Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 21
3ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005 ABC Plus Senior Fjölvítamín fyrir fólk á efri árum 60 töflur (tveggja mán. skammtur) Gerið verðsamanburð! ABC Plus Senior er sérsniðin bætiefnablanda fyrir fólk sem komið er á efri ár. Það inniheldur vítamín, steinefni og snefilefni auk m.a. lýkópens og lúteíns. Lúteín er andoxunarefni sem tilheyrir karótín fjölskyldunni og er nauðsynlegt til að viðhalda góðri sjón.aðeins kr.499,- FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX , , , , , , Vísindamenn hafa komist að því að með einfaldri heilaskönnun er hægt að lesa hugsanir fólks. Vísindamenn bæði í Bretlandi og Japan hafa komist að því að hægt er að lesa hugsanir fólks með ein- faldri heilaskönnun. Hjá nokkrum sjálfboðaliðum var fylgst með þeim hluta heilans sem tekur á móti upplýsingum frá augunum á meðan þeir horfðu á ólíka hluti á tölvuskjá. Vísinda- mennirnir gátu lesið í niðurstöður heilaskönnunarinnar og vitað hvað fólkið hafði séð á skjánum. Þegar tvær myndir voru látnar birtast mjög hratt hvor á eftir annarri gátu sjálfboðaliðarnir að- eins greint þá seinni en vísinda- mennirnir sáu augljós merki þess að heilinn greindi einnig þá fyrri. Svipaðar rannsóknir voru gerðar í Japan og fengust sömu niðurstöður en vísindamennirnir telja þetta fyrsta skrefið í að geta lesið hugsanir fólks og jafnvel fundið bældar minningar eða séð hvað fólk óttast. Þeir telja þó langt í að það verði hægt en eru að vonum spenntir yfir þessari nýju uppgötvun. ■ Offita er heimsfaraldur og hefur fólki sem þjáist af offitu fjölgað úr 200 milljónum í 300 milljónir á tíu árum. Offita er ekki bara vaxandi heil- brigðisvandamál í Bandaríkjun- um og Evrópu heldur í heiminum öllum. Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin (WHO) varar í nýrri skýrslu við stigvaxandi offitufar- aldri í veröldinni allri. Í skýrsl- unni kemur fram að offita hafi margfaldast á síðustu tíu árum – árið 1995 hafi 200 milljónir manna þjáðst af offitu en nú tíu árum síðar sé þessi tala komin í 300 milljónir. Þá eru Kínverjar að þyngjast verulega en þar í landi þjást nú 18 milljónir fullorðinna af offitu og 137 milljónir teljast vel yfir kjörþyngd. Ástæðu þessa má rekja til breytts mataræðis, einkum meðal þeirra sem búa í stórborgunum, svo sem aukning- ar á neyslu sykurdrykkja, óhollr- ar matarolíu, æ fleiri eiga bíl og sjónvarp. Um 15% kínverskr karla teljast nú yfir kjörþyngd en sami hópur var 4% fyrir aðeins átta árum. Svipað er uppi á ten- ingnum víða annars staðar. Talið er að helmingur þess fólks sem greinist með sykursýki II árið 2010 verði búsettur í Asíu. Ásamt með hreyfingarleysi er ástæðan fyrir þessari uggvænlegu þróun meðal annars talin vera sú að matvæli kosta orðið minna en áður – einkum matur sem er feit- ur og sykraður. ■ Kínverskur offitusjúklingur í skoðun hjá lækni sínum. Kínverjar hafa þyngst verulega hin síðustu ár sem og heimsbyggðin öll. Heimurinn fitnar og fitnarEinhleypir karlmenn eyða meiri tímafyrir framan spegilinn fyrir stefnumót en venjulegt kvöld með strákunum. Piparsveinar punta sig meira LOFAÐIR KARLMENN EYÐA MINNA Í SNYRTIVÖRUR Á MÁNUÐI EN PIPARSVEINARNIR. Einhleypir karlmenn í Bretlandi eyða að meðaltali tólf pundum, eða rúmlega fjórtán hundruð krón- um, í snyrtivörur á mánuði – fimm pundum meira en þeir sem eru í sambandi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar tímaritsins Loaded en fjögur þúsund karlmenn á aldr- inum 18 til 24 ára tóku þátt í henni. Tveir þriðju af karlmönnun- um sögðust bara nota snyrtivörur til að ganga í augun á kvenþjóð- inni á meðan fjörutíu prósent sögðust vera undir þrýstingi frá kvenfólki að líta vel út. Í könnun- inni kemur fram að karlmenn eru að meðaltali nítján mínútur að taka sig til fyrir stefnumót en að- eins sjö mínútur þegar þeir fara út með vinum sínum. Tilfellum fjölgað BANN LAGT Á NOTKUN TILTEKINS ROTVARNAREFNIS Í SNYRTIVÖRUM. Vísindanefnd Evr- ópusambandsins um neytendavör- ur mælir með algjöru banni á notkun rotvarnar- efnisins metýl- díbrómoglútar- ónítríl (MG) í snyrtivörum, en ofnæmistilfellum vegna efnisins hefur farið fjölg- andi. Í kjölfar þess verður notkun efnisins bönnuð í snyrtivörugerð í löndum ESB og er þá átt við snyrtivörur sem bornar eru á húð. Að óbreyttu mega vörur á borð við handsápu og hárþvotta- lög innihalda allt að 0,1% MG. Nefndin lagði þó til að öll notkun efnisins yrði bönnuð og sagði ástæðu til að skoða notkun efnis- ins í öðrum vörum sem komast í snertingu við húð manna. Bráðum geta vísindin leyft okkur að lesa hugsanir fólks. Skanni les hugsanir Handsápa má ekki innihalda meira en 0,1% af ofnæmis- valdandi efninu metýldíbrómogl útarónítríl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.