Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 16
Nú hefur hin mikla hlutafjár- söfnun í Símann staðið í hálfan mánuð. Hlutafjársöfnunin er gerð í nafni almennings, sem væntanlega ætti hér að vera með stórum staf. Sú ágæta kona Agnes Bragadóttir, sem hingað til hefur frekar stundað sagn- fræði- eða rannsóknarblaða- mennsku um nýliðna fortíð en að tjá sig um atburði líðandi stund- ar, kvaddi sér hljóðs „undir nafni“ eins og sagt er og hvatti okkur almenning þessa lands til að vakna til lífsins og láta ekki ráðamennina selja bandamönn- um sínum Símann. Láta þá ekki endurtaka leikinn þegar þeir víl- uðu og díluðu og seldu bankana á tombóluprís. Agnes er talin öll- um hnútum kunnug í þessum heimi, enda lét almenningurinn ekki á sér standa og safnast hef- ur fullt af peningum. Ég verð þó að játa að ég er frekar á línu DV í þessum efnum en þar var spurt: Af hverju skyldi almenningur kaupa það sem hann á? Já, af hverju skyld- um við gera það. Jú, fólk er orð- ið svo samdauna þeim freklegu aðferðum sem notaðar eru hér við alla hluti, og þá sérstaklega stjórn landsins, að það er farið að bregðast við með þeim ráðum sem það heldur að dugi í spilinu. Það hlýtur að vera ákaflega al- varleg staða í þjóðfélagi þegar stjórnvöld eru búin að skrum- skæla svo allar leikreglur að fólk getur ekki annað en myndað fjármagnsblokk til að sjá við helmingaskiptunum. Það sem er kannski verst í þessu er að þetta gefur handsalsmönnunum tveim góða afsökun fyrir að halda áfram á þessari leið. Þessi leið minnkar hins vegar ekkert ójöfnuðinn í landinu. Það er nefnilega fullt af fólki sem á ekkert aflögu til að setja í púkk- ið og kaupa Símann. Sumir eiga fimmtíuþúsund til að setja í almenningspottinn og aðrir eiga kannski tíu milljónir, svo geta allir selt á þreföldu verði eftir þrjú ár. Þeir sem lögðu inn fimmtíu þúsund græða hundrað þúsund kall og þeir sem áttu tíu milljónir græða tuttugu milljónir. En þeir sem eiga ekk- ert aflögu græða ekki neitt. Er alveg í lagi að það fólk hagnist ekki neitt þegar fjármálaspek- úlantarnir og gúrúarnir sem al- menningshlutfélagið ætlar að gera bandalag við eru búnir að margfalda verðmæti Símans? Almenningsuppreisnin er engin uppreisn fyrir það fólk. Endirinn verður ekki annar en sá að sum- ir verða jafnari en aðrir. Ekki finnst mér það batna þegar nýir forsvarsmenn almennings segj- ast ætla að leita til lífeyrissjóð- anna sem eru í eigu almennings. Erum við ekki með nógu marga sjóðakarla að ráðskast með líf- eyrinn okkar þó nýir sjóðkarlar og -kerlingar fari ekki að ásæl- ast hann líka? Helmingaskipta- karlarnir yrðu þó trúi ég kátir með að geta vitnað til þess að þeir hefðu selt almenningi og líf- eyrissjóðunum Símann. Þetta leikrit allt saman á ekkert skylt við almenningshlutafélögin sem Eyjólfur Konráð barðist fyrir hér á árum áður. Nei, auðvitað á einfaldlega að afhenda fólkinu í landinu hluta- bréfin í Símanum. Sumir geta selt strax og fengið andvirðið út í hönd, aðrir geta átt hlutabréfin um stund eða lengi ef þeir vilja og selt svo á því margfalda verði sem verið er að spá. Þá stæðu allir jafnir í upphafi og hver og einn yrði sinnar gæfu smiður. Við þessu segja spekingar að selja eigi Símann til að við höf- um efni á nýjum spítala eða Sundabraut. Þeir reyndar togast á um það, handsalsmennirnir, hvort skuli vera. Ráða þessu þó alls ekki einir, þótt þeir geti ákveðið