi eru þeir um 1.400. Á Vestfjörðum eru þó ekki nema tæplega
400 íbúar á hverja bensínstöð.
ELDSNEYTI Þjónustustöðvum olíu-
félaganna hefur fjölgað nokkuð að
undanförnu og nú er svo komið að
það er ein bensínstöð fyrir hverja
1.418 Íslendinga.
Í vikunni opnaði Atlantsolía
sjálfsafgreiðslustöð fyrir dísilolíu
á Akranesi og segir Hugi Hreið-
arsson, markaðsstjóri fyrirtækis-
ins, að þetta marki upphaf útrásar
þess á landsbyggðinni. Á lands-
byggðinni eru þó mun færri íbúar
á hverja bensínstöð en á höfuð-
borgarsvæðinu, ein þjónustustöð
frá olíufélögunum fyrir hverja
719 íbúa. Vestfirðir eru sá lands-
hluti þar sem markaðurinn er
einna þéttast setinn en þar eru
385 íbúar um hverja stöð en á
Vesturlandi eru þeir tæplega 600.
„Því fer fjarri að markaðurinn
sé mettaður ef þjónustunni er
komið fyrir á hagkvæman hátt,“
segir Hugi. Hann segir fram-
göngu Atlantsolíu vera fagnaðar-
efni fyrir neytendur. „Ef Atl-
antsolíu nyti ekki við væri verð á
bensíni og dísilolíu um sex til átta
krónum hærra og þetta er sparn-
aður fyrir þjóðfélagið upp á svona
600-800 milljónir króna,“ bætir
hann við og segir frekari fjölgun
stöðva vera í uppsiglingu.
Með opnuninni á Akranesi
lýkur 40 ára sögu þar sem einung-
is þrjú félög kepptu sín á milli á
Vesturlandi. Margrét Guðmunds-
dóttir markaðsstjóri Skeljungs
segir að mönnum þar lítist bara
vel á samkeppnina en engra sér-
stakra viðbragða væri að vænta
af þeirra hálfu. „Þó fari nú ein
dísildæla upp á Akranes þá kallar
það kannski ekki á stór viðbrögð.
En við fylgjumst vel með öllum
breytingum á markaðnum,“ segir
Margrét. Hún bendir á að víðast í
Evrópu er talið skynsamlegt að
það séu 5.000 íbúar á stöð, þótt
víðsvegar væru þeir 10.000. Hún
er því afar ósammála Huga og
segir að íslenski markaðurinn sé
mjög mettur. Hún segir fjölgun
bensínstöðva hér á landi vera
þróun sem sé á skjön við það sem
gerist í nágrannalöndunum en í
Danmörku hefur til dæmis verið í
umræðunni á síðustu mánuðum að
fækka þeim um fjögur hundruð.
jse@frettabladid.is
Bjargað úr lífshættu:
Börnin við
góða heilsu
SLYS Börnin tvö sem féllu í sjóinn
í Kolgrafafirði í fyrradag voru
við góða líðan á Barnaspítalan-
um í gær og sagði Sigurður
Kristjánsson barnalæknir að
engin hætta væri á ferðum.
Hann átti jafnvel von á að þau
yrðu útskrifuð af sjúkrahúsinu í
gær.
Börnunum tveimur var
bjargað úr lífshættu í Kolgrafa-
firði í fyrradag. Þau voru þar
við skeljatínslu með mæðrum
sínum þegar þau féllu í sjóinn
og bar út. Móðursystir þeirra óð
út í og náði þeim en annað barn-
ið var búið að missa meðvitund
þegar því var bjargað.
- ghs
Háskólasamtökin Vaka:
Tímabær
úttekt
MENNTAMÁL „Úttektin sannar að
Háskólinn hefur haldið afar vel á
spilunum undanfarin ár þrátt
fyrir að ýmsir
hafi haldið öðru
fram,“ segir
Árni Helgason,
oddviti Vöku,
félags lýðræðis-
sinnaðra stúd-
enta í Háskóla
Íslands.
Hann fagnar
s t j ó r n s ý s l u -
úttekt Ríkisend-
urskoðunar á
H á s k ó l a n u m
enda hafi sam-
tök hans farið
fram á að slík úttekt yrði gerð.
Vaka hefur áður lagst gegn öllum
hugmyndum um fjöldatakmarkan-
ir eða upptöku skólagjalda en það
eru tvö þeirra úrræða sem skólinn
hefur til að vega upp á móti fjár-
skorti ár eftir ár og nefnd eru í út-
tekt Ríkisendurskoðanda - aöe
■ STYRKIR
■ BANDARÍKIN
■ INDLAND
■ LAGANEMAR
ATLANTSOLÍA Á AKRANESI
Atlantsolía opnaði í vikunni sjálfsafgreiðslustöð á Akranesi og er þar með farin að keppa
um hylli viðskiptavina á Vesturlandi, þar eru tæplega sex hundruð íbúar á hverja bensín-
stöð.
ÍBÚAR Á HVERJA BENSÍNSTÖÐ
Höfuðborgarsvæðið 3350
Landsbyggðin 719
Vesturland 577
Vestfirðir 385
Landið allt 1418
BENSÍNSTÖÐVAR EFTIR OLÍUFÉLÖGUM
Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin
Skeljungur 16 30
Olís/Ódýrt bensín 19 5
Esso 17 70
Atlantsolía 3 1
FRÆÐASJÓÐUR STOFNAÐUR
Fræðasjóður Úlfljóts, tímarits
laganema, hefur verið stofnaður.
Markmið sjóðsins er að efla
fræðastarf og rannsóknarvinnu á
sviði lögfræði. Árlega verður út-
hlutað 600 þúsund krónum úr
sjóðnum og fer fyrsta úthlutun
fram nú í vor en umsóknarfrest-
ur rennur út 2. maí.
ÁRNI HELGASON
Oddviti Vöku fagnar
nýrri úttekt Ríkis-
endurskoðunar á
fjármálum Háskól-
ans.
ELDSVOÐI Í ARKANSAS Hræði-
legt slys varð í Arkansas í
fyrrinótt þegar 23 ára gömul
kona brann inni í hjólhýsi ásamt
fimm börnum. Það yngsta var
aðeins átta mánaða gamalt. Ekki
er vitað um eldsupptök en ná-
grannar sögðu að hjólhýsið
hefði orðið alelda á augabragði
eftir tvær sprengingar.
24 FARAST Í LESTARSLYSI
Farþegalest lenti í árekstri við
kyrrstæða flutningalest í
Gujarat-héraði á Indlandi með
þeim afleiðingum að 24 létu
lífið og 94 slösuðust. Lestar-
vagnarnir hrúguðust hverjir
upp á aðra við áreksturinn og
urðu björgunarsveitir að klippa
hinna slösuðu úr flakinu.
JÓN STEPHENSON VON TETZCHNER
Íslenskur forstjóri Opera Software er himin-
lifandi yfir viðtökunum við nýrri útgáfu
vafra fyrirtækisins og sagðist í hugaræsingi
á innanhúsfundi myndu synda til Ameríku
ef niðurhal næði ákveðnum mörkum.
NÝBYGGING Á SELBREKKUSVÆÐINU
Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 50 til
60 íbúðum á svæðinu og styttist í að fleiri
lóðir verði auglýstar.
Fljótsdalshérað:
Lóða-
happdrætti
LÓÐIR Alls bárust 182 umsóknir
um átta nýjar íbúðalóðir á Sel-
brekkusvæðinu á Egilsstöðum.
Lóðunum verður úthlutað á
mánudaginn og samkvæmt út-
hlutunarreglum Fljótsdalshér-
aðs verður dregið úr nöfnum
umsækjenda. Hver umsækjandi
fær aðeins eina lóð en þær eru í
efri hluta íbúðasvæðisins í Sel-
brekku og eru þetta fyrstu lóð-
irnar sem úthlutað verður þar.
- kk
ÁNÆGÐAR
Starfskonur Fjölskylduhjálparinnar fögnuðu
skógjöfinni í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
35 MILLJÓNIR Í TÓNLIST Mennta-
málaráðuneytið úthlutaði 35
milljónum króna í styrki til 35
tónlistarverkefna. Hæsti styrkur-
inn nemur 4,5 milljónum á ári í
þrjú ár og rennur til Kammer-
sveitar Reykjavíkur. Næsthæsti
styrkurinn nemur fjórum millj-
ónum á ári og rennur til Caput.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Áfylling á gaskúta:
Olís ódýrast
NEYTENDUR Áfylling á venjulegan
níu kílóa gaskút reyndist ódýrust
hjá Olís við könnun blaðsins í
gær. Þar kostar áfyllingin 2.743
krónur en bæði Skeljungur og
Esso eru tæpum 200 krónum dýr-
ari.
Olís er þannig ennþá með
sama verð á hverri áfyllingu og
var fyrir ári síðan en þá voru
þeir einnig aðeins ódýrari en hin
olíufélögin tvö. Esso býður áfyll-
ingu á 2.995 og Skeljungur á
2.990 en verðið virðist vera mis-
jafnt hjá Skeljungi, þar sem
áfylling á stöð félagsins á Egils-
stöðum kostaði 3.100 krónur um
hádegisbil í gær.
- aöe