Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
66,61 66,93
123,59 124,19
84,10 84,58
11,30 11,37
10,38 10,44
9,14 9,20
0,62 0,62
99,43 100,03
GENGI GJALDMIÐLA 13.05.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
116,81 +0,39%
4 14. maí 2005 LAUGARDAGUR
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ:
Forsendur kjarasamninga bresta í haust
EFNAHAGSHORFURNAR Halldór
Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, telur að for-
sendur kjarasamninga bresti í
haust þó að vísitala hafi lækkað
upp á síðkastið. Húsnæðisverð
hafi haldið áfram að hækka,
verðstríð hafi geisað og gengið
lækkað.
„Það er ekkert í spilunum
sem segir að það mat okkar sem
var til staðar fyrir mánuði
standi ekki í öllum aðalatriðum
þrátt fyrir þessa einstöku mæl-
ingu.
Við teljum að það séu allar
líkur á að forsendur kjarasamn-
inga bresti í haust,“ segir hann.
„Húsnæðisverð hefur verið
að hækka þó að breyting hafi
verið gerð á útreikningi á hús-
næðiskostnaði. Það er bara
tæknileg breyting og því kemur
vaxtabreytingin frá því í haust
inn með meiri þunga en áður,“
segir hann.
„Matvara heldur áfram að
lækka, fyrst og fremst vegna
þess að verðstríð hefur geisað,
sérstaklega milli lágvöruverðs-
verslana.
Við höfum ekki trú á því að
þetta ástand geti varað nema í
takmarkaðan tíma. Hvenær sú
bóla springur vitum við ekki.
Gengi krónunnar er líka að
lækka.“
- ghs
Sjávarútvegurinn
hættur a› skipta máli
firátt fyrir erfi›a stö›u margra sjávarútvegsfyrirtækja vegna sterkrar stö›u
krónunnar segir sjávarútvegsrá›herra ekki tilefni til a›ger›a. L‡sandi fyrir a›
sjávarútvegur skiptir ekki lengur máli, segir forstjóri Síldarvinnslunnar.
SJÁVARÚTVEGUR „Það er ástæða fyrir
því að Síldarvinnslan hefur ákveð-
ið að hætta vinnslu á þorski í
landi,“ segir Björgólfur Jóhanns-
son, forstjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað. Niðurstöður nýrrar
skýrslu um hágengi sem margir
innan sjávarútvegsins hafa beðið
eftir liggja fyrir og þrátt fyrir að
útvegsfyrirtæki búi við erfið
rekstrarskilyrði þykir vart tilefni
til að hafa áhyggjur af stöðu grein-
arinnar í heild.
Þessar upplýsingar eru ekki
uppörvandi fyrir marga, svo sem
Samtök fiskvinnslustöðva, sem von
áttu á raunhæfum tillögum frá
nefndinni. Björgólfur segir þetta
lýsandi dæmi um að sjávarútveg-
urinn sé hættur að skipta máli í
þjóðarbúskapnum.
„Ég átti í raun ekki von á nein-
um sérstökum tillögum frá nefnd-
inni eins og aðrir enda nokkuð ljóst
að hátt gengi krónunnar er nokkuð
sem veltur á fjölmörgum þáttum og ekkert einfalt að bregðast við.
Staðan er sú að við hjá Síldar-
vinnslunni höfum ákveðið að draga
saman seglin eftir getu og meðal
þess sem við gerðum var að hætta
vinnslu á þorski í landi enda treyst-
um við okkur ekki til að reka
vinnslu á núllinu.“
Hágengisnefndin leggur fram
tillögur til að stemma stigu við háu
gengi en mælir ekki með neinni
þeirra. Ekki sé viðunandi að gripið
verði inn í aðgerðir Seðlabankans
en hækkun bankans á stýrivöxtum
er ein meginástæða gengishækk-
unar. Frekar er talið ráðlegt að
beita fjármálastefnu ríkisins til að
gefa bankanum svigrúm til að
draga úr aðhaldi með frestum stór-
framkvæmda og skattalækkana.
Bent er á að samkeppni ríkisins á
íbúðalánamarkaði sé ein rót vand-
ans og gefi það tilefni til að endur-
hugsa hlutverk Íbúðalánasjóðs.
Enn fremur er bent á að lækkun
veiðigjalds gæti haft jákvæð áhrif
en ekki er mælt með slíku þar sem
slík lækkun hefi engin áhrif á hag
fiskvinnslunnar, sem er sú grein
sem höllustum fæti stendur.
Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir koma sér á óvart
hversu sterkur íslenskur sjávarút-
vegur sé í heild sinni. „Afkoman
þrátt fyrir allt er ekki verri en hún
var allan síðasta áratug en kröfurn-
ar eru orðnar meiri. En það er ekk-
ert sem fram kemur í skýrslunni
sem gefur tilefni til að fara í sér-
tækar aðgerðir.“ albert@frettabladid.is
BLAÐBERI Á SELFOSSI Albert Ísleifsson er
einn þeirra morgunglöðu Selfyssinga sem
sjá um að dreifa Fréttablaðinu í hús.
Fréttablaðið á Selfossi:
Vaknar
hálf sex
BLAÐBURÐUR Albert Ísleifsson, sem
er 14 ára gamall, er einn af nýjum
blaðberum Fréttablaðsins á Sel-
fossi. Dreifing blaðsins á hvert
heimili á Selfossi hófst í gær. Al-
bert er þó ekki óvanur blaðburðin-
um því hann hefur síðustu tvö ár
borið út Fréttablaðið með DV á
Selfossi. „Ég verð að vakna klukk-
an hálf sex á hverjum morgni og
ber Fréttablaðið út í þrjú hverfi á
Selfossi. Nú eftir að dreifing hófst
á Selfossi erum við um 10 blaðber-
ar hérna,“ segir Albert. ■
LANDHELGISGÆSLAN VIÐ SELJAVEG Á ár-
inu stendur til að flytja alla starfsemi Land-
helgisgæslunnar frá Seljavegi yfir í Skógar-
hlíð í Reykjavík. Stjórnstöð Gæslunnar flutti
í gær og er nú í sambýli við Neyðarlínu og
fjarskiptamiðstöð lögreglu.
Stjórnstöð Gæslunnar:
Úr flakh‡si
í kjallara
LANDHELGISGÆSLAN Landhelgis-
gæslan flutti í gær stjórnstöð sína
frá Seljavegi 32 í Reykjavík þar
sem hún hefur verið í 51 ár á efstu
hæð. Stjórnstöðin er nú í kjallara í
Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan
var fyrir.
Á árinu stendur svo til að flytja
alla starfsemi Gæslunnar yfir í
Skógarhlíð í álmu sem er í smíð-
um. Viðbrigðin eru hins vegar
töluverð fyrir starfsmenn stjórn-
stöðvarinnar sem fara úr ríflega
110 fermetrum á efstu hæð í 60
fermetra í kjallara sem þeir deila
með öðrum. Þá bætir stjórnstöðin
við sig verkefnum og tekur sam-
kvæmt samningi við Siglinga-
stofnun við stjórn vaktstöðvar
siglinga og stýrir eftirleiðis til-
kynningaskyldu og strandstöðva-
þjónustu. - óká
REYKJAVÍK
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
OR LÆKKAR VATNSVERÐ Orku-
veita Reykjavíkur ætlar að bjóða
Kópavogsbæ að kaupa vatn á
sama verði og Seltjarnarnes og
Mosfellsbær. Í greinargerð frá
OR segir að vatnsverð til Kópa-
vogsbæjar hafi verið byggt á
yfirverði sem var töluvert hærra
en verð sem samdist um við hin
bæjarfélögin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Vinnumarkaður:
Dregur úr
atvinnuleysi
ATVINNA Atvinnuleysi hefur ekki
verið minna í rúm tvö og hálft ár,
það mældist 2,3 prósent í apríl og
þarf að fara aftur til september
2002 til að finna dæmi um að
atvinnuleysi hafi verið minna, en
þá var það 2,2 prósent.
Fleiri voru atvinnulausir á
höfuðborgarsvæðinu, 2,5 pró-
sent, en landsbyggðinni, tvö pró-
sent. Atvinnuleysi var minnst
meðal karla á Vestfjörðum, 0,6
prósent samkvæmt tölum Vinnu-
málastofnunar. Mest var það
meðal kvenna á Norðurlandi
eystra, 2,9 prósent. - bþg
Breska lávarðadeildin:
27 n‡ir
lávar›ar
LONDON, AP Breska ríkisstjórnin til-
nefndi í gær 27 nýja þingmenn í lá-
varðadeildina, þar af 16 úr Verka-
mannaflokknum. Þetta er í fyrsta
skipti sem Verkamannaflokkurinn
hefur flesta þingmenn í þessari efri
deild breska þingsins. Lávarða-
deildin er ekki lýðræðislega kosin
heldur eru meðlimir hennar oftar
en ekki skipaðir af ríkisstjórninni.
Lávarðadeildin staðfestir eða
synjar lögum úr neðri deild þings-
ins. Neðri deildin hefur þó vald til
þess að virða ákvarðanir lávarða-
deildarinnar að vettugi og gerðist
það nú síðast þegar refaveiðar voru
bannaðar á Bretlandseyjum. ■
HALLDÓR GRÖNVOLD „Matvara heldur
áfram að lækka, fyrst og fremst vegna þess
að verðstríð hefur geisað, sérstaklega milli
lágvöruverðsverslana. Við höfum ekki trú á
því að þetta ástand geti varað nema í tak-
markaðan tíma.,“ segir Halldór Grönvold.
NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Friðrik Már Baldursson, prófessor við HÍ, og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynntu langþráða skýrslu hágengisnefndarinnar í gær.
Þrátt fyrir slæma stöðu margra fyrirtækja er staða greinarinnar í heild bærileg og telur
fjármálaráðuneytið að hagnaður sjávarútvegs á árinu verði svipaður og hann var allan
síðasta áratug.
BJÖRGÓLFUR JÓHANNESSON Hjá Síldar-
vinnslunni hafa menn dregið saman segl-
in og hyggjast ekki vinna afurðir í landi
sem ekki gefa af sér tekjur. Mörg smærri
vinnslufyrirtæki eiga í miklum rekstar-
vandræðum.