Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 2
2 14. maí 2005 LAUGARDAGUR Almenningur ehf. stefnir ótrauður á tilboð: Ekki búi› a› velja samstarfsa›ila VIÐSKIPTI Almenningur ehf., félagið sem Agnes Bragadóttir fer í forystu fyrir og ætlar að taka þátt í tilboði um kaup á Símanum, hefur ekki komist að niðurstöðu um það með hvaða hópi fjárfesta verði unnið. „Við erum í viðræðum við ýmsa fagfjárfesta og við erum ekki komin að niðurstöðu um með hverj- um við ætlum að vinna. Við munum ráða okkar ráðum um helgina,“ segir hún. Aðspurð um hvort öruggt sé að hópurinn muni gera tilboð segir hún það vera „algjörlega kristaltært“. Á þriðjudaginn rennur út frestur sem tilboðsgjafar hafa til að gera óbindandi tilboð í Símann. Þá þarf þó ekki að vera komið á endanlegt samstarf milli hópa um kaup. Agnes gerir ráð fyrir að allar upplýsingar til þeirra sem áhuga hafi á því að taka þátt í tilboðinu muni liggja fyrir eftir helgina og í kjölfarið mun koma í ljós hversu stóran hlut Almenningur ehf. mun geta keypt í Símanum. Að sögn Agnesar er ekki höfuð- atriði í hennar huga að Almenning- ur ehf. verði þátttakandi í kaupun- um heldur að almenningur fái færi á að kaupa hlutabréf í Símanum. „Það skiptir mig nákvæmlega engu máli hver eða hverjir fái að kaupa Símann heldur að almenningur fái aðgang að kjötkötlunum á sama tíma og stóru hákarlarnir,“ segir hún. - þk Verjandi Lettanna hjá GT verktökum: Áfellisdómur fyrir ákæruvaldi› á Selfossi EGILSSTAÐIR Sveinn Andri Sveins- son, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið al- mennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum. Ekki sé hægt að áfrýja dómnum til sakfellingar. Málflutningurinn verði að byggja á því að laga- túlkun héraðsdóms sé röng eða vísa dómnum aftur heim í hérað. Hann segir það með ólíkindum hvernig málið með öðrum erlendum starfsmönnum hafi verið afgreitt á Selfossi í vetur. „Þessi dómur fyrir austan er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið á Selfossi. Ákæruvaldinu ber skylda til að halda til haga öllum sjónar- miðum, hvort sem þau eru til þess fallin að valda sýknu eða sakfell- ingu,“ segir hann. „Í stað þess var mál- ið keyrt áfram, ákært og kveðinn upp dómur. Á Austurlandi var málið rannsakað til hlítar. Á Suðurlandi var játning fengin frá mönnunum sem vissu ekkert hvað þeir voru að játa. Þar var ekki tekin skýrsla af öllum aðilum málsins,“ segir Sveinn Andri. - ghs Lettarnir s‡kna›ir Lettarnir tveir sem komu hinga› á vegum lettnesku starfsmannaleigunnar Vis- lande til a› aka rútu fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum voru s‡kna›ir í Héra›s- dómi Austurlands. fieir voru ákær›ir fyrir a› starfa hér án atvinnuleyfa. EGILSSTAÐIR Lettarnir tveir sem komu hingað til lands á vegum lett- nesku starfsmannaleigunnar Vis- lande til að aka rútu fyrir GT verk- taka á Kárahnjúkum voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær en þeir voru ákærðir fyrir að starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Í dómnum kemur fram að útlendingarnir hafi fyrst talið sig vera einhvers konar verktaka hjá Vislande en síðan hafi beint ráðn- ingarsamband komist á. Dómarinn telur málið falla undir reglur EES-samningsins eða stofn- samnings EFTA. Lettarnir megi því koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér í allt að þrjá mánuði frá komu eða allt að sex mánuðum ef þeir eru í atvinnu- leit. Lögin um þjónustuviðskipti eigi við um Lettana þar sem ekki hafi verið leitt annað í ljós en að um ráðningarsamband þeirra við Vis- lande hafi verið að ræða. Þar með hafi Lettarnir ekki þurft atvinnu- leyfi. Samkvæmt þessum dómi geta því ríkisborgarar nýrra ríkja ESB komið hingað til lands í allt að 90 daga til að veita hér þjónustu og þurfa ekki sérstök leyfi til þess. „Þetta er eins og við höfum alltaf haldið fram. Við bíðum bara eftir því að hinn dómurinn verði kveðinn upp í okkar máli. Að öðru leyti verð- urðu bara að tala við Ilonu Wilke í Lettlandi. Það er hún sem er að vinna þennan sigur, ekki við,“ segir Trausti Finnbogason, annar eigenda GT verktaka. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það sé ágætt að hafa fengið dómsniður- stöðu og framkvæmdin þurfi að taka mið af því. Meira geti hann ekki sagt því að hann verði að skoða málið betur eftir helgina. Helgi Jensson, fulltrúi Sýslu- mannsins á Seyðisfirði, segir að starfsmenn embættis ríkissaksókn- ara hafi fengið dóminn og taki ákvörðun fljótlega um það hvort málinu verði vísað til Hæstaréttar eða ekki. ghs@frettabladid.is DÝRLINGUR FLJÓTT Landar Jóhannesar Páls páfa krefjast þess að hann verði tek- inn í dýrlingatölu fljótt. Myndin er tekin við útför páfa 8. apríl. Jóhannes Páll II í dýrlingatölu: Fær fl‡ti- me›fer› PÓLLAND, AP Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jó- hannes Páll II, fái sérstaka flýti- meðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst. Þessari ákvörðun Benedikts XVI hefur víðast hvar verið tekið vel; bæði klerkaráðið í Róm og íbúar í Wadowice, heimabæ Jóhannesar Páls í S-Póllandi, hafa lýst yfir sérstakri ánægju með þessa málsmeðferð. Margir Pólverjar eru nú þegar farnir að líta á Jóhannes Pál II sem dýrling. ■ Fjöldamorðingi í Lettlandi: Lífstí› fyrir flrettán mor› LETTLAND Dómstóll í Ríga, höfuð- borg Lettlands, dæmdi í vikunni mann í lífstíðarfangelsi fyrir morð á 13 manns. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa myrt alls 38 manns en var dæmdur fyrir 13 morð og fjölmargar morðtilraunir. Aukinheldur var hann dæmd- ur fyrir mörg rán en flest morð- in framdi hann þegar hann reyndi að ræna fórnarlömbin. Þau voru aðallega eldri konur og kyrkti hann þær yfirleitt. Þetta eru verstu fjöldamorð einstaklings í sögu Lettlands. ■ Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 114.990 kr. Hua Hin 2 vikur í júlí Verð á mann í tvíb. með sköttum 129.995 kr. 5 stjörnu lúxus 2 vikur í ágúst Verð á mann í tvíb. með sköttum 118.900 kr. Pattaya 2 vikur í júní Verð á mann í tvíb. með sköttum 133.700 kr. Bali 2 vikur í júlí Verð á mann í tvíb. með sköttum Fjölmargir möguleikar í sumar og haust Mannlífið í Taílandi og á Bal i á ómótstæðilegu verði Ævintýraleg sumarsól í Austurlöndum draCretsaM udnuM !aninusívá aðref Nánari upplýsingar um verðdæmin er að finna á heimsíðunni www.kuoni.is Verðdæmi SPURNING DAGSINS Sveinn Andri, var Lettunum ekki létt? „Jú, þeim var orðið illt í eistunum.“ Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður lettneskra verkamanna sem voru ákærðir fyrir að starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Þeir voru sýknaðir í hér- aðsdómi. Umferðareftirlit: Ofsaakstur í Ártúnsbrekku LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík stöðvaði átján ára ökumann á 173 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku klukkan að ganga tólf á fimmtu- dagskvöldið. Í brekkunni er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Að sögn varðstjóra eru menn gjarnan sviptir ökuleyfi á staðn- um við mjög gróf umferðarbrot og taldi hann ekki ólíklegt að svo hefði verið í þessu tilviki, enda ungi maðurinn yfir tvöföldum há- markshraða. Aðfaranótt föstu- dags var að öðru leyti róleg í Reykjavík að sögn lögreglu og lítið að gerast fram eftir föstudegi þótt hann bæri upp á þrettánda dag mánaðarins. - óká Lettarnir sem óku hópferðabílum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, en málið gegn þeim átti rætur að rekja til ábendingar frá Vinnumálastofnun. Stofnunin taldi þá starfa ólöglega hér á landi þar sem þeir hefðu ekki atvinnu- leyfi. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði ágætt að hafa fengið dómsniðurstöðu. Framkvæmdin þyrfti að taka mið af því. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. AGNES BRAGADÓTTIR Segir upplýsingar um Almenning ehf. verða gefnar út eftir helgina. Aftur í Héraðsdómi: Fjárdráttarmál skólastjóra DÓMSTÓLAR Munnlegur málflutn- ingur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hæstiréttur ómerkti í byrjun maí fyrri dóm héraðsdóms þar sem Jón Árni var fundinn sekur um skjalafals og fjársvik. Hæsti- réttur tók ekki afstöðu til sektar Jóns Árna, sem sakaður er um að hafa á árunum 1994 til 2001 dreg- ið sér um 28 milljónir króna í starfi sínu sem skólastjóri Raf- iðnaðar- og Viðskipta- og tölvu- skólans. -óká FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P SVEINN ANDRI SVEINSSON „Þessi dómur fyrir austan er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið á Sel- fossi,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verj- andi Lettanna hjá GT verktökum. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ: Fyrirtækinu ver›i refsa› VINNUMARKAÐUR Dómstjórinn á Austurlandi tekur hvorki á því hvort lög um atvinnuréttindi út- lendinga né lög um útlendinga hafi verið brotin, aðeins því hvort Lettarnir hafi haft rétt til að vinna hér á landi eða ekki. Því eru Lettarnir sýknaðir. Þetta er mat Halldórs Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins. „Þessi niðurstaða er umdeilan- leg og við höfum alla fyrirvara á henni. Í okkar huga er um mála- myndagerning að ræða. Lettarnir eru ekki stóra málið. Þeir eru fórnarlömb. Það er fyrirtækið sem okkur finnst að eigi að refsa,“ segir hann. -ghs ATVINNULÍF BIRGIR TEKUR VIÐ Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs gamall rekstrar- hagfræðