Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005 Hjá Máli ogmenningu er komin út barna- bókin Og svo varð afi draugur eftir Kim Fupz Aakeson og Evu Eriksson í þýðingu Ólafar Eldjárn. Bókin fjall- ar um Ásbjörn og afa hans sem deyr og verður draugur vegna þess að það var eitthvað sem hann gleymdi að gera áður en hann kvaddi jarðlífið. JPV útgáfa hefursent frá sér bókina Hveitibrauðsdagar eftir James Patter- son og Howard Roughan í þýðingu Magneu J. Matthías- dóttur. Hveitibrauðs- dagar er æsispenn- andi og margslung- inn tryllir eftir alþjóð- lega metsöluhöfundinn James Patt- erson sem slegið hefur rækilega í gegn undanfarin ár. JPV útgáfa hefursent frá sér í kilju bókina Belladonna- skjalið eftir Ian Caldwell og Dustin Thomas- son. Innbundin útgáfa bókarinn- ar varð ein af söluhæstu bók- um síðasta árs. Belladonnaskjalið er mögnuð spennusaga þar sem fléttað er sam- an listum, fróðleik og ótrúlegum launráðum. JPV útgáfa hefursent frá sér í kilju bókina Barn að ei- lífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Bókin kom út í inn- bundinni útgáfu á síðasta ári og varð ein af söluhæstu bókum ársins og hlaut afburða dóma. Sigmundur Ernir Rúnarsson deilir með lesandanum reynslu og sársauka sem hefur mótað hann og hans nánustu. JPV útgáfa hefur sentfrá sér í kilju bókina Heppin eftir Alice Sebold. Hún kom út í innbundinni útgáfu á síðasta ári og hlaut mjög góða dóma. JPV hefur áður gefið út metsölubókina Svo fögur bein eftir sama höfund. NÝJAR BÆKUR Söngskóli fyrir alla - Einsöngsdeild - Unglingadeild - Stúlknakór Reykjavíkur Innritun er hafin fyrir haustið 2005 Á Rafræn Reykjavík (rafraen.reykjavik.is) Upplýsingar og innritun í síma 511 3737 mánud. - fimmtud. frá kl. 15:00 - 18:00. __________________________________________ Domus Vox ehf. Skúlagata 30. 2h. 101 Reykjavík. Sími 511-3737 www.domusvox.is • netfang: domusvox@domusvox.is Sjá sýningar í dálk Borgarleikhússins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.