Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 24
Jón Finnur Hansson er nýtekinn við sem ritstjóri hestatímaritsins Eiðfaxa sem Jónas Kristjánsson hefur ritstýrt um tveggja ára skeið. Jónas hefur snúið sér að ritstjórn DV. Jón Finnur hefur sjálfur starfað hjá Eiðfaxa í tvö ár sem ritstjórnarfulltrúi og aðstoðar- maður ritstjóra. „Ég hef ágæta þekkingu á rekstri blaðsins sem og víðtæka þekkingu og reynslu í hestaheiminum sem ráðunaut- ur, kynbótadómari, gæðinga- dómari og er með hestabakteríu á háu stigi,“ segir Jón Finnur, sem telur að fáir komist í fót- spor Jónasar. Jón Finnur segir að blaðið fjalli um allt sem viðkemur hestamennsku og hestamönnum. „Allt frá líkamsrækt reiðmanna til hormónastarfsemi hryssna.“ Hann segist ekki vita með vissu hvort stórvægilegar breytingar verði á blaðinu en vissulega verði alltaf áherslubreytingar með nýjum mönnum. Meiningin sé að blaðið verði áfram fagtíma- rit en hafi skemmtilegar greinar í bland. Starfið leggst vel í Jón Finn og segir hann það bæði skemmtilegt og ögrandi. Einungis tveir blaða- menn standa að blaðinu sem stendur og á Eiðfaxa vinna fjórir í allt. Þá koma að blaðinu þýð- endur, prófarkalesarar og lausa- blaðamenn. „Við erum fá sem stöndum að Eiðfaxa og þurfum að vinna mjög vel saman,“ segir Jón Finnur sem telur þó að fjölga muni í starfsliði á næstunni. „Eiðfaxi er í góðum málum eins og hann er og þarf á engri byltingu að halda heldur þarf að hlúa að honum áfram,“ segir Jón Finnur. ■ 24 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR WILLIAM WORDSWORTH (1770-1850) lést á þessum degi. Hestabaktería á háu stigi TÍMAMÓT: NÝR RITSTJÓRI HESTATÍMARITSINS EIÐFAXA „Golf er orkufrekt iðjuleysi.“ William Wordsworth er eitt frægasta skáld Bretlands fyrr og síðar. Hann lék stundum golf með mönnum á borð við Sir Walter Scott og Sir George Beaumont. timamot@frettabladid.is FÆDDUST ÞENNAN DAG 1547 Miguel de Cervantes skáld. 1899 Vladimir Nabokov skáld. 1902 Halldór Laxness skáld. 1936 Roy Orbison tónlist- armaður. JÓN FINNUR HANSSON Tekur við ritstjórn Eiðfaxa af Jónasi Kristjánssyni. Þennan dag árið 1564 fæddist William Shakespeare. Reyndar er ekki vitað með vissu hvenær Shakespeare fæddist en samkvæmt kirkjubókum var hann skírður 26. apríl og venjan var að börn væru skírð á þriðja degi eftir fæðingu. Þó að Shakespeare sé eitt þekktasta skáld fyrr og síðar er fátt vitað um ævi hans nema það sem verður ráðið af opinberum skjölum. Hann var ekki af aðalsættum, held- ur sonur sútara og innheimtu- manns að nafni John Shakespeare. Þegar William var átján ára kvæntist hann konu að nafni Anne Hat- haway, sem var átta árum eldri og með barni þegar þau gengu í hjónaband. Hálfu ári síðar fæddist þeim dóttirin Súsanna. Árið 1585 eignuðust þau tvíburana Hamnet og Judith. Ekkert er vitað um ævi Shakespeares frá fæðingu tvíbur- anna fyrr en hann birtist í leikhús- senunni í Lundúnum á síðasta ára- tug 16. aldar. Eftir að hafa gefið út nokkur ljóð og leikrit, meðal annars Skassið tamið, gekk hann til liðs við leikhóp sem kallaði sig Menn kon- ungs. Shakespeare bæði lék og samdi fyrir hópinn sem varð brátt sá besti á Englandi og færði höf- undinum talsverð auðæfi. Hann starfaði með hópnum þar til hann settist í helgan stein aðeins 49 ára gamall. Shakespeare eru eignuð 38 leikverk og fjöldi ljóða. Hann lést á sama degi og talið er að hann hafi fæðst, 23. apríl árið 1616, ekki nema 52 ára gamall. Eiginkona hans lést sjö árum síðar. WILLIAM SHAKESPEARE ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1014 Víkingar myrða Brján Írlandskonung. 1121 Jón Ögmundsson helgi fyrsti biskup á Hólum deyr. 1925 Fyrsta ljóðabók Tómasar Guðmundssonar, Við sund- in blá, kemur út. 1951 Útvarpsþátturinn Óskalög sjúklinga hefur göngu sína. 1984 Alnæmisveiran er uppgötv- uð. 1995 Ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Odds- sonar tekur við völdum. 1997 Páll Skúlason kjörinn rektor Háskóla Íslands. 2001 Fréttablaðið kemur út í fyrsta sinn. Shakespeare fæðist og deyr Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. ANDLÁT Oddgeir Jóhannsson, Aðalgötu 5, Kefla- vík, lést þriðjudaginn 19. apríl. Sigríður Níelsdóttir, áður til heimilis að Fellsmúla 7, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 21. apríl. JARÐARFARIR 10.30 Gunnlaugur Ólafsson, Litlagerði 19, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum. 13.00 Erna María Guðmundsdóttir, Fannafold 245, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 14.00 Kristín Þórðardóttir, frá Melgraseyri, Jökulgrunni 11, verð- ur jarðsungin frá Melgraseyrar- kirkju. 14.00 Davíð Jóhannes Helgason, Sól- hlíð 19, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 14.00 Oliver Kristjánsson, Vallholti 3, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju. 14.00 Guðfinna Axelsdóttir, Ytri-Nes- löndum, Mývatnssveit, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju. 14.00 Dagbjartur Hansson, Hauganesi, Árskógsströnd, verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju. AFMÆLI Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónlist- armaður, er 47 ára. Haraldur Jónsson mynd- listarmaður er 44 ára. Þröstur Leó Gunnarsson leikari er 44 ára. Magnús Ver Magnússon kraftakarl er 42 ára. Halla Margrét Árnadótt- ir söngkona er 41 árs. Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, er 41 árs. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, afi og langafi Hjörtur Magnús Guðmundsson Löngubrekku 47, Kópavogi, sem lést 18.apríl síðastliðinn verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minn- ingarsjóð Sunnuhlíðar. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Rósa Sigurðardóttir Karl Hjartarson Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Lilja Hjartardóttir Sigrún Hjartardóttir Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir Stefanía Hjartardóttir Helgi Hrafnsson Gunnhildur Hjartardóttir Ingibjörg Hjartardóttir Skarphéðinn Þór Hjartarson Guðrún Sigríður Loftsdóttir Elsa Unnur Guðmundsdóttir Bragi Kr. Guðmundsson Margrét Hauksdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti til allra sem heiðruðu minningu Erlendar Sigmundssonar og sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall hans. Starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík er þökkuð einstök alúð og umönnun. Margrét Erlendsdóttir Helgi Hafliðason Álfhildur Erlendsdóttir Eymundur Þór Runólfsson og fjölskyldur Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Oddný Hansína Runólfsdóttir er lést á hjúkrunarheimilinu Vífilstöðum fimmtudaginn 14. apríl verður jarðsungin frá Fella- og hólakirkju mánudaginn 25. apríl kl. 13.00. Friðrik Jósepsson, Kristín Árdal, Oddný og María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.