Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 19
Laufey hefur verið hjá einkaþjálfara í tvo mánuði og finnur mikinn mun á sér.
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagur 26. apríl,
116. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.17 13.25 21.36
AKUREYRI 4.51 13.10 21.32
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Laufey Karítas Einarsdóttir, nemi í
viðskiptafræði við Háskóla Íslands, er
nýbyrjuð að hreyfa sig aftur eftir
barnsburð og nýtur dyggs stuðnings
einkaþjálfarans síns.
„Núna er ég í einkaþjálfun hjá Kolbrúnu
Pálínu í Sporthúsinu. Ég er dansari og
hef dansað mikið allt mitt líf. Ég á tvær
stelpur og eftir það var ég líkamlega búin
og gat ekki farið strax aftur að dansa
heldur þurfti að byggja upp alla vöðva og
komast í sæmilegt form til þess að geta
dansað aftur. Kolbrún æfir líka innri
vöðvana hjá mér en ekki bara ytri
vöðvana,“ segir Laufey, sem eignaðist
yngri dóttur sína fyrir sex mánuðum.
„Ég byrjaði í einkaþjálfun þegar dótt-
ir mín var fjögurra mánaða. Það er voða-
lega þægilegt að vera hjá Kolbrúnu í
einkaþjálfun því ég þekkti hana áður og
hún átti sjálf barn fyrir átta mánuðum
þannig að við erum í raun í þessu sam-
an.“
„Ég fann rosalegan mun á mér fljót-
lega eftir að ég byrjaði að lyfta en ég hef
aldrei gert svona áður – að lyfta lóðum á
líkamsræktarstöð,“ segir Laufey, sem
hugsar líka talsvert um mataræðið. „Ég
þarf eiginlega hjálp við að þyngja mig,“
segir Laufey og blaðakona öfundar hana
af því vandamáli. „Það er samt lúmskt
erfitt og erfiðara heldur en hitt. Ég þarf
að borða hollt en ég má samt ekki léttast
því ég þarf að þyngja vöðvamassann. Ég
reyni að borða skyr, kjöt og prótein í
bland en ég hugsa tvímælalaust meira
um það sem ég læt ofan í mig en áður.“
lilja@frettabladid.is
Byggir upp vöðva með
aðstoð einkaþjálfara Hjólað í vinnuna nefnist fyrir-tækjakeppni sem fram fer um
allt land dagana 2. maí til 13.
maí. Keppnin er fræðslu- og
hvatningarverkefni ÍSÍ og er
meginmarkmið að vekja at-
hygli á hjólreiðum sem heilsu-
samlegum, umhverfis-
vænum og hagkvæmum
samgöngumáta. Heima-
síðu verkefnisins er að
finna á www.issisport.is.
Leiknum verður hleypt af
stokkunum í Húsdýra-
garðinum 2. maí klukkan
8.30.
Áfengissala hér á landi
jókst um 6,3% milli áranna
2003 og 2004 í lítrum talið, úr
19,2 milljónum lítra árið 2003
í 20,4 lítra árið 2004. Þessi
sala samsvarar 6,71 alkó-
hóllítra á hvern íbúa 15 ára og
eldri, en var 6,52 alkóhóllítrar
á árinu 2003.
Fósturskimun og fóstur-
greining á meðgöngu nefnast
drög að bæklingi sem Land-
læknir gefur út. Bæk-
lingnum er ætlað að
upplýsa verðandi for-
eldra um rannsóknir
sem bjóðast til skimunar
og greiningar á fósturgöll-
um og meðfæddum sjúk-
dómum með það fyrir
augum að auðvelda þeim
að taka ákvörðun um val
á slíkum rannsóknum.
Bæklingurinn er nú til um-
sagnar og hægt er að kynna
sér efni hans á heimasíðu
Landlæknisembættisins.
heilsa@frettabladid.is
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í heilsu
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Það er miklu auð-
veldara að fara í
skóna eftir að
mér var sagt að
setja tærnar
fyrst!
Piparsveinar punta sig
BLS. 3
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA