Fréttablaðið - 26.04.2005, Blaðsíða 20
Sipp
Sipp er ekki bara fyrir börnin því það er þrælgóð líkamsrækt fyrir fólk á öllum aldri. Ef
sippað er reglulega er hægt að auka þol, styrkja vöðva og draga úr vöðvabólgu. Það eina
sem þarf er gott sippuband, sem fæst í flestum íþróttavöruverslunum, og svo góðir skór.[ ]
ROPE YOGA
Bæjarhraun 22 / 220 Hafnarfjörður / 3. hæð til vinstri
Kennari Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir. Skráning er hafin í síma
555-3536 eða 695-0089 ropeyoga@internet.is
stöðin Bæjarhrauni 22
Frábært æfingakerfi í yndislegu umhverfi nýtt tímabil
að hefjast. Vertu innilega velkomin í nýjan lífsstíl!!
Borgartúni 24
Opið virka daga kl. 10–20
laugardaga kl. 11–17
Heilsuvörur
og matstofa
Við mælum
blóðþrýsting
Pantaðu tíma
í Lágmúla í síma 533 2308
Smáratorgi í síma 564 5600
Er maginn vandamál?
Stress, þreyta og sérstakur
matur getur sett magann úr
jafnvaægi.
Óþægindi lýsa sér oft sem
nábítur, brjóstsviði,
vindgangur, harðlífi og
niðurgangur.
Þetta þykir öllum afar
óþægilegt og líður þá illa í
öllum líkamanum.
Silicol fæst í apótekum
Börnin biðja aldrei um sykur
Unnur Stefánsdóttir sveiflar sér í köðlunum með börnunum í heilsuleikskólanum Urðarhóli.
Heilsuleikskólinn Urðarhóll í
Kópavogi er tæplega 10 ára
gamall. Víðs vegar um landið
hafa sprottið upp sambæri-
legir skólar sem fylgja stefnu
Urðarhóls þar sem lögð er
áhersla á næringu, hreyfingu
og listir.
„Markmið okkar er að auka gleði
og vellíðan barnanna með
áherslu á næringu, hreyfingu og
listir í gegnum leik,“ segir Unn-
ur Stefánsdóttir, sem stýrir
heilsuleikskólanum Urðarhóli í
Kópavogi. Hugmyndafræðina á
bak við leikskólann þróaði hún
ásamt samstarfsfólki sínu en
Unnur er sjálf mikil íþróttakona.
„Til þess að leggja meiri áherslu
á þessa þætti erum við með nær-
ingarráðagjafa sem gefur ráð
um matseðla og við erum með
fagstjóra í íþróttum og hreyf-
ingu sem kennir íþróttir alla
daga en hvert barn fer í íþrótta-
tíma tvisvar í viku auk göngu-
ferða og útivistar. Auk þess
erum við með listakennara sem
sjá um listnámið,“ segir Unnur.
Í leikskólanun er íþróttasalur
sem er sérstaklega útbúinn fyrir
börn á leikskólaaldri og þar eru
íþróttir stundaðar daglega.
„Börnin elska íþróttatímana
og geta varla verið veik heima
ef þau eiga að fara í íþróttir
þann daginn,“ segir Unnur og
hlær. Auk hreyfingar er lögð
áhersla á hollt og gott mataræði
og segir Unnur það ganga vel að
kenna börnunum að borða hollan
og næringarríkan mat. „Þau
læra að borða grænmeti og
baunarétti og hjá sumum tekur
það tíma en þessi eldri eru góð
fyrirmynd. Það geta allir lært
þetta og börnin biðja aldrei um
sykur eða sætabrauð,“ segir
Unnur.
„Við finnum fyrir mikilli
ánægju frá foreldrum með skól-
ann. Það er okkar trú að ef börn-
in fá hreyfingu og góða næringu
eru þau betur í stakk búin til að
skapa. Auk þess glímum við ekki
við offitu hérna og við getum
gripið inn í ef það vandamál
kemur upp,“ segir Unnur.
Hún segir að á þeim tæpu tíu
árum frá því skólinn var stofn-
aður hafi skólastarfið þróast
mikið auk þess sem skólinn hafi
stækkað. Upphaflega voru börn-
in 30 en nú eru þau 143 talsins, á
aldrinum eins til sex ára. Leik-
skólinn er rekinn af Kópavogs-
bæ og hafa önnur sveitarfélög
fylgt þessu fordæmi. Nokkrir
heilsuleikskólar hafa tekið til
starfa víðs vegar um landið og
nokkrir taka brátt til starfa.
„Það er alveg frábært að sjá
þetta gerast. Við sem stýrum
heilsuleikskólum höfum hist og
erum að undirbúa stofnun sam-
taka heilsuleikskóla,“ segir Unn-
ur Stefánsdóttir.
kristineva@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA