Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,84 63,14
120,17 120,75
81,52 81,98
10,94 11,01
9,99 10,05
8,90 8,96
0,59 0,60
95,25 95,81
GENGI GJALDMIÐLA 25.04.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
112,49 +0,52%
4 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Líkfundarmálið fyrir Hæstarétt:
Þremenningarnir
krefjast sýknu
DÓMSMÁL Tveggja og hálfs árs
refsingar er krafist yfir Jónasi
Inga Ragnarssyni, Grétari Sig-
urðssyni og Tomasi Mala-
kauskas í líkfundarmálinu svo-
kallaða en aðalmeðferð í Hæsta-
rétti hófst í gær.
Ákæran er í þremur liðum,
þremenningarnir eru ákærðir
fyrir innflutning á fíkniefnun-
um, fyrir að hafa ekki komið
Vaidasi Jucivicius til hjálpar í
neyð og að lokum fyrir illa með-
ferð á líkinu.
Verjandi Tomasar sagði
skjólstæðing sinn viðurkenna að
hafa átt þátt í innflutningnum á
fíkniefnunum en krafðist sýknu
af hinum ákæruliðunum. Grétar
Sigurðsson var eini ákærandinn
sem var viðstaddur málflutning-
inn og krafðist hann sýknu af
öllum ákæruliðum. Verjandi
Jónasar krafðist einnig sýknu
eða að minnsta kosti lækkunar á
refsingu.
Verjandi Grétars sagði að
þremenningarnir hefðu ekki
getað gert sér grein fyrir þeirri
neyð sem Vaidas var í þar sem
Vaidas sjálfur hefði ekki verið
meðvitaður um að hann væri í
bráðri lífshættu.
-jse
Viðræður hefjast
mjög fljótlega
Heather Conley, einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir við-
ræður um framhald varnarsamningsins hefjast mjög fljótlega. Tekið verður
tillit til tvíhliða skuldbindinga við uppstokkun herstöðva Bandaríkjahers.
UTANRÍKISMÁL Nýjar viðræður um
framhald tvíhliða varnarsamn-
ings Bandaríkjanna og Íslands
munu hefjast innan skamms.
Þetta segir Heather Conley, sem
er einn aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og er stödd
hér á landi vegna ráðstefnu
bandarískra sendiherra á Norð-
urlöndum og í Eystrasaltsríkjun-
um. Conley átti í gær samráðs-
fundi með fulltrúum íslenskra
stjórnvalda. Davíð Oddsson ut-
anríkisráðherra hitti hún þó ekki
fyrr en í kvöldverðarboði sem
hann hélt bandarísku sendiherr-
unum í gærkvöld.
„Við deilum sannarlega þeirri
ósk með íslenskum stjórnvöld-
um að farið verði í þessar við-
ræður eins fljótt og unnt er. Það
er mjög mikilvægt fyrir báðar
ríkisstjórnir að þetta mál verði
leyst sem allra fyrst,“ sagði
Conley er Fréttablaðið innti
hana eftir stöðu viðræðnanna
um varnarsamstarfið. Hún sagði
utanríkisráðherraskiptin í kjöl-
far forsetakosninganna vestra í
vetur hafa valdið töfum á því að
viðræðurnar við Íslendinga
hæfust á ný. Í fyrri lotum þess-
ara viðræðna kom í ljós að utan-
ríkisráðuneytið í Washington
hafði aðrar áherslur í því sam-
bandi en varnarmálaráðuneytið.
Conley fullyrðir að þegar næst
verður sest til samninga við Ís-
lendinga verði stefna Banda-
ríkjastjórnar óskipt og heil-
steypt.
Komið hefur fram að í boð-
aðri allsherjaruppstokkun her-
stöðvakerfis Bandaríkjahers
verði herstöðvum í Vestur-Evr-
ópu fækkað til muna og fjöldi
bandarískra hermanna í þeim
skorinn niður um allt að 60 pró-
sent frá því sem nú er. Spurð
hvort þessi uppstokkun muni
með beinum hætti snerta starf-
semi varnarstöðvarinnar í
Keflavík svarar Conley að það
komi í ljós, en tekur skýrt fram
að í því ferli verði tekið tillit til
tvíhliða samningsskuldbindinga
Bandaríkjamanna gagnvart Ís-
lendingum; að því leytinu gildi
annað um herstöðina hér en aðr-
ar herstöðvar Bandaríkjahers í
Evrópu.
Spurð um mál Bobbys
Fischers ítrekaði Conley að
bandarísk stjórnvöld hörmuðu
að Íslendingar skyldu hafa
hindrað framgang bandarískrar
réttvísi með því að veita honum
ríkisborgararétt hérlendis.
audunn@frettabladid.is
Átök í Nepal
Ráðist gegn
skæruliðum
KATMANDU, AP Stjórnarherinn í
Nepal hóf í gær stórsókn gegn
uppreisnarmönnum í landinu og
létu þyrlur meðal annars sprengj-
ur rigna yfir búðir þeirra.
Hreyfing kommúnista hefur
um skeið stýrt nokkrum héruðum
landsins og jafnvel innheimt
skatta og framfylgt eigin lögum.
Eftir að fréttist af grimmdarverk-
um þeirra gegn óbreyttum borg-
urum skáru yfirvöld upp herör
gegn þeim. 170 skæruliðar hafa
látist í átökum síðustu vikur.
Gyanendra konungur er hins
vegar sjálfur sagður vera óvand-
ur að meðulum. Eftir að hann tók
sér alræðisvald í febrúar hefur
Nepal einangrast á alþjóðavett-
vangi og erlendri aðstoð við land-
ið verið hætt. ■
■ BANDARÍKIN
BUSH RÆÐIR UM BENSÍNVERÐ
Abdullah, krónprins í Sádi-Arabíu,
hitti bandaríska ráðamenn á bú-
garði George W. Bush í Texas í gær
þar sem verðlag á olíu var til um-
ræðu. Bush hvatti Abdullah til að
stórauka olíuframleiðsluna en Sádi-
Arabar eru mestu olíuframleiðend-
ur heims. Búist er við verðlækkun.
UMFERÐARÖNGÞVEITI VEGNA OSTS
Vöruflutningabíll með fullfermi af
osti valt á hraðbraut í Indiana-ríki.
Osturinn þeyttist um allan veginn
og því varð að loka honum í nokkra
klukkutíma á meðan þrif stóðu yfir.
Slysið varð vegna óvarkárni bíl-
stjórans þegar hann stillti útvarpið.
Enginn meiðsl urðu þó á fólki.
HEITT Í HAMSI
Félagi í flokki Allawi var óhress með að
flokkur hans hefði verið útilokaður frá
þátttöku í stjórninni.
Stjórnarmyndun:
Ennþá er
allt í hnút
BAGDAD, AP Hvorki gengur né rek-
ur í stjórnarmyndunarviðræðun-
um í Írak. Þessa stundina er deilt
um þá ákvörðun Ibrahim al-Jaaf-
ari, leiðtoga Dawa-flokksins og
verðandi forsætisráðherra, að úti-
loka flokk Iyad Allawi, forsætis-
ráðherra bráðabirgðastjórnarinn-
ar, frá þátttöku í ríkisstjórninni.
Allawi og félagar hans hlutu 40
þingsæti í kosningunum í janúar
og höfðu gert sér vonir um að fá
veigamikil ráðherraembætti.
Á meðan berast landsmenn á
banaspjótum. 29 hafa farist í
sprengjuárásum víða um land síð-
ustu daga, þar á meðal fórust 23 í
bílsprengjuárás fyrir utan ísbúð í
Bagdad á sunnudaginn. ■
M
YN
D
A
P
ÓTVÍRÆ‹IR YFIRBUR‹IR
Svo skaltu gera ver›samanbur›.
29.447,-*
Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur
2.460.000Ver› nú
Ger›u fyrst gæ›asamanbur›.
TILLIT TEKIÐ TIL TVÍHLIÐA SKULDBINDINGA
Heather Conley segir Keflavíkurstöðina njóta sérstöðu í herstöðvakerfi
Bandaríkjamanna í Evrópu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
VIÐ HÖFNINA Í NORÐFIRÐI
Lík Vaidasar fannst í bátahöfn í Norðfirði. Þreminingarnir sem komu því þar fyrir telja sig
ekki seka um slæma meðferð á líki.
■ MIÐ-AUSTURLÖND
VERKAMENN GERA UPPREISN
700 bangladesskir verkamenn
réðust inn í sendiráð Bangladess
í Kúvætborg á sunnudag til að
mótmæla margra mánaða drætti
á launagreiðslum. Talið er að
mörg hundruð þúsund manns frá
Austurlöndum fjær starfi í olíu-
ríkjunum við Persaflóa en rétt-
indi þeirra eru fótum troðin að
mati mannréttindasamtaka.
■ MIÐ-AUSTURLÖND
SÝRLENDINGAR Á BROTT FRÁ LÍ-
BANON Aðeins eru um 300 sýr-
lenskir hermenn eftir í Líbanon en
14.000 manna herlið þeirra er að
mestu á brott. Yfirmaður öryggis-
mála í Líbanon lét af störfum, hann
var talinn hallur undir Sýrlendinga.