Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 30
Á netinu Atvinnumiðlanir í dag eru nú flestar á netinu og þar getur fólk séð hvaða störf eru í boði og sótt um þau í gegnum netið. Ef fólk á erfitt með að komast í tölvu þá er vert að benda á það að aðgangur er að internetinu á öllum bókasöfnum.[ ] Umkringd eintómum karl- mönnum heima og heiman Anna Linda Magnúsdóttir er hæstánægð með starfið sitt og karlana. Anna Linda Magnúsdóttir er einn eigenda Vatnsvirkjans og Tækja- tækni. Hún er umkringd fjall- myndarlegum pípurum alla daga. „Samskiptin ganga bara vel því píparar eru yfir höfuð mjög skemmtilegir og þeir eru einnig mjög þægilegir og skiln- ingsríkir,“ segir Anna Linda. „Ég sé um sölumál hér hjá fyrirtækinu, en við sér- hæfum okkur í innflutningi á vörum til pípulagna bæði fyrir vatnsveitur og pípulagnaverktaka auk þess sem við erum með gott úrval af hreinlætistækj- um í Vatnsvirkjanum í Ármúla 21.“ Anna Linda og eiginmaður hennar Fjölvar Darri keyptu fyrirtækið ásamt Róberti Melax og Hjalta Ólafssyni í febrúar síðastliðnum, en faðir Önnu Lindu átti og rak fyrirtækið í 20 ár. „Ég var auðvitað oft að vinna hér hjá honum og þá sérstaklega síðustu fimm árin þannig að ég þekki reksturinn vel, en ég hef ekki sérstakt vit á pípulögn- um sem slíkum. Mitt starf felst aðal- lega í því að afla nýrra viðskiptavina og ná tilboðum úti á markaðnum. Þetta er vissulega karlaveröld og það kemur fyrir að pípararnir halda að ég kunni ekki neitt á þetta, en þeir eru fljótir að sjá að þeir koma ekki að alveg tómum kofunum,“ segir hún hlæjandi. Það er ekki bara á vinnustaðnum sem Anna Linda er umkringd karl- mönnum því hún á tvo syni og er sem stendur eini kvenmaðurinn á heimil- inu. „Það stendur nú til bóta,“ segir hún brosandi, „því ég á von á stelpu í byrjun september. Jú, það gengur bara vel að sameina fjölskyldulíf og vinnu, það getur oft verið erfitt en þá koma ömmurnar og afarnir sterk inn. Við rekum þetta allt í sameiningu, ég og maðurinn minn, nema hann tekur lítinn þátt í húsverk- unum með mér, en hann gerir þá bara eitthvað annað hjálplegt í staðinn. Við höfum bæði brennandi áhuga á við- skiptum og hjálpumst að með alla hluti. Maður er auðvitað alltaf með hugann við vinnuna, og stundum er það púl að vera þungaður í rúmlega fullri vinnu og með tvo litla stráka, en þetta gengur alltaf upp. Þegar ég er búin að koma strákunum í rúmið á kvöldin getur verið gott að leggjast í sófann með tærnar upp í loft, en ég geri það sjaldan því ég þarf helst alltaf að vera að.“ edda@frettabladid.is Selfoss Bifreiðasali Starfssvið: Sala á nýjum Toyota bílum ásamt umboðssölu á notuð- um bílum, einnig persónuleg ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini. Menntunar- og hæfniskröfur: Löggiltur bifreiðasali er stór kostur. Reynsla æskileg. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, ásamt því að vinna með öðrum og með ríka þjónustulund. Bókhald – afleysing til 1/1 2006. Starfssvið: Almenn skrifstofustörf, frágangur og uppgjör lána, ásamt öðrum tilfallandi störfum er snúa að bílasölu og frágangsvinnu. Menntunar- og hæfniskröfur: Kunnátta á bókhaldsforritið DK er æskileg. Reynsla af skrifstofustörfum og lánaumhverfi er æskileg. Viðkomandi þarf að vera jákvæð/ur, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, ásamt því að vinna með öðrum og með ríka þjónustulund. Eingöngu verður tekið við skriflegum umsóknum og skal þeim skilað fyrir 1. júní 2005 Þær skal senda til Toyota Selfossi – Fossnesi 14 – 800 Selfossi, merkt: Umsókn, einnig er hægt að senda þær með tölvupósti á netfangið: ragga@toyotaselfossi.is Bílasala Suðurlands er umboðsaðili Toyota á Selfossi. Hjá Bílasölu Suðurlands starfar um 15 manna samheldinn hópur. Bílasala Suðurlands starfar í nýlegu og glæsilegu húsnæði þar sem vinnu og starfsmannaaðstaða er til fyrirmyndar. A ug l. Þó rh ild ar 2 20 0. 24 5 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Leikskólinn Mánabrekka Seltjarnarnesi Leikskólakennarar Viltu vera stærstur, bestur og njóta aðdáunar? Við bíðum eftir þér í Mánabrekku. Laus er staða deildarstjóra frá 1. ágúst eða eftir samkomulagi. Í uppeldisstarfinu er lögð sérstök áhersla á skapandi starf, umhverfismennt og tónlist. Við leitum að leikskólakennara sem hefur áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi. Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara. Nánari upplýsingar gefa: Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri í síma 5959280 og 6946621, dagrun@seltjarnarnes.is eða Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 5959280, guðbjorgjo@seltjarnarnes.is Umsóknarfrestur er til 10. júní. Álfasala SÁÁ 19. – 22. maí Vantar sölufólk í eftirfarandi hverfi: 107 Vesturbær 170 Seltjarnarnes 109 Breiðholt 111 Breiðholt 112 Grafarvogur Góð sölulaun í boði. Upplýsingar í síma 5307600 • saa@saa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.