Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 17
Starfsmannamál GT verktaka Í Fréttablaðinu föstudaginn 22. apríl er birt yfirlýsing frá Gísla Sveinbjörnssyni, einum af for- svarsmönnum GT verktaka. Í yfir- lýsingunni er Oddur Friðriksson sagður fara með rangt mál varð- andi dvöl tveggja lettneskra verka- manna og sagt er að Oddur, verka- lýðshreyfingin og Vinnumálastofn- unin leggi fyrirtækið í einelti. Förum aðeins yfir staðreyndir málsins. Um miðjan febrúar voru þrír íslenskir verkamenn látnir hætta störfum hjá GT verktökum og í staðinn ráðnir fjórir lettneskir verkamenn á svokölluðum þjón- ustusamningum. Strax og þetta varð ljóst gerði Vinnumálastofnun athugasemd, lýsti því yfir að ekki væri um þjónustusamninga að ræða og óskaði eftir að sýslu- mannsembættið á Seyðisfirði rann- sakaði málið. Ekkert gerðist í mál- inu fyrr en tveimur mánuðum síðar að lögreglan handtók mennina og færði þá í skýrslutöku. Um mán- aðamótin febrúar/mars óskaði yfir- trúnaðarmaður eftir afritum af ráðningarsamningum og upplýs- ingum um laun lettnesku starfs- mannanna. Engin svör eru komin frá GT verktökum og vísa þeir málinu til leigusala í Lettlandi. Í núgildandi virkjunarsamningi skuldbinda verktakar sig til að afhenda yfir- trúnaðarmanni ráðningarsamninga og upplýsingar um laun starfs- manna sem koma til starfa á virkj- unarsvæðinu. Skiptir engu máli hvort um er að ræða aðalverktaka eða undirverktaka. Reyndar er sér- staklega tekið fram í virkjunar- samningi að aðalverktaki beri ábyrgð á að undirverktaki standi við samninginn. Réttur yfirtrúnað- armanns er því ótvíræður að fá ráðningarsamninga og upplýsingar um launakjör starfsmanna. GT verktakar hafa því brotið virkjun- arsamninginn með mjög alvarleg- um hætti með því að afhenda ekki umbeðnar upplýsingar. Þrátt fyrir að GT verktakar sæki starfsmenn til erlendra starfsmannaleigufyrirtækja losnar fyrirtækið á engan hátt undan framangreindum skyldum. Við- skipti GT verktaka og starfs- mannaleigunnar eru ekki einkamál þeirra því á Íslandi gilda íslensk lög og kjarasamningar og allir starfsmenn sem hingað koma verða að njóta að lágmarki þeirra kjara sem samningar og lög tryggja. Meðan fyrirtæki geta ekki staðfest að ráðningarkjörin upp- fylli íslensk lágmarkskjör liggja þau undir grun um að þau séu að fara á skjön við kjarasamninga. Oddur Friðriksson, yfirtrúnað- armaður við Kárahnjúkavirkjun, hefur starfað við mjög erfiðar að- stæður. Frá upphafi hefur hann verið í stanslausri baráttu við er- lenda verktaka sem hafa átt erfitt með að sætta sig við íslensk lög og kjarasamninga. Eftir mikla vinnu og þrautseigju er nú að nást árang- ur og virðist sem erlendu verktak- arnir séu búnir að átta sig á að sam- starf er eina leiðin til að ná árangri. Eftir stendur íslenskur undir- verktaki sem hefur reynst mjög erfiður í samstarfi og kallar það siðleysi af yfirtrúnaðarmanni að gæta hagsmuna tveggja erlendra verkamanna sem eru í farbanni vegna hugsanlegra brota sem GT verktakar bera alla ábyrgð á. Ég lýsi fullum stuðningi við störf Odds Friðrikssonar yfirtrúnaðarmanns og ef GT verktakar eru óánægðir með hans störf stafar það af því að þeir hafa ekki látið hann hafa um- beðnar upplýsingar sem hann á fullan rétt á og GT verktakar und- irgengust um leið og þeir gerðust verktakar á virkjunarsvæðinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að GT verktökum sé annt um að fara að gildandi lögum og reglum. Ekki efa ég að þetta er vel meint en það er ekki nóg að lýsa þessu yfir, aðal- atriðið er að framfylgja góðum markmiðum. Ég skora á Gísla Sveinbjörnsson að afhenda yfir- trúnaðarmanni allar upplýsingar um starfskjör lettnesku starfs- mannanna og koma samskiptunum þar með í gott horf. Standist ráðn- ingarkjörin íslenska kjarasamn- inga og lög er ekkert að fela. Greinarhöfundur er talsmaður samstarfsnefndar um virkjunar- samning. 17ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005 En simmsalabimm? Abrakadabra er dulrænt orð sem er notað til að töfra fram góða anda sem eiga að veita vernd gegn sjúkdómum. Orðið er einnig notað af nútíma töfra- mönnum þegar þeir þykjast galdra fram dulræna eða yfirnáttúrulega krafta til að aðstoða þá í blekkingum þeirra. Þessi töfraformúla gæti verið tengd orðinu „abraxas“ sem finnst á mörgum verndargripum frá síðustu árum rómverska heimsveldisins og er talið vera upphaflega frá Gnostíkerum eða Egyptum. Það er allavega ljóst að abrakadabra virkar alveg jafn vel og abraxas eða hókus pókus. Óli Gneisti veltir fyrir sér töfraorðum á vantru.net. Birtingarmynd æskudýrkunar? Til stendur að tengja verðmæti iðgjalda aldri greiðandans þannig að iðgjöld sem greidd eru á unga aldri eru verð- mætari en iðgjöld sem við greiðum þegar aldurinn færist yfir. Rökin eru þau að sjóðurinn hafi peningana lengur til ávöxtunar. En hvað þýðir þetta t.d. fyrir konur sem eru fjarri vinnumarkaði á fyrstu árum starfsævinnar vegna barn- eigna og hvað með langskólagengið fólk sem kemur seint inn á vinnumark- að? Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Penninn er öflugri en... Blaðamaður sem býr við ritfrelsi þarf að axla mikla ábyrgð því völd þeirra og áhrif í samfélaginu eru mikil. Það hlýtur því að vera eðlileg og sífelld spurning stéttarinnar hvort hún sé að axla þessa ábyrgð í störfum sínum. Fagna ber framtaki Morgunblaðsins og Háskólans á Akureyri að taka þetta viðfangsefni til umfjöllunar. Á stund- um finnst mér ýmsir blaðamenn hér- lendis bregðast ábyrgð sinni í því mikla frelsi sem þeir njóta til allrar hamingju. Einhver lenska er orðin hjá sumum að gera sig breiða með því að vera nógu orðljótir og finnst „töff“ að tala illa um stjórnmálamenn, málefni eða flokka. Þá finnst mér um of gæta tilhneigingar nokkurra blaðamanna að fjalla um álitamál á þann hátt að þeirra eigin sjónarmið verða undir- liggjandi við nálgun málsins en ekki hin hlutlausa frásögn þar sem lesand- anum/hlustandanum/áhorfandum er ætlað að mynda sér skoðun af um- fjölluninni. Hjálmar Árnason á althingi.is/hjal- mara/ AF NETINU Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • Sími 568 8611 • piano@piano.is Píanó á verði sem þú hefur ekki séð áður! Goodway hljóðfærin eru frábær kostur fyrir þá sem eru að kaupa si fyrsta píanó. Í fyrsta sinn á Íslandi bjóðum við þér nú upp á að kaupa píanó á vaxtalausum greiðslum (til 15 mánaða). 2 ára ábyrgð. Verð frá 15.867 kr. í 15 mán. eða 238.000 kr. staðgrei . 121 og 123 cm. píanó í svörtu, hnotu og mahony. Leynist lítill snillingur á þínu heimili? 91-5350 ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN ERLENDIR VERKA- MENN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.