Fréttablaðið - 23.04.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 23.04.2005, Síða 48
Herramenn Rogers Hargreaves hafa glatt ungviði heims um áratugaskeið. Herramennirnir eru orðnir meira en fjörutíu talsins og margir þeirra minna á persónur sem eiga sér stað í raunveruleikanum. Fréttablaðið bar nokkra Herramenn saman við fræga Íslendinga og viti menn – þeir leynast nokkrir Herramennirnir hér á landi. Herra Subbi Garðurinn hans Herra Subba er uppfullur af alls kyns drasli og húsið hans skrýtnara en gengur og gerist. Sennilega kemst enginn í hálfkvisti við Herra Subba í subbuskap nema kannski kvikmyndagerðar- maðurinn Hrafn Gunnlaugsson, sem hefur komið sér upp ákaflega sérstöku og að margra mati subbulegu húsi í Laugarnesinu. Garðurinn er uppfullur af alls kyns drasli sem enginn sér tilgang í nema Hrafn sjálf- ur og húsið hefur tekið á sig undarlega mynd. 32 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku •Byggingafræði •Byggingaiðnfræði •Markaðshagfræði Á dönsku • Veltækni • Veltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Útfl utningstæknifræði • Félagsfræðingur Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Hafi r þú áhuga á að vita meira, komdu þá á kynningarfund fi mmtudaginn 28. apríl 2005 milli kl. 19 og 21:30 í Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1. Frá 25. til 30. apríl eru fulltrúar frá Vitus Bering, Eli Ellendersen og Jørgen Rasmussen á Hótel Sögu. Hringið í síma 525 9900, leggið inn skilaboð og við munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Eli í síma +45 60100151. VITUS BERING DENMARK CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5100 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK.www.vitusbering.dk Herra Ruddi Herra Ruddi er ruddi. Hann er einstaklega mikill ruddi. Herra Ruddi er oft með rudda- legar athugasemdir við fólk og hreytir þá ruddalegum athuga- semdum í það. Sömu sögu er að segja af Halldóri Blöndal, forseta Alþingis. Halldór á það til að hreyta ruddalegum at- hugasemdum í ó-breytta þing- menn sem fara í taug- arnar á honum. Þannig dæmir hann víti á þá þegar þeir tala, jafnvel þótt þeir hafi leyfi til þess. Herra Sæll Herra Sæll býr í Sælu- landi þar sem allir eru hamingjusamir. Fólk í fýlu þekkist ekki í Sælulandi og þeir sem eru niðurdregnir eru ekki lengi að taka gleði sína þegar þeir mæta Herra Sælum. Sömu sögu er að segja af Gísla Marteini Baldurs- syni, sjónvarps- manninum knáa. Gísli Marteinn er alltaf með bros á vör og hlær að öllu, jafnvel þótt umræðuefnið sé ekki fyndið. Og það er eins með Herra Sæl- an og Gísla Martein, hver sem kemur í þátt- inn til sjónvarps- stjörnunnar fer brosandi út. Herra Jóli Herra Jóli var skapaður í tilefni af jólunum. Hann er frændi jólasveinsins og hleypur í skarðið fyrir hann þegar sá gamli veikist. Ástþór Magnús- son, forsetaframbjóðandi og friðarsinni með meiru, hljóp einnig í skarðið fyrir jólasvein- inn þegar hann fór með jólapakka á stríðs- hrjáð svæði í Írak. Þá hefur hann einnig klætt sig upp á að jólasveinasið þegar hann mætti fyrir dómstóla þar sem hann var ásak- aður um að hafa haft í hótunum við íslensk flug- félög. Herra Æðislegur Herra Æðislegur er eins og nafnið gefur til kynna æðislegur. Hann á æðislegt hús með æðislegum garði. Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er ekki ósvipaður Herra Æðislegum. Bjarni þykir með myndarlegri mönnum, kemur af góðum og ríkum ættum, á æðis- legt hús í Garða- bæ og ferill hans hefur nánast verið lyginni líkastur. Bjarni stofnaði ungur sína eigin æðislegu lögmannsskrifstofu og fór æðislega ungur inn á þing. Þar hefur hann átt æðislega góðu gengi að fagna og er nú formaður allsherjarnefndar þingsins, sem af mörg- um er talin æðis- l e g a s t a nefnd þingsins. Herra Skellur Herra Skellur er einstaklega óheppinn maður sem er alltaf að meiða sig. Sama hvað Herra Skellur tekur sér fyrir hendur nær hann alltaf að slasa sig á einn eða annan hátt. Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi á við sama vandamál að stríða. Jón Arnar hefur reynt við hverja tugþrautina á fætur annarri síðustu ár en einhvern veg- inn virðist hann alltaf meiðast. Þá skiptir ekki máli í h v a ð a þraut hann er að keppa; spjót, kúlu eða hoppi, það er alltaf ein- hver líkamspartur sem gefur sig. Íslenskir Herramenn Herra Sterkur Herra Sterkur er svo sterkur að hann getur lyft upp heilu byggingunum. Herra Sterkur er svona sterkur af því að hann borðar svo mikið af eggj- um. Auðunn Jónsson kraftajötunn er okkar Herra Sterkur. Auðunn sýndi það og sannaði á lyftingamóti um síð- ustu helgi að þeir eru fáir sem stand- ast honum snúning þegar kemur að því að lyfta lóðunum. Auðunn er svo sterkur að hann gæti ábyggilega lyft heilu húsi, hann hefur bara aldrei reynt það. Hann borðar líka fullt af eggj- um eins og Herra Sterkur. Herra Kjaftaskur Herra Kjaftaskur er sá Herramannanna sem talar hvað mest. Það skiptir engu máli hvað er að gerast, Herra Kjaftask- ur talar út í eitt. Sömu sögu er að segja af Steingrími J. Sigfús- syni, sem talar og talar og talar. Steingrímur hefur margoft verið ræðukóngur Alþingis, sé miðað við hverja talaða mín- útu, og ber því Herramanns- nafnið með rentu. Það skiptir heldur engu máli hvert málefnið er, Steingrímur getur alltaf talað .

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.