Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005 13 VILL ÞETTA EINHVER? Benedikt XVI páfi hampar styttu af Maríu mey. Íslenska landsliðið í ökuleikni strætisvagna var valið á dögun- um, en sex vagnstjórar komust í liðið eftir æsispennandi for- keppni. Björg Guðmundsdóttir er eina konan í liðinu í ár, en hún hef- ur keppt nokkrum sinnum áður fyrir Íslands hönd. „Þetta er ekki hæfileiki sem hægt er að þjálfa upp,“ segir hún. „Annað hvort hef- ur maður þetta eða ekki.“ Landsliðið mun etja kappi við lið hinna Norðurlandanna í sumar og hefur titil að verja. Keppnin verður haldin á Íslandi í ár. „Það eru lagðar upp þrautir þar sem við þurfum að sýna lagni okkar og lipurð á sem stystum tíma og gera sem fæstar villur,“ segir Björg um keppnina. Björg hefur þrisvar keppt með landsliðinu hér heima og líka farið til Noregs og Finn- lands og meðal annars náð silfrinu í einstaklingskeppni. Hún var fyrsta konan til að keppa í öku- leikni fyrir Íslands hönd, en ein önnur hefur gert það síðan. „Mig minnir að Danir hafi verið fyrsta liðið til að hafa konu í sínu liði, en Ísland hefur oftast haft konu í sínu liði.“ Hún kvartar ekki yfir liðsfélögunum. „Þetta eru strák- arnir mínir, ég er mamman í hópnum,“ segir hún og hlær. Þótt Björg sé innan við fimm- tugt á hún að baki 28 ára starfs- feril sem vagnstjóri og keyrir nú leið 110. „Maðurinn minn hvatti mig á sínum tíma að taka meira- prófið sem ég gerði og ílentist í þessu. En þetta er lifandi og gef- andi starf að ýmsu leyti og það er gott vera í kringum fólk.“ -bs SKORSTEINN Maður þarf ekki að vera mjög gildur til að festast í strompi. Óheppinn innbrotsþjófur: Fastur í strompi Hann var óheppinn 19 ára inn- brotsþjófurinn sem ætlaði að láta greipar sópa á mannlausu heimili í Reno í Bandaríkjunum á föstu- dag. Þar sem gluggar og hurðir voru kirfilega læst greip þjófur- inn til þess úrræðis að klífa upp á þak og láta sig síga niður stromp- inn. Það fór þó ekki betur en svo að drengurinn festist á miðri leið og komst hvorki afturábak né áfram. Hann greip þá á það ráð að kalla á hjálp af lífs og sálar kröft- um þannig að maður í næsta húsi varð var við og hringdi í lögregl- una. Þjófurinn ólukkulegi var svo vel fastur að brjóta þurfti niður stóran hluta skorsteinsins til að losa hann. Honum varð þó ekki meint af rúmlega tveggja tíma vistinni í strompinum og fékk að dúsa yfir nótt í fangelsi. ■ Nýtt landslið í ökuleikni: Annað hvort hefur maður þetta eða ekki BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Björg var í fríi frá vinnu í gær og nýtti blíðviðrið til vorverka í garðinum. Íslendingar eiga titil að verja á Norðurlandamótinu í ökuleikni. Gestum og gangandi gefst færi á að berja augum prófverkefni af námskeiðinu Tölvustýrður vél- búnaður í verkfræðideild Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra tækja sem eru til sýnis er barnagælan, sem er tæki sem fest er við barnavagna og ruggar þar til barnið er sofnað. Hætti það ekki að skæla sendir tækið foreldrinu SMS. Séu menn áhugasamir um skotveiðar en leiðist útivera gæti lausnin verið fólgin í internetstýrða skotpallin- um fyrir haglabyssur þar sem músarsmellur nægir til að hleypa af. Unnendur Irish-coffee fagna því sjálfsagt að verkfræðinemar hafa setið sveittir við hönnun sér- stakrar Irish-coffe kaffivélar sem hellir sjálf upp á drykkinn. Kynningin hefst klukkan 14.00 í VRIII og verða tækin prófuð að henni lokinni. Haglabyssan verð- ur óhlaðin. - bs Próf í verkfræði: Haglabyssur og barnagælur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.