Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 32
Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands heldur upp á 50 ára afmæli í sumar. Við stofnun henn- ar árið 1955 hét hún Heilsuhæli NLFÍ og hafði Jónas Kristjánsson læknir, einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Ís- landi, forystu um undirbúning og uppbyggingu þess. Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ, segir helstu breytinguna sem orðið hafi síðustu áratugi vera að þær hugmyndir sem stofn- unin byggir á og voru umdeildar fyrir 50 árum séu nú almenn vit- neskja sem fjallað sé um daglega í fjölmiðlum. Þá sé helsta breyting- in innan stofnunarinnar sú að hún hafi breyst úr hressingarhæli yfir í að vera blanda af hressingarhæli og endurhæfingarstofnun. Í tilefni afmælisins verða hald- in málþing á Sauðárkróki og Akur- eyri dagana 27. og 28. apríl. Þar verður meðal annars sagt frá Jónasi Kristjánssyni lækni og frá hugmyndafræði og upphafi stofn- unarinnar. Einnig verða flutt er- indi um heilbrigði, húmor, heil- brigt mataræði og næringarfræði. 24. júlí verður síðan haldið form- lega upp á afmælið með opnu húsi og fjölskylduskemmtun. 2.000 manns koma árlega til dvalar á stofnuninni. Hægt er að taka á móti 180 dvalargestum á hverjum tíma en biðlistar eru ávallt til staðar þrátt fyrir að bók- að sé tvo mánuði fram í tímann. Í dag vinna við stofnunina 120 starfsmenn, þar af fjöldi sér- hæfðra heilbrigðisstarfsmanna. Að sögn Ólafs á nokkur upp- bygging sér stað sem stendur en um 100 þjónustuíbúðir eiga að rísa á lóð stofnunarinnar. Þá verður í sumar byggð ný 25 metra útisund- laug sem bætist við baðhús og innisundlaug sem tekin voru í notkun árið 2003. Ólafur segir það besta úr tveimur heimum koma saman í starfsemi stofnunarinnar, sem byggist á samblandi af hefð- bundnum og óhefðbundnum lækn- ingum. - sgi 20 26. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR LUCILLE BALL (1911-1989) lést þennan dag Það besta úr tveimur heimum TÍMAMÓT: HEILSUSTOFNUN NFLÍ Í HVERAGERÐI 50 ÁRA „Ef þú vilt láta koma einhverju í verk, biddu upptekna manneskju um það. Því meira sem þú hefur að gera, því meira geturðu gert.“ Lucille Ball var ástsæl bandarísk leikkona og stjarna sjónvarpsþáttanna „I Love Lucy“ sem nutu mikilla vinsælda á sjötta áratugnum. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Sveinn Guðnason, frá Botni í Súganda- firði, lést mánudaginn 18. apríl. Svanhildur Ólafsdóttir, Vesturholtum Þykkvabæ, lést föstudaginn 22. apríl. Eyjólfur Bjarnason, frá Kyljuholti, lést laugardaginn 23. apríl. JARÐARFARIR 13.00 Helga Daníelsdóttir, frá Bjargs- hóli, Miðfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.00 Halldóra Halldórsdóttir, Kóngs- bakka 14, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. SLÖKUN Konur slaka á í heitum potti í nýlegu baðhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Versta kjarnorkuslys sem orðið hefur í heiminum átti sér stað þennan dag árið 1986 í Cherno- byl-kjarnorkuverinu í Sovétríkjun- um sálugu. Ástæður slyssins voru raktar til ábyrgðarlausrar tilraunar með kælikerfi kjarnaofns númer 4. Kælikerfinu var lokað, þannig að kjarninn hitnaði um of og olli gufusprengingu, sem tætti sund- ur hlífarnar þannig að geislavirkt efni fór í miklu magni út í and- rúmsloftið. Geislavirknin var margfalt meiri en eftir sprengj- urnar sem varpað var á Hiros- hima og Nagasaki. Fyrstu dagana eftir slysið dóu 32 og fjölmargir hlutu bruna. Daginn eftir slysið hófst brottflutningur 30 þúsund íbúa í grenndinni. Geislavirku efnin dreifðust með vindstraumum yfir Norður- og Austur-Evrópu. Sovésk yfirvöld reyndu að hylma yfir óhappið en urðu að viðurkenna að meirihátt- ar slys hefði orðið þegar sænsk yfirvöld tilkynntu 28. apríl að geislavirkni mældist 40 prósent hærri en venjulegt gæti talist 1.300 kílómetra norðvestur af Chernobyl. Enn er ekki fullljóst hve margir hafa dáið úr sjúkdómum sem tengja má við Chernobyl-slysið. Þó er vitað að þúsundir sovéskra borgara hafa dáið úr krabba- meini og öðrum sjúkdómum sem rekja má til geislavirkni, auk þess sem margir hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Slökkt var á síðasti kjarnaofninum í Cherno- byl-kjarnorkuverinu árið 2000. KJARNORKUVERIÐ Í CHERNOBYL ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1834 Tvö skip og fjórtán bátar farast í skyndilegu ofsa- veðri á Faxaflóa og með þeim 42 menn. 1944 Forn öskuhaugur kemur í ljós þegar verið er að grafa fyrir húsi í Tjarnargötu í Reykjavík. Jafnvel er talið að þetta sé öskuhaugur Ingólfs Arnarsonar. 1983 Flugvél ferst í Hvalfirði með tvo menn um borð. 1984 Reagan Bandaríkjaforseti fer í opinbera heimsókn til Kína. 1990 Davíð Oddsson fær umboð til stjórnarmyndunar. 1991 Sorpböggunarstöð höfuð- borgarsvæðisins, Sorpa, tekin í notkun. Sprenging í Chernobyl AFMÆLI Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður, er 72 ára. Þóra Friðriks- dóttir leikari er 72 ára. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi er 59 ára. Unnur Steinsson verslunar- kona er 42 ára. Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona er 34 ára. Ríkharður Daðason knattspyrnumaður er 33 ára. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls minnar ástkæru dóttur, Kristínar Þórarinsdóttir sem lést í Los Angeles 21. febrúar. Vinátta ykkar er ómetanleg. Fyrir hönd aðstandenda Gerður Kristdórsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Haraldur Arnór Einarsson Borgarhrauni 19, Hveragerði, andaðist að heimili sínu laugardaginn 16. apríl. Helga Lára Haraldsdóttir Einar G. Haraldsson Sigríður Gunnarsdóttir Haraldur A. Haraldsson Steinunn Hrafnsdóttir og barnabörn www.hjarta.is • 535 1800 Minningarkort 535 1825 FÆDDUST ÞENNAN DAG 1711 David Hume heimspekingur. 1889 Ludwig Wittgenstein heimspekingur. 1900 Charles Richter jarð- skjálftafræðingur. 1904 William „Count“ Basie djass- tónlistarmaður. 1960 Roger Taylor, trommari Duran Duran. Máttugar konur útskrifast 42 konur útskrifuðust síðasta sunnudag úr Mætti kvenna sem er 11 vikna rekstrarnám fyrir konur í atvinnurekstri. Þetta er annar hóp- urinn sem lýkur þessu rekstrar- námi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst en alls hafa rúmlega 100 konur útskrifast úr Mætti kvenna. Auðbjörg Gunnarsdóttir, verkefn- isstjóri símenntunar, segir nám- skeiðið tilkomið vegna mikillar þarfar á menntun fyrir konur úti á landi, en algengt sé að konur reki eða séu í forsvari fyrir þjónustu- fyrirtæki á landsbyggðinni. Þær hafi áratuga reynslu af fyrirtækja- rekstri án þess að hafa undirstöðu- menntun í rekstri. Auðbjörg segir að mikill áhugi sé fyrir því að halda framhalds- námskeið, Máttur kvenna 2, fyrir þær konur sem hafa lokið fyrra námskeiðinu. Fyrst þurfi þó að fá styrk til starfans en Byggðastofn- un og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið hafa hingað til styrkt námið sem byggist fyrst og fremst á fjar- námi og tveimur vinnuhelgum á Bifröst við upphaf og endi. - sgi MÁTTUGAR KONUR Útskriftarnemar ásamt A. Agnesi Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra sí- menntunar, Runólfi Ágústssyni, rektor, Herdísi Sæmundardóttur, stjórnarformanni Byggða- stofnunar og Guðrúnu G. Bergmann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.