Fréttablaðið - 23.04.2005, Side 29

Fréttablaðið - 23.04.2005, Side 29
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Það eina sem er erfitt við að kaupa nýjan bíl . . . . . . er að velja vegi við hæfi H in ri k P é tu rs s o n l w w w .m m e d ia .i s /h ip Góðan dag! Í dag er laugardagur 23. apríl, 113. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 5.27 13.26 21.27 AKUREYRI 5.03 13.11 21.21 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Jónas Traustason, íþrótta- og öku- kennari, hélt upp á tíu ára afmæli Sónötunnar sinnar fyrr í þessum mán- uði. Bílllinn er eðaleintak og hefur aldrei bilað. „Þetta er ‘95-árgerðin af Huyndai Sonata og ég féll fyrir honum af ýmsum ástæð- um,“ segir Jónas. „Hann þurfti að vera með góðum sætum af því ég ætlaði að nota hann í ökukennsluna og svo varð hann að vera hljóðlátur þar sem mér ligg- ur ekki mjög hátt rómur. Ég þurfti reynd- ar að taka út einangrunarmottur til að betur heyrðist í vélinni inni í bílnum. Það er ekki hægt að læra á bíl nema heyra í vélinni.“ Jónas athugaði á sínum tíma hvaða bílar uppfylltu þessar kröfur og prufukeyrði marga bíla. „Í lokin voru fjórir eftir og þá var þessi þriðjungi ódýrari en sá næst ódýrasti. Það réð úrslitum.“ Jónas segist hafa hugsað sér að kaupa bíl sem dygði í um það bil þrjú ár og 200 þús- und kílómetra. „Nú er ég búinn að keyra hann 410 þúsund kílómetra og enn hefur hann hvorki æmt eða skræmt. Ég er eigin- lega hættur að halda honum við því hann átti aldrei að endast svona lengi. Það hefur tvisvar verið keyrt á hann á undanförnum þremur árum og einu sinni datt á hann mót- orhjól og það er allt skráð á lakkinu. Ég geri ekki meira fyrir hann og þegar hann er bú- inn er hann bara búinn.“ Jónas er ekki með neina bíladellu og veit aðspurður ekki hvernig bíl hann fengi sér ef hann ætti sand af seðlum. „Örugglega ekki sportbíl,“ segir hann. „Það þarf að keyra þá hratt og það má hvergi á þessu landi. Ætli ég keypti mér ekki jeppa.“ Íþróttaáhugi Jónasar er hins vegar sýnu meiri en bílaáhuginn, en hann er íþrótta- kennari við leikskóla í Kópavogi. „Það er geysilegt fjör,“ segir hann. „Krakkarnir eru svo áhugasamir að þeir vilja alltaf mæta – jafnvel þótt þeir séu veikir. Jú, ég er örugglega að kenna upp- rennandi og væntanlegum keppendum á Ólympíuleikum.“ ■ Hefur ekki hikstað á tíu árum bilar@frettabladid.is Stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, General Motors, tapaði 1,1 milljarði dala, eða sjötíu milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þetta er mesta tap fyrirtækisins síðan árið 1992 en á sama tímabili á síðasta ári nam hagnaður General Motors 1,2 milljörð- um dala. Ástæða þessar- ar lélegu afkomu er minni bílasala og auk- inn kostnaður við heilbrigðisþjónustu starfsmanna. Fyr- irtækið hefur einnig þurft að greiða kostnað vegna upp- sagna um tólf þús- und starfsmanna í Evrópu. Ingvar Helgason býður viðskiptavinum sínum að fá Opel bifreið lánaða í allt að þrjá daga til reynslu frá 18. apr- íl til 18. júní. Til að skrá sig í reynsluaksturinn er hægt að hringja í síma 525 8005 eða senda póst á millionmile@ih.is. Erna Gísladóttir var endurkjörin formaður Bílgreinasambandsins (BGS) á aðalfundi sambandsins 16. apríl en hún er einnig forstjóri B&L. Erna var fyrst kosinn formaður árið 2001 og þetta er fimmta árið hennar sem formaður BGS. Jónas er hættur að halda Sónötunni sinni við enda bíllinn búinn að endast miklu lengur en lagt var upp með. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég tók ekki dótið þitt, ég bara dreifði aðeins meira úr því! ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Hyundai Trajet reynsluekinn BLS. 2 FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.