Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 36
24 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Guðmundur kemur sáttur heim í íslenska boltann Markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson er á heimleið eftir farsælan atvinnumannaferil á Ítal- íu og í Þýskalandi. Hann er búinn að gera samning við hið unga og efnilega lið Aftureldingar. HANDBOLTI Einn leikreyndasti landsliðsmaður allra tíma í hand- boltaheiminum, markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson, mun leika með Aftureldingu næsta vet- ur. Þessi fertugi heiðursmaður er byrjaður að pakka saman í Þýska- landi eftir farsælan atvinnu- mannaferil en hann er ekki á þeim buxunum að hætta að spila. Guð- mundur sagði í spjalli við Frétta- blaðið að hann hlakkaði til nýja verkefnisins. Markmannsþjálfari „Ég mun spila ásamt því sem ég mun skipta mér eitthvað af mark- mannsþjálfun hjá félaginu. Maður býr náttúrulega yfir einhverri reynslu og nú er bara að miðla henni til annarra. Það verður mjög gaman,“ sagði Guðmundur sem lék yfir 400 landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma en síð- ustu landsleikina lék hann á Ólympíuleikunum í Aþenu síðasta sumar. „Ég er búinn að vera í sex ár úti. Ég fór seint af stað og ég kem sáttur heim enda búinn að vera ánægjulegur tími,“ sagði Guð- mundur en hann segist hafa lítið séð af íslenskum handbolta síð- ustu ár og gerir sér ekki alveg grein fyrir því hversu sterk deild- in sé hér heima í dag. Guðmundur er að leika með Kronau-Östringen í suðurdeild þýsku 2. deildarinnar en félagið er í harðri baráttu um sæti í úr- valsdeild að ári. Guðmundur seg- ist vera sáttur við sína frammi- stöðu í vetur. „Sá sem er með mér í markinu sleit krossbönd í fyrra og kom því ekki til leiks fyrr en um mitt tíma- bilið. Ég er því búinn að fá mikinn spiltíma í vetur og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í vetur,“ sagði Guðmundur sem greinilega er ekki búinn að syngja sitt síðasta og sjálfur segist hann eiga nóg inni. Finnst hann vera ferskur „Eins og staðan er í dag get ég al- veg haldið áfram í tvö, þrjú, fjög- ur, fimm ár en maður veit aldrei hvað gerist varðandi meiðsli og annað. Ef ég slepp vel við meiðsli er aldrei að vita hvað ég held lengi áfram. Það er gott og nauð- synlegt líka að breyta um um- hverfi. Ég er ekki hættur og mér finnst ég vera ferskur. Mér líður eins og ég sé að byrja ferilinn,“ sagði Guðmundur og hló dátt. henry@frettabladid.is Á LEIÐ HEIM Guðmundur Hrafnkelsson mun leika með Aftureldingu næsta vetur. Hann sést hér í einum af sínum síðustu landsleikjum á Ólympíuleikunum síðasta sumar. Það er Spánverjinn Iker Romero sem hér sést reyna að koma knettinum í markið fram hjá Guðmundi. Fréttablað- ið/Teitur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Miðvikudagur MARS ■ ■ LEIKIR  19.00 KR og ÍBV mætast á KR-velli í átta liða úrslitum deildabikars karla í fótbolta.  19.40 ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum í lokaúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta.  20.30 Þróttur og Valur mætast í Egilshöll í átta liða úrslitum deildabikars karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  07.30 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  08.00 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  08.30 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  16.45 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  18.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeildina í fótbolta.  18.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik AC Milan og PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.  19.35 DHL-deildin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik ÍBV og Hauka í lokaúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta.  21.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik AC Milan og PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta..

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.