útboðsskilmálana. En það er eins með þetta og önnur mál að þeir tala alltaf eins og þingið, sem þó ræður ráðstöfun fjárins, sé ekki til. Skyldu stjórnarþingmenn ekki vera orðnir svolítið þreyttir á lítils- virðingunni sem flokksformenn- irnir sýna þeim við hvert tæki- færi sem gefst? Að auki hefur hlutafjársöfn- unarfárið beint athyglinni frá grunnnetinu, og þeirri staðreynd að það á að fylgja með í kaupun- um. Þannig á að veita nýjum eig- endum Símans tækifæri til að misbjóða og hrella samkeppnis- aðilana. En það er kannski allt í lagi fyrst svona margir eiga í Símanum? Stundum finnst mér alveg hreint ótrúlegt að flokkur sem kennir sig, eða að minnsta kosti kenndi sig, við frelsi ein- staklingsins skuli vera stærri flokkurinn í þessari ríkisstjórn þar sem klíkuskapurinn og meirihlutaræðið virðast öllu öðru æðra. ■ F ram hefur komið í nýrri íslenskri rannsókn að minni lyfja-notkun dregur úr ónæmi fyrir sýklalyfjum. Þetta er niður-staða Vilhjálms Ara Arasonar læknis sem rannsakað hefur notkun á sýklalyfjum gegn eyrnabólgu hjá börnum. Það hefur lengi verið vitað að notkun á sýklalyfjum hér á landi hefur verið mun meiri en víða í nágrannalöndunum og ýmiss konar ástæður eða skýringar færðar fyrir því. Oft er það svo að sjúkling- ar koma til læknis án þess að um stórvægilega kvilla sé að ræða og vilja ráða bót á þeim hið allra fyrsta. Læknar hafa þá freistast til að gefa sýklalyf, þótt það hafi ekki verið bráðnauðsynlegt til að vinna bug á kvillunum. Nokkurra daga rólegheit heima og heilbrigt líferni gæti allt eins dugað vel til að ráða bót á kvillunum, en Íslendingar eru margir hverjir óþolinmóðir og vilja fá lyf við margskonar kvill- um. Þetta gildir líka um foreldra með ung börn sem gjarnan fá í eyr- un á fyrstu árum sínum. Rannsókn Vilhjálms Ara leiddi meðal annars í ljós að sums stað- ar á landinu voru börn meðhöndluð við eyrnabólgu þrisvar á ári að jafnaði og fengu þau margfalt meira af sýklalyfjum en fullorðið fólk. Í augum leikmanns er þetta ótrúleg tala, en á sér sjálfsagt sín- ar skýringar, því eyrnabólga ungbarna getur verið mjög hvimleið. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær sagði Vilhjálmur Ari: „Þetta leiddi til vaxandi sýklaónæmis meðal barna. Full ástæða er til þess að vara við þessu lyfjaónæmi. Enda hefur Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) skilgreint ónæmisþróunina sem meiriháttar ógn við heilsu manna í framtíðinni vegna þess að það eykur líkurnar á að ekki finnist nothæf lyf við erfiðum bakteríusýkingum,“ Rannsókn hans nær til Hafnarfjarðar, Vestmannaeyja, Bolungar- víkur og Egilsstaða. „Egilsstaðir skáru sig úr. Þar minnkaði sýkla- lyfjanotkunin um sextíu til sjötíu af hundraði. Samfara þessu batn- aði eyrnaheilsa barna á svæði Heilsugæslustöðvarinnar. Börnum sem fengu rör í hljóðhimnur fækkaði á sama tíma og þeim fjölgaði í Vestmannaeyjum, þar sem sýklalyfjanotkunin var meiri.