Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2005, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.04.2005, Qupperneq 22
Davíð ætli að hætta Þær sögur heyrast nú innan úr utanríkisráðu- neytinu að mikil uppstokkun sé í vændum í ríkisstjórninni og jafnframt utanríkisþjónust- unni. Því er haldið fram að yfirmaður ráðu- neytisins, Davíð Oddsson utanríkisráðherra, ætli sér að hætta sem ráðherra í haust og jafnframt hætta af- skiptum af stjórn- málum. Í hans stað muni koma Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, sem þá sé jafnframt lík- legur til að taka við af Davíð sem formaður flokksins. Uppstokkun í vændum Sögunni fylgir þó ekki hver muni taka við af Geir í fjármálaráðuneytinu. Spekúlasjónir eru þó uppi um að ef til vill muni Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra færast yfir í fjármálaráðu- neytið. Þá losnar um ráðherra- stól í sjávarútvegsráðuneytinu en enginn hefur verið nefndur öðrum fremur sem líklegur til að verma það sæti. Hins vegar hefur ríkis- stjórnin, þá sérstaklega framsóknarmenn, gefið upp boltann með það að algjör uppstokkun verði á stjórnsýslunni á þessu kjörtímabili; ráðuneyti sameinuð og þeim fækkað. Björn verði sendiherra Innan úr utanríkisráðuneytinu heyrist það einnig að Björn Bjarnason sé að hætta í stjórnmálum og á leið til útlanda sem sendi- herra. Þorsteinn Pálsson er á leið heim frá Kaupmannahöfn, en ekki er talið víst að Björn taki við af honum, því allsherjarupp- stokkun sé einnig í vændum í utanríkisþjón- ustunni. Lengi hefur verið um það talað að Bjarni Benediktsson eigi von á skjótum frama innan flokksins og þótti hann standa sig vel í erfiðri stöðu formanns allsherjarnefndar í fjöl- miðlamálinu. Því hefur hann verið nefndur sem væntanlegur arftaki Björns frænda síns í dómsmálaráðuneytinu enda menntaður að lögum, sem þykir víst hjálpa til á þeim bænum. 22 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á tíu ára afmæli í dag. Aðeins viðreisnarstjórnin svokall- aða, ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, sat lengur en hún starfaði í tólf ár. Ef núverandi rík- isstjórn starfar til loka kjörtímabilsins mun hún slá það met. Í dag eru 10 ár liðin frá því að rík- isstjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hófst. Einungis einu sinni áður hefur ríkisstjórnarsamstarf varað lengur, en það var viðreisn- arstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, sem starfaði á árunum 1959 til 1971. Ef gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks vari fram yfir næstu alþingis- kosningar 2007 mun ríkisstjórnin hafa verið við völd fjórum mán- uðum lengur en viðreisnarstjórn- in, og þar með slá nýtt met. Fjörutíu þingsæti Í alþingiskosningunum 1995 hélt þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks minnsta mögulega meirihluta og baðst þá- verandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lausnar og gekk til ríkis- stjórnarsamstarfs við Framsókn- arflokkinn. Nýja ríkisstjórnin hafði fjörutíu þingsæti á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hafði unnið nokkurn sigur í kosn- ingunum, bætt við sig tveimur þingsætum og náð 15 kjörnum þingmönnum. Fráfarandi ríkisstjórnarflokk- ar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur, fengu 32 þingsæti sam- tals og hefði hver þingmaður því í raun verið í oddastöðu í öllum málum. Tíu ráðherrar Í ríkisstjórninni sem mynduð var fyrir tíu árum áttu sæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands, Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra og dóms- og kirkjumála- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og um- hverfisráðherra, og Finnur Ing- ólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. 22 ráðherrar á tímabilinu Alls hafa tólf ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins og tíu ráðherrar Framsóknarflokksins setið í ríkis- stjórn á síðustu tíu árum. Auk þeirra sem að ofan eru talin eru það Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Sól- veig Pétursdóttir, Tómas Ingi Ol- rich, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir og Sigríður Anna Þórðar- dóttir úr Sjálfstæðisflokki og Guðni Ágústsson, Siv Friðleifs- dóttir, Jón Kristjánsson, Valgerð- ur Sverrisdóttir og Árni Magnús- son úr Framsóknarflokki. Þrír ráðherrar hafa setið í ríkisstjórn öll tíu árin; þeir Davíð, Halldór og Björn. Tvennar þingkosningar Ríkisstjórnin hefur farið í gegn- um tvennar alþingiskosningar á áratugnum og haldið meirihluta í þeim báðum. Árið 1999 töpuðu flokkarnir samtals tveimur þing- mönnum frá því í kosningunum fjórum árum áður og fengu því 38 þingmenn. Framsóknarflokkur fékk 12 þingmenn kjörna og Sjálf- stæðisflokkur 26. Í kosningunum 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fjórum þingsætum en fjöldi framsóknar- þingsæta stóð í stað. Ríkisstjórn- arflokkarnir héldu því meirihluta með 34 þingmenn kjörna. Ekki í fyrsta sinn Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn nú er ekki hið fyrsta því flokkarnir hafa tvisvar áður starfað saman í tveggja flokka stjórn. Í fyrsta skipti var það á árunum 1932 til 1934 undir forsæti Ásgeirs Ás- geirssonar. Því næst störfuðu flokkarnir saman í ríkisstjórn á árunum 1950 til 1956. Formenn beggja flokkanna, Ólafur Thors og Hermann Jónasson, gegndu ráðherraembættum í ríkisstjórn- inni sem samanstóð af sex ráð- herrum, þremur í hvorum flokki, og höfðu flokkarnir 36 þingsæti af 52. sda@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 10 ára nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, „Í öllu fjasinu um meinta spillingu og gjafir varla minnast þessir kappar á Sjálfstæðisflokkinn.“ Hjálmar Árnason á heimasíðu sinni 21. apríl. „Ber strák sem verður ástfanginn af stelpu sem situr á Al- þingi, að leggja fram fjárhagslegar upplýsingar um sjálfan sig, kjósi þau að rugla saman reytum sínum?“ Einar K. Guðfinnsson á heimasíðu sinni 22. apríl. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur átt góða viku. Líklega þá bestu frá því að hann tók við forsætisráðuneytinu. Hann lýsti því yfir á Alþingi fyrr í vikunni að þingflokkurinn hefði ákveðið að birta opinberlega upplýsingar um fjárhag og eignir þingmanna. Að auki lýsti Halldór því yfir að hann hygðist stofna nefnd um fjármál stjórnmálaflokka. Enn fremur lofaði Halldór að birta á næstunni skýrslu fjárfestingarbankans Morgan Stanley, sem hefur veitt ríkisstjórninni ráðgjöf varðandi sölu Sím- ans, en leynd hefur hvílt yfir. Allt skal upp á borðið. Allt skal gert opinbert. Þá hefur komið í ljós að Halldór er staðráðinn í að standa við orð sín á Alþingi frá því í janúar um að afnema ákvæði laga um eftirlaun þingmanna og ráðherra sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að þiggja eftirlaun um leið og laun frá ríkinu fyrir önnur störf. Davíð Oddsson lýsti því hins vegar yfir í fréttum í gær að ekki stæði til að breyta lögum um eftirlaun. Báðir eru þeir þekktir fyrir eftirfylgni og á því eftir að koma í ljós hver hefur betur í þessari deilu. Þótt Halldór hafi ósjaldan verið uppnefndur „skugginn hans Davíðs“ sýndi hann og sannaði að þegar í óefni var komið í fjölmiðlamálinu svokallaða gat hann bakkað og knúið fram vilja sinn – og flokksins – þegar á reyndi og jafnvel beygt harðasta stál. Það er ljóst að vörn Davíðs verður erfiðari en sókn Halldórs. Allir stjórn- málaflokkar að undanskildum Sjálfstæðisflokki hafa lýst yfir vilja til að breyta eftirlaunalögunum og hefur Halldór því víðtækan pólitískan stuðn- ing við áform sín. Að auki – sem er jafnvel enn mikilvægara þegar tekist er á um pólitísk hitamál – hefur Halldór almenning á sínu bandi. En Davíð er ekki þekktur fyrir að segja neitt opinberlega að óígrunduðu máli. Því má spyrja – hvaða tilgangi þjónaði yfirlýsing hans í gær? Var hún vel úthugsaður leikur í valdatafli foringjanna? Var Davíð að lýsa andstöðu sinni við áform Halldórs í því skyni að ná betri samningsstöðu í öðrum málum sem þeir eiga eftir að útkljá? Hyggst hann „bakka“ með eftirlauna- frumvarpið í staðinn fyrir eitthvað annað? Stefnir í enn ein hrossakaupin formannanna á milli? Það á eftir að koma í ljós. VIKA Í PÓLITÍK SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR Barcelona í maí frá kr. 24.090 Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum. Beint flug. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði í hjarta Barcelona. Verð kr. 24.090 Flugsæti með sköttum, 20. maí. Netverð Flug og gisting frá kr. 49.990í 5 daga M.v. 2 í herbergi á Hotel Atlantis, 20. maí. Netverð. Beint flug 13. maí - uppselt 20. maí - nokkur sæti laus 27. maí - nokkur sæti laus RÍKISSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG FRAMSÓKNARFLOKKSINS 23. APRÍL 1995 Aftari röð frá vinstri: Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og umhverfisráð- herra, og Halldór Blöndal samgönguráðherra. Fremri röð frá vinstri: Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og ráðherra Hag- stofu Íslands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hrossakaup um eftirlaunamál?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.