Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 2005 23
Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakonaúr FH, bætti sinn besta árangur í
400 metra grindahlaupi á háskóla-
meistaramóti í Flórída í Bandaríkj-
unum um helgina
þegar hún hljóp á
56,62 sekúndum.
Þessi frábæri tími
hennar nægði
henni þó ekki til
sigurs í hlaupinu,
því hún hafnaði í
öðru sæti. Silja
stefnir nú hraðbyri að því að ná lág-
markinu fyrir heimsmeistaramótið
utanhúss í sumar, en til þess þarf
hún að hlaupa á tímanum 56,50
sekúndum og ef hún heldur áfram
að bæta sig á hún að eiga góða
möguleika á að ná lágmarkinu.
Sigrún Fjeldsted úr FH keppti íspjótkasti á móti í Athens í Ge-
orgíu í Bandaríkjunum um helgina
og hafnaði í öðru sæti þegar hún
kastaði spjótinu
49,87 metra. Það er
ekki langt frá henn-
ar besta árangri í
greininni, sem hún
náði í síðasta mán-
uði og er 50,19
metrar. Þá keppti
Magnús Aron Hall-
grímsson, kringlukastari úr Breiða-
bliki, á sterku móti í San Diego í
Bandaríkjunum og kastaði 57,03
metra. Tugþrautarmaðurinn Jónas
Hlynur Hallgrímsson úr FH keppti í
kringlu- og spjótkasti ytra um helg-
ina og kastaði kringlunni 39,43
metra og spjótinu 58,54 metra.
Guðmundur Stephensen úr Vík-ingi og Kristín Á. Hjálmarsdótt-
ir úr KR tryggðu sér um helgina
stigameistaratitil vetrarins á Grand
Prix mótaröðinni í borðtennis, þegar
þau unnu bæði sig-
ur á lokamótinu
sem haldið var í
TBR-húsinu. Guð-
mundur vann ör-
uggan 4-0 sigur á
bróður sínum
Matthíasi Steph-
ensen í úrslitaleik
karla og Kristín sigraði Halldóru
Ólafsdóttur úr Víkingi í úrslitaleik
kvenna.
Hinn nýkrýndi ÍslandsmeistariMagnús Bess Júlíusson hafnaði
í öðru sæti á Norðurlandamótinu í
vaxtarrækt sem haldið var í Helsinki
í Finnlandi um helg-
ina. Magnús keppti í
-95 kílóa flokki og
er þetta besti árang-
ur sem íslenskur
keppandi hefur náð
á sambærilegu móti
erlendis. Sigurður
Gestsson hafnaði í
5. sæti í -85 kílóa flokki á sama
móti. Einnig var keppt í Fitness á
sama móti og þar höfnuðu þær
Heiðrún Sigurðardóttir og Anna
Bella Markúsdóttir í þriðja sæti í
sínum flokki, sem er besti árangur
sem íslenskir keppendur hafa náð á
Norðurlandamóti.
Handknattleiksmaðurinn ÞórirÓlafsson mun leika sína síðustu
leiki fyrir Hauka gegn ÍBV á næstu
dögum því hann er búinn að skrifa
undir tveggja ára samning við þýska
félagið TuS
N-Lubbecke.
Það gerði
Þórir í gær
en hann
mun halda
utan 12.
maí. Þórir er
þriðji leik-
maður
Hauka sem
semur við
erlent félag
en áður höfðu Ásgeir Örn Hall-
grímsson og Vignir Svavarsson
samið við erlend lið; Ásgeir Örn við
Lemgo og Vignir við Skjern.
ÚR SPORTINU
EITT SÍMANÚMER
UM LAND ALLT
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
ÍBV og Haukar mætast í öðrum leik lokaúrslitanna:
Töpum ekki heima
fyrir Haukastúlkum
HANDBOLTI ÍBV og Haukar mætast
í öðrum leik lokaúrslitanna í DHL-
deild kvenna í handbolta í Vest-
mannaeyjum í kvöld. Haukastúlk-
ur unnu fyrsta leikinn á Ásvöllum,
22-19, á laugardaginn en Íslands-
meistarar ÍBV hugsa sér væntan-
lega gott til glóðarinnar í leiknum
í kvöld.
Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV,
sagði í samtali við Fréttablaðið í
gær að það væri mikill hugur í
hans stúlkum. „Það var deyfð yfir
okkur í síðasta leik og það er
nokkuð sem þarf að bæta. Ég get
bara talað fyrir sjálfan mig en ég
er búinn að bíða lengi eftir tæki-
færi til að spila í lokaúrslitum. Ég
vona bara að leikmennirnir séu
sama sinnis,“ sagði Alfreð, sem
viðurkenndi að hans stúlkur hefðu
ekki spilað vel í fyrsta leiknum.
„Við höfðum tækifæri til að
stela leiknum því Haukastúlkur
gáfu færi á sér. Sóknarleikur okk-
ar var hins vegar ekki nógu góður,
við gerðum of mikið af mistökum
og fengum allt of mikið af hraða-
upphlaupum á okkur. Við fengum
ekki heldur eitt einasta hraðaupp-
hlaup í fyrsta leiknum og það seg-
ir sig sjálft að við verðum ekki Ís-
landsmeistarar þegar slíkt er uppi
á teningnum. Við þurfum að bæta
sóknarleikinn og hugarfarið og
með góðum stuðningi heima-
manna fer þetta vel.“
Alfreð sagði það lykilatriði að
vinna leikinn í kvöld. „Ég get full-
yrt að við töpum ekki heima fyrir
Haukum. Við þurfum að vinna
einn útileik til að verða Íslands-
meistarar – svo einfalt er það.“
- óhþ
ALFREÐ FINNSSON Þjálfari ÍBV heldur því fram fullum fetum að hans stúlkur muni ekki
tapa fyrir Haukum á heimavelli.