“ Þetta eru fróðlegar upplýsingar, sem heilbrigðisyfirvöld ættu að nota sér, ef þau hafa ekki þegar gert það. Mál þessu skylt er þingsályktunartillaga Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur alþingismanns og fleiri um að kannað verði hvort hreyfing geti orðið einn af kostunum í heilbrigðisþjónustu sem lækning, þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og lyf eða læknisaðgerðir. Þetta fyrirkomu- lag er þegar þekkt í nokkrum nágrannalöndum okkar og læknar hér munu hafa bryddað upp á þessu. Sem betur fer þá hefur útivist og hreyfing færst mjög í vöxt hér á undanförnum árum, og nú með sumarkomu og betra veðri ætti einmitt að vera grundvöllur fyrir lækna og heilbrigðisyfirvöld til að hvetja fólk til þess að hreyfa sig úti í stað þess að fá lyfseðil við smávægilegum kvillum. ■ 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Notkun sýklalyfja er mun meiri hér en annarsstaðar á Norurlöndum Minni lyf – og út að ganga FRÁ DEGI TIL DAGS Rannsókn Vilhjálms Ara leiddi meðal annars í ljós að sums staðar á landinu voru börn meðhöndluð við eyrnabólgu þrisvar á ári að jafnaði og fengu þau margfalt meira af sýklalyfjum en fullorðið fólk. Í augum leikmanns er þetta ótrúleg tala, en á sér sjálfsagt sínar skýringar, því eyrnabólga ungbarna getur verið mjög hvimleið. ,, Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið BTL BTF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 11. hver vinnur. Um Símann Aðstoðarmaðurinn fram á ritvöllinn Birgir Hermannsson vakti fyrst almenni- lega athygli þegar hann úthúðaði Össuri Skarphéðinssyni, þá óbreyttum þingmanni Alþýðuflokksins, fyrir að styðja áform ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, um að skera niður námslán. Eftirmálar urðu aðrir en stundum þegar stjórnmála- menn eru skammaðir því þeg- ar Össur varð umhverfis- ráðherra skömmu síðar réði hann Birgi sem að- stoðarmann sinn í ráðu- neytinu. Nú virðist Birgir kominn í svipaðan ham og í upphafi því í kjallaragrein sem hann skrifaði í DV í gær fjallar hann um formannskosninguna í Samfylkingunni og er gagnrýninn á fram- göngu Össurar og stuðningsmanna hans, einkum Einars Karls Haraldssonar sem hann vitnar til sem „ofmetins kosn- ingagúrús og baktjaldamakkara“. Mátturinn og dýrðin Það sem vekur þó kannski mesta athygli í grein aðstoðarmannsins fyrrverandi er upphaf hennar. „Þegar Samfylkingin var formlega stofnuð sem stjórnmálaflokkur var mátturinn hjá formanni flokksins Öss- uri Skarphéðinssyni, en dýrðin hjá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í Reykjavík. Þegar Ingibjörg Sólrún steig úr stóli borgarstjóra var ljóst að einungis tímaspurning yrði hvenær mátturinn og dýrðin yrðu sameinuð og borgarstjórinn fyrrverandi krýndur formaður Samfylking- ar,“ segir Birgir og bætir við að það eina sem hafi komið á óvart sé hversu langan tíma þetta hafi tekið. Í manna minnum Birgir er ekki fyrstur manna til að ræða um mátt og dýrð stjórnmálamanna. Í bæj- arstjórakosningunum 1920 bauð Sigurður Eggerz sig fram gegn Knúti Zimsen bæjar- stjóra og sagði á framboðsfundi að hann gæti alveg orðið borgarstjóri því hann hefði verið ráðherra. Þá reis Árni Pálsson prófessor á fætur og andmælti þessu með orðunum: „Það er satt, þitt var ríkið en hvorki mátturinn né dýrðin.“ Þá er ekki úr vegi að minnast þess að Páll Pétursson sá tvisvar ástæðu til að segja um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks sem sat 1991 til 1995 að þó henn- ar væri ríkið um stund væri hvorki máttur- inn né dýrðin hennar. brynjólfur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Sumir eiga fimmtíu- þúsund til að setja í almenningspottinn og aðrir eiga kannski tíu millj- ónir, svo geta allir selt á þreföldu verði eftir þrjú ár. Í DAG INNLEGG UM SÖLU Á SÍMANUM VALGERÐUR BJARNADÓTTIR,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.