Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 14
14 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Eftirlaunamálið enn óútkljáð Framsóknarmenn standa fastir við fyrirætlan sína að afnema rétt fyrrver- andi stjórnmálamanna á tvöföldum launum og ræddu það á þingflokks- fundi í gær. Sjálfstæðis- menn tóku málið ekki til umræðu og segja óþarfa að ræða það. Davíð Oddsson utanríkis-ráðherra hefur lýst þvíyfir að hann telji ekki þörf á að endurskoða lög um eft- irlaun þingmanna og ráðherra sem samþykkt voru í desember 2003. Hann benti jafnframt á að ákvæðið sem deilurnar standa um, um rétt þingmanna og ráð- herra til að þiggja eftirlaun um leið og laun fyrir önnur launuð störf á vegum ríkisins, hefði þeg- ar verið að finna í lögunum og því væri það ekki nýtt af nálinni. Umræðan um eftirlaunalögin vaknaði í janúar síðastliðnum þegar Fréttablaðið benti á að á síðasta ári fengu sjö fyrrverandi ráðherrar greiddar samtals sautján milljónir í eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á veg- um ríkisins. Í kjölfarið hét Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra því að lögin yrðu endurskoðuð og í sama streng tóku formenn allra annarra flokka en Sjálfstæðis- flokksins. Síðastliðinn laugardag skýrði Fréttablaðið frá því að ágreiningur væri milli stjórnar- flokkanna um hvort breyta þyrfti eftirlaunalögunum. Fram- sóknarmenn væru staðráðnir í því að afnema ákvæðið um rétt til tvöfaldra launa úr lögunum en sjálfstæðismenn segðu það ekki koma til greina. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur ágreiningurinn meðal annars staðið um það hvort brotið yrði gegn eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar ef tekinn yrði af mönnum réttur sem þeim þegar hefur verið fenginn, það er rétturinn til að þiggja eftirlaun og laun sam- hliða. Framsóknarflokkurinn tók málið til umfjöllunar á þing- flokksfundi í gær eins og til stóð og hefur afstaða þingmanna til endurskoðunar laganna ekki breyst, að sögn Hjálmars Árna- sonar þingflokksformanns. Einar K. Guðfinnsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að loknum þing- flokksfundi í gær að málið hefði ekki verið rætt. „Enda eru þessi lög ekki ný, þau voru samþykkt fyrir tveimur árum og því ástæðulaust að ræða þau á þing- flokksfundi,“ sagði hann. Umræðan vaknaði í janúar Halldór Ásgrímsson sagði í um- ræðum um eftirlaunalögin á Al- þingi í janúar síðastliðnum að til- gangurinn með lögunum hefði ekki verið að bæta kjör fyrrver- andi stjórnmálamanna sem gegndu nú öðrum störfum hjá ríkinu. „Breytingarnar sem voru gerð- ar miðuðu meðal annars að því að bæta kjör stjórnarandstöðufor- mannanna og gera stjórnmála- mönnum kleift að hætta fyrr,“ sagði Halldór þá. „Mönnum sást einfaldlega yfir þetta og ég tel rétt að taka þetta til athugunar.“ Halldór taldi jafnframt líklegt að lagabreytingu þyrfti til. Síðan þá hefur vinna staðið yfir í forsætis- ráðuneytinu þar sem stefnt er að smíðum stjórnarfrumvarps til breytinga á eftirlaunalögunum með það að markmiði að afnema þennan möguleika tvöfaldra launa. Eftirlaunaréttur rýmkaður Helstu breytingar sem nýju eftir- launalögin höfðu í för með sér þegar þau voru samþykkt í des- ember 2003 voru þær að alþingis- menn og ráðherrar sem höfðu gegnt forustuhlutverki í stjórn- málum um langan tíma öðluðust sérstakan rétt til að hverfa af vettvangi þjóðmála og fara á eft- irlaun fyrr en annars er heimilt, við 55 ára aldur, í stað þess að leita sér starfs á vinnumarkaði. Ráðherrar öðluðust rétt til töku eftirlauna við sextugt hefðu þeir setið sex ár á ráðherrastóli en 55 ára hefðu þeir setið á ráðherra- stóli í ellefu ár. Einnig voru sett ákvæði sem skertu þessar greiðsl- ur fram að 65 ára aldri ef sá sem nyti þeirra tæki við öðru starfi. Þetta átti að auðvelda eðlilega endurnýjun í stjórnmálum og draga úr þeirri tilhneigingu að fyrrverandi forustumenn á þeim vettvangi sæktu í embætti í stjórnkerfinu til þess að ljúka starfsferli sínum. Frumvarpið ekki afgreitt í fljót- heitum Margir þingmenn hafa eftir að gagnrýnisraddir fóru að heyrast um lögin gripið til þeirra útskýr- inga að tími hafi ekki gefist til að skoða málið nægilega vel á sínum tíma. Þegar umræðurnar um frumvarpið á Alþingi eru skoðað- ar kemur í ljós að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, heldur því fram að málið hafi síð- ur en svo verið afgreitt í fljót- heitum. „Þetta mál er ekki afgreitt í skjóli nætur. Þessu máli er ekki hraðað á einum, tveimur klukku- tímum í gegnum þingið. Það er ekki gert og stóð ekki til. Þetta mál, þegar menn hafa kynnt sér það, liggur fyrir eins og opin bók. Það eru engin leynd réttindi í þessu máli, engin. Það hlýtur að hafa heilmikla þýðingu fyrir menn sem horfa á afgreiðslu málsins,“ sagði Davíð. ■ Þegar keypt eða seld er fasteign þarf að huga að ýmsum atriðum sem verða að vera í lagi. Á heimasíðu Félags fasteigna- sala er minnislisti fyrir seljendur og kaup- endur og er hér stiklað á stóru úr þeim. Yfirlýsing húsfélags Seljendur þurfa að huga að því að sam- kvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að ganga frá kaupsamningi nema fyrir liggi yfirlýsing húsfélags þar sem upp- lýst er um greiðslustöðu hússjóðs, væntanlegar framkvæmdir o.fl. Athuga þarf hvort kaupandi yfirtaki allar veðskuldir og ef ekki þarf að huga að því hvað skuli gera við þær. Huga þarf að því hvort til sé skipta- samningur en lögum samkvæmt þarf að vera til slíkur samningur um öll fjöl- býlishús. Algengt er að slíkur samningur hafi ekki verið gerður sérstaklega í eldri eignum. Nokkra mánuði getur tekið að gera slíkan samning en ef samningur- inn er ekki til þegar eignin er seld er það kaupandans að gera hann. Ef einhver hefur forkaupsrétt á eigninni er mikilvægt að fá skrifleg svör frá for- kaupsrétthafa um hvort hann nýti sér eða hafni réttinum. Þegar gefið er út nýtt fasteignaveðbréf sér viðkomandi fasteignasala yfirleitt um að láta þinglýsa. Farið er með kaup- samninginn og fasteignaveðbréfið til sýslumanns í þinglýsingu. Þetta tekur yfirleitt þrjá daga. Gera ráð fyrir ýmsum útgjöldum Kaupendur þurfa að greiða ýmis gjöld við undirritun kaupsamnings. Greiða þarf lántökugjald sem er 1 pró- sent af upphæð fasteignaveðbréfs. Stimpilgjald þarf kaupandi að greiða annars vegar af kaupsamningi og hins vegar af fasteignaveðbréfi. Það nemur 1,5 prósentum af fjárhæð fasteigna- veðbréfs. Þinglýsingarkostnaður er 1200 krónur af hverju skjali sem þing- lýst er. Flestir fasteignasalar rukka kaupendur um umsýslugjald fyrir um- sýslu skjala. Þá greiðir kaupandi hluteild í fasteignagjöldum samkvæmt kostnaðaruppgjöri. Síðasta kaupsamningsgreiðslan er af- hent seljanda hjá fasteignasala en ekki lögð inn á reikning. Kaupandi greiðir allan kostnað við framkvæmdir á sam- eign sem ráðist er í eftir að kauptilboð hefur verið samþykkt. Að mörgu að hyggja við kaup og sölu íbúðar FBL GREINING: MINNISLISTAR FYRIR KAUPENDUR OG SELJENDUR GUÐRÚN HANNESDÓTTIR Þróunarstjóri hjá Calidris. Ógnvænleg þróun OFBELDIÐ Í BORGINNI UM HELGAR SPURT & SVARAÐ Byssumenn ganga lausir á Akureyri og handrukkarar vaða uppi. Guðrún Hannesdóttir tölvunarfræðingur telur að ofbeldisþróunin sé ógnvænleg. Myndirðu hleypa unglingi niður í bæ á kvöldin? „Sjálfri fannst mér 14-15 ára gamalli eðlilegt að labba niðri í bæ á kvöldin um helgar en ég myndi ekki hleypa dóttur minni þangað í dag.“ Hvernig á að hafa áhrif á þessa þró- un? „Það er dálítið sláandi að lesa að upp til hópa eru þetta ofbeldismenn á skilorði sem bíða eftir því að fara í steininn fyrir önnur ofbeldisverk. Ég skil ekki af hverju réttarkerfið grípur ekki inn í og stingur þeim inn í stað þess að leyfa þeim að safna ofbeldis- verkum.“ DAVÍÐ OG HALLDÓR EIGA EFTIR AÐ KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU UM ENDURSKOÐUN EFTIRLAUNALAGANNA Davíð Odds- son utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann telji ekki þörf á að endurskoða lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra sem samþykkt voru í desember 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill hins vegar afnema rétt fyrrverandi stjórnmálamanna til töku eftirlauna um leið og þeir eru í launuðum störfum á vegum ríkisins. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING EFTIRLAUN RÁÐHERRA OG ÞINGMANNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.