Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 6
6 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
HERNAÐUR Tæpur helmingur barna
sem þvinguð eru til að taka þátt í
stríðsátökum er stúlkur. Í hernað-
inum eru þær beittar margvíslegu
ofbeldi og að átökum loknum eiga
þær erfiðara en piltar með að laga
sig að þjóðfélaginu á ný.
Mannúðarsamtökin Save the
Children hafa birt ítarlega skýrslu
um þær hörmungar sem stúlkur
sem neyddar eru til að taka þátt í
hernaði verða fyrir. Þær yngstu
eru allt niður í átta ára gamlar. Af
þeim 300.000 börnum sem talin
eru þvinguð til hermennsku víða
um heim er tæplega helmingur
stúlkur. Ýmsir hópar sem ríkis-
stjórnir á Vesturlöndum styðja
misnota börn á þennan hátt.
Breska dagblaðið The
Independent greinir frá því að á
meðan á átökunum stendur eru
stúlkurnar oft teknar herfangi,
þeim nauðgað og misþyrmt á
ýmsa vegu. Eitt helsta vandamálið
er að þegar átökunum sleppir þá
eiga stúlkurnar mun erfiðara með
að aðlagast þjóðfélaginu á ný og
fást síður til að taka þátt í endur-
hæfingarverkefnum sem alþjóða-
stofnanir standa fyrir í stríðs-
hrjáðum löndum. Ein af ástæðun-
um er sú að á meðan piltum er
fagnað sem hetjum fyrir þátttöku
sína þá verða stúlkurnar fyrir að-
kasti og fyrirlitningu. Oft neyðast
þær til að sjá fyrir sér með vændi.
-shg
REYKJAVÍK Reglur um veðsetningu
lóða við Lambasel í Reykjavík hafa
verið rýmkaðar. Lóðarhöfum er nú
heimilt að veðsetja lóðirnar fyrr en
áður og á það að auðvelda þeim að
fjármagna framkvæmdirnar.
Í úthlutunarskilmálum í Lamba-
selinu segir að lóðarhafar geti feng-
ið leyfi til að setja byggingarréttinn
að veði fyrir að hámarki 90 prósent-
um af kaupverði byggingarréttar-
ins, sem er 3-4 milljónir eftir því
hvernig lóðin er. Þegar brunabóta-
mat hússins liggi fyrir verði veitt
veðleyfi fyrir 80 prósentum af
brunabótamatinu.
Fyrir helgina var ákveðið að
miða við endurstofnverð bygging-
arinnar á fokheldisstigi í stað
brunabótamats. Endurstofnverðið
er lægri upphæð en brunabótamat
af fullbúnu húsi en í staðinn getur
lánið komið aðeins fyrr.
Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á
umhverfis- og tæknisviði, segir að
þetta gefi fyrr möguleika á veðsetn-
ingu. Þegar húsið sé fullbúið fái lóð-
arhafar lóðarleigusamning og geti
þá veðsett eins og þeir vilja. -ghs
BRETLAND Aðvaranir Goldsmith lá-
varðar, fyrrverandi lögfræðilegs
ráðunautar bresku ríkisstjórnar-
innar, um vafasamar lagastoðir
Íraksstríðsins eru þegar farnar að
hafa áhrif á kosningabaráttuna í
Bretlandi. Frjálslyndir demókratar
hafa fært sér uppljóstranirnar í nyt
enda hefur fylgi við þá aukist sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Brotin úr minnisblaði Goldsmith
lávarðar sem birtist í dagblaðinu
Mail on Sunday í fyrradag hafa
vakið mikla athygli en þau sýna
fram á að Blair var kunnugt um
hæpnar lagalegar forsendur fyrir
innrásinni í Írak vorið 2003.
Goldsmith benti meðal annars á
að það væri öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna en ekki Tony Blair sem
ætti að ákveða hvort Saddam
Hussein hefði gerst brotlegur við
ályktanir þess og að ekki væri
kveðið nægilega fast að orði í álykt-
un ráðsins númer 1441 til að hún
réttlæti innrás. Lávarðurinn gaf
hins vegar á síðustu stundu út nýtt
álit þar sem innrásin var réttlætt
og við það segist hann standa.
Stjórnarandstæðingar eru þegar
farnir að færa sér málið í nyt.
Frjálslyndir demókratar, sem frá
upphafi mótmæltu innrásinni,
krefjast þess að óháð rannsókn fari
fram á embættisfærslum forsætis-
ráðherrans. Charles Kennedy, leið-
togi frjálslyndra, segir að kosning-
arnar muni í raun snúast um traust
kjósenda á Blair og hvetur hann til
að upplýsa um alla þætti málsins til
að hreinsa andrúmsloftið.
Íhaldsmenn eiga erfiðara um vik
því þeir studdu innrásina á sínum
tíma. Michael Howard, leiðtogi
þeirra, lét sig þó ekki muna um að
kalla Tony Blair lygara í sjónvarps-
þætti á BBC í fyrradag.
The Guardian hermir að Verka-
mannaflokkurinn muni reyna að
snúa vörn í sókn með því að hamra
á því að hefði Charles Kennedy ver-
ið við völd væri Saddam Hussein
ennþá forseti Íraks.
Nýjustu skoðanakannanir benda
til þess að afstaða frjálslyndra
demókrata í málinu sé þegar farin
að bera ávöxt. Í YouGov-könnun
sem dagblaðið Daily Telegraph
birti í gær kemur fram að fylgi við
þá hafi vaxið um þrjú prósentustig
og sé nú 24 prósent. Verkamanna-
flokkurinn fengi 37 prósent at-
kvæða og stendur í stað en íhalds-
menn dala örlítið og fá 33 prósent.
Bretar ganga að kjörborðinu á
fimmtudaginn í næstu viku.
sveinng@frettabladid.is
Morðið í Kristjaníu:
Grunaður
handtekinn
KAUPMANNAHÖFN Danska lögreglan
hefur handtekið 25 ára gamlan
mann í tengslum við morðárásina
í Kristjaníu á fimmtudag.
Grímuklæddir menn hófu þar
skyndilega skothríð á hóp manna
með þeim afleiðingum að einn lést
og þrír særðust alvarlega.
Ódæðismennirnir flúðu af vett-
vangi á tveimur bílum og er mað-
urinn sem lögreglan hefur í haldi
eigandi annars bílsins.
Talið er að orsök árásarinnar
sé uppgjör milli glæpahópa vegna
deilna um verslun með eiturlyf. ■
Starfsendurhæfing:
Ein miðstöð
HEILBRIGÐISMÁL Sjö manna starfs-
hópur um starfsendurhæfingu
hefur lagt til við Jón Kristjánsson
heilbrigðis-
og trygginga-
málaráðherra
og Árna
M a g n ú s s o n
félagsmála-
ráðherra að
komið verði á
fót einni mið-
stöð fyrir
starfsendur-
hæfingu í
landinu.
Tillögurnar voru opinberlega
kynntar á norrænni ráðstefnu um
starfsendurhæfingu sem fram fór
hér á landi.
Markmið starfsendurhæfingar
er að afstýra því að fólk verði ör-
yrkjar. Samkvæmt gögnum
Tryggingastofnunar var örorku-
lífeyrir greiddur 12.011 einstak-
lingum á síðasta ári en árið áður
fengu 11.199 einstaklingar
greiddan örorkulífeyri. Öryrkjum
fjölgaði því milli ára um 812 ein-
staklinga eða um rúm 7%. -jss
■ TÉKKLAND
Ætlarðu til sólarlanda í sumar?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að þvinga fámenn sveitar-
félög til að sameinast fjöl-
mennari sveitarfélögum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
69%
31%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
www.boksala.is
ÚTSALA
Á ERLENDUM BÓKUM
35-70%
afsláttur
ÖMURLEG ÆSKA
Í sumum löndum eru börn allt niður í átta ára gömul neydd til að gegna hermennsku. Tæp-
ur helmingur þeirra er stúlkur.
300.000 börn eru þvinguð til hermennsku:
Stúlkurnar eru hin
gleymdu fórnarlömb
LÓÐIR VIÐ LAMBASEL
Borgin hefur nú breytt veðsetningarreglun-
um þannig að lóðarhafar geta veðsett lóð-
irnar fyrr. Þetta á að auðvelda fjármögnun.
Lóðarhafar í Lambaseli:
Heimilt að veðsetja fyrr
VERKAMENN VERJAST
Tony Blair sést hér á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins ásamt þeim
Gordon Brown og John Prescott. Á fundinum átaldi hann stjórnarandstæðinga fyrir að
ráðast að sér persónulega í stað þess að halda sig við málefnin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Íraksmálin aftur
í brennidepli
Íhaldsmenn kalla Tony Blair lygara og frjálslyndir krefjast þess að hann
upplýsi um samskipti þeirra Goldsmith lávarðar, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar,
í aðdraganda innrásarinnar í Írak.
Konungsfjölskyldur:
Von á nýjum
ríkisörfum
KÓNGAFÓLK Nýr danskur ríkisarfi
er væntanlegur í heiminn í haust
og undir áramót er fjölgunar
von í norsku konungsfjölskyld-
unni.
Danska konungsfjölskyldan
tilkynnti í gær að María krón-
prinsessa, eiginkona Friðriks
prins ríkisarfa, væri ófrísk og
ætti von á barni í lok október.
Norska konungsfjölskyldan
vildi ekki vera eftirbátur granna
sinna í Danmörku og tilkynnti
snarlega að Hákon krónprins og
Mette-Marit krónprinsessa ættu
von á öðru barni sínu í desem-
ber. Fyrsta barn þeirra hjóna og
ríkisarfi í Noregi er Ingiríður
Alexandra prinsessa, sem fædd-
ist í janúar í fyrra. ■
ÁRNI
MAGNÚSSON
Ráðuneyti félagsmála
stóð fyrir ráðstefnu um
starfsendurhæfingu.
GROSS LÆTUR AF EMBÆTTI Stan-
islav Gross, forsætisráðherra
Tékklands, lét af embætti í gær.
Nokkrar vikur eru síðan hann
lýsti því yfir að hann hygðist
segja af sér eftir að upp komst að
blaðamaður fjármagnaði íbúðar-
kaup hans. Jiri Paroubek tók í
gær við embættinu og hefur þeg-
ar myndað nýja stjórn.