Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 1
● rómantísk mynd í órómantísku umhverfi Skafti Skítur: ▲ SÍÐA 34 Á leiðinni á Cannes ● skrautfjöður í hatt Óskars Jónassonar Kalli á þakinu: ▲ SÍÐA 27 Líf og fjör og læti ▲SÍÐA 22 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR BOÐ OG BÖNN Boð og bönn í auglýs- ingum verða til umræðu á hádegisverðar- fundi ÍMARK á Nordica Hóteli í hádeginu. Rætt verður um auglýsingar Umferðarstofu, auglýsingar um óholla fæðu og bann á auglýsingum hér og í nágrannalöndum. DAGURINN Í DAG 26. apríl 2005 – 111. tölublað – 5. árgangur SÝKNU EÐA VÆGARI DÓM Sak- borningarnir þrír í líkfundarmálinu kröfðust ýmist sýknu eða mildunar refsingar þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti í gær- morgun. Sjá síðu 4 VIÐRÆÐUR FLJÓTLEGA Heather Conley, aðstoðarráðherra í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu, segir nýjar viðræður um framhald varnarsamningsins hefjast mjög fljótlega. Í uppstokkun herstöðvakerf- is Bandaríkjamanna verði tekið tillit til tví- hliða samningsskuldbindinga við Íslend- inga. Sjá síðu 4 STRÍÐSHANSKANUM KASTAÐ Íhaldsmenn kalla Tony Blair lygara og frjáls- lyndir krefjast þess að hann upplýsi um samskipti þeirra Goldsmith lávarðar, ráð- gjafa ríkisstjórnarinnar, í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 Byggir upp vöðva hjá einkaþjálfara ● heilsa Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 82% 20-49 ára karla á sv-horninu lesa Fréttablaðið á föstu- dögum.* Þeir eru m.a. að sækja í bílaauglýsingar í smá- auglýsingum – og það nýta bílasölur sér. *Gallup febrúar 2005 VEÐRIÐ Í DAG FREMUR ÞUNGBÚIÐ Skúrir sunnan til, þokusúld fyrir norðan og austan en þurrt að kalla í höfuðborginni. Hiti 3-11 stig, mildast Suðvestanlands. Sjá síðu 4. ● Arsenal vann Tottenham Enska knattspyrnan:Laufey Karítas Einarsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÞÝSKALAND, AP Joshka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands, mátti í allan gærdag svara spurningum þingmanna um fyr- irmæli sín um útgáfu vegabréfs- áritana til erlendra ferðamanna sem andstæðingar hans segja að hafi orðið til þess að opna aust- ur-evrópskum glæpamönnum leið inn í Þýskaland og þar með á allt evrópska efnahagssvæðið. Málið hefur reynst Fischer afar erfitt, hann mætti í þýska þingið klukkan tíu í gær til að bera vitni og svaraði spurningum langt fram yfir kvöldmat. Fyrir fimm árum fyrirskipaði Fischer að rýmkað skyldi á regl- um um útgáfu vegabréfaáritana. Í kjölfarið varð auðveldara fyrir íbúa Austur-Evrópu að komast til Þýskalands og að sögn nýttu úkraínskir glæpamenn sér það meðal annars til mansals. Fischer viðurkenndi að hann hefði gert mistök en sagði það mjög orðum aukið að glæpa- menn hefðu nýtt sér aðstöðuna, glæpatíðni í Þýskalandi bæri þess ekki vitni. ■ Glæpaalda í Svíþjóð: Enn finnast lík á víðavangi GOTLAND Lögreglan á Gotlandi glímir nú við enn eitt morðmálið í Svíþjóð. Mikið hefur verið um morð í landinu á undanförnum vikum og hafa lík fórnarlambanna fundist niðurgrafin á víðavangi. Upp komst um síðustu morðin þegar lík af manni og konu fund- ust í malargryfju á sunnanverðu Gotlandi. Lögreglan á Gotlandi hefur staðfest að um hjón á fimmtusaldri er að ræða. Þau sáust síðast fyrir rúmri viku. Fram hefur komið að hjónin höfðu sætt hótunum upp á síðkast- ið eftir að þau báru vitni í glæpa- málum og leikur grunur á að morðin hafi verið framin í hefndarskyni. ■ Finnskur barnaníðingur: Misnotaði 445 drengi FINNLAND Finnskur karlmaður er grunaður um að hafa misnotað 445 drengi í Taílandi á fimmtán ára tímabili. Maðurinn var handtekinn þegar hann kom heim úr ferðalagi til Taílands í janúar síðast liðnum. Reynist maðurinn sekur er þetta eitt stærsta glæpamál sem upp hefur komið í Finnlandi þegar litið er til fjölda fórnarlamba í málinu. Við húsleit heima hjá mannin- um fundust dagbækur þar sem hann skráði lýsingar á drengjum sem hann hafði misnotað á ferð- um sínum til Taílands. Dagbækur mannsins ná aftur til ársins 1989 og því er ljóst að hann hefur stundað iðju sína í minnst hálfan annan áratug. ■ Chelsea varð ekki meistari ÞORSKI LANDAÐ Á AKRANESI Oddur og Hinrik Hinrikssynir og Björn Oddsson lönduðu í gær 1.800 kílóum af þorski úr Bresa AK 101 á Akranesi. Þremenningarnir fengu 1.800 kíló í net sem þeir lögðu deginum áður. Hér sjást þeir mæla þorskinn. Fari hann yfir sjö kíló fá þeir 240 krónur fyrir kílóið, ella minna. Fyrr í gær fundaði forstjóri Hafrannsóknastofnunar með þingmönnum um stöðu þorskstofnsins. Sjá síðu 2 Þýskir þingmenn spurðu utanríkisráðherrann út úr tímunum saman: Þjarmað að Joshka Fischer EFTIRLAUNAMÁLIÐ Forsætisráðuneytið kannar nú lagalegar afleiðingar þess ef lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna yrði breytt. Þing- flokkur Framsóknarflokksins ræddi málið á þingflokksfundi í gær. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir að í forsætisráðuneytinu sé vinna í gangi við frumvarp til breytinga á lögunum líkt og boðað hafi verið. Hjálmar segir að fyrirhugaðar breytingar á lögunum varði ekki þau ákvæði sem breyttust við samþykkt eftirlaunafrumvarps- ins svokallaða fyrir tveimur árum, heldur eldri ákvæði sem í ljós kom þá að voru til staðar. Spurður hvort ekki þurfi sam- þykki beggja flokka til að leggja fram stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á lögunum sagði Hjálmar að varast beri að oftúlka ummæli Davíðs Oddssonar um málið. „Ég held að hann hafi verið að skírskota til eftirlaunafrumvarpsins sjálfs sem samþykkt var fyrir tveimur árum en hitt var eldra ákvæði sem þingið hafði ekki áttað sig á fyrr en þarna,“ sagði Hjálmar og áréttaði að það væri nú til skoðunar. Frá því að Fréttablaðið sagði frá því í frétt í janúar að sjö fyrrver- andi ráðherrar þæðu sautján millj- ónir í eftirlaun auk þess að vera á launum hjá ríkinu hafa orðið mikl- ar umræður um málið. Þverpóli- tísk sátt varð um það í kjölfarið – ef sjálfstæðismenn eru undan- skildir – að breyta þessu ákvæði í lögunum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins óttast sjálfstæðismenn afleiðingar lagabreytinga og vilja því sem minnst hrófla við lögun- um. Þeir benda á að samkvæmt eignarréttaákvæði stjórnarskrár- innar megi ekki taka rétt af mönn- um sem þeir hafi þegar áunnið sér samkvæmt lögum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins ræddi málið ekki á fundi sínum í gær að sögn þingflokksformanns- ins, Einars K. Guðfinssonar. „Eftir- launalögin voru samþykkt fyrir tveimur árum og því engin ástæða til að ræða þau á þingflokksfundi nú,“ sagði Einar. - sda Sjá síðu 14 Framsókn undirbýr nýtt eftirlaunafrumvarp Óljósar afleiðingar breytinga á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna gætu komið í veg fyrir að lögunum verði breytt. Verið er að kanna það í forsætisráðuneytinu hvaða möguleikar eru til staðar lagalega. Málið var rætt á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær en ekki sjálfstæðismanna. DAVÍÐ OG GEIR H. HAARDE Sjálfstæðismenn telja lagabreytingu geta brotið gegn eignarrétti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.