Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÚTSALA Á ERLENDUM BÓKUM Lénsherrarnir nýju Svona flýgur tíminn. Eitt sinnþrengdi svo illilega að Norð- mönnum að nokkrir fullsaddir tóku sig upp af þúfum og stigu ölduna á lekum flekum með sitt hafurtask í leit að landsins gæðum þar til þeim skolaði á land hér á ævintýraeyjunni norður í hafi. Stóri lottóvinningurinn var fjöll og dalir og fiskur í sjó. Síð- an eru liðin á annað þúsund ár og allir hafa komið sér sæmilega fyrir. Fjöllin og dalirnir höfnuðu að vísu fljótlega í eigu fárra höfðingja, kóngsins og kirkjunnar, en einhvern veginn tókst hornösum að hokra með misjöfnum árangri og draga fram lífið í fjöruborðinu og jafnvel inni til heiða. SVO BIRTI TIL og menn áttuðu sig á því að sjór og land var grundvallar- réttur mannskepnunnar. Bóndi varð bústólpi og sæmd var þjóðinni af sín- um sægörpum – að minnsta kosti um hríð. En nú er búið að einkavæða sjó- inn og allt sem í honum er – höfðingj- ar draga aflann að landi og líftóruna úr strandbyggðunum svo fátt er eftir annað en að selja firði og fjallaheiðar undir stóriðju. Það er gott og blessað og eyjarskeggjar eru áfram bjartsýn- astir og glaðastir allra þjóða í víðri veröld. En nú mega bændur fara að vara sig. HINIR NÝJU héraðshöfðingjar fara ríðandi um sveitir lands og kaupa upp bújarðir. Það er líka gott og blessað, enda ánægjulegt að horfa heim að bæjum þar sem áður gaf að líta hrörleg hús og hörmulegt hokur, en nú má berja augum glæst- ar sumarhallir og frístundabúgarða. Bændur liggja vel við höggi þar sem þeir berjast við að halda búum sín- um gangandi með misjöfnum ár- angri. Á stöku stað sitja þeir þó áfram á gömlu búunum sem leigulið- ar, húsverðir eða umsjónarmenn nýju lénsherranna. ÞEGAR MJÓLK er seld á eina krónu úti í búð klingja litlar bjöllur siðlegra marka í kollum kaupmanna og þeir gefa út tilskipunina: aðeins tveir lítrar á mann. Enginn inn- kaupakvóti er þó á bújörðum og nýir héraðshöfðingjar kaupa nú upp heilu dalina, firðina og eyjaklasana að gamni sínu. Það virðist enn á ný af hinu góða að jarðnæði safnist á fárra hendur og lénsherrarnir hafa snúið aftur. Skammtur nýju héraðs- höfðingjanna er takmarkalaus og fer aðeins eftir því hve mikla lyst þeir hafa á jarðnæði. Tja, hvað gera bændur nú? BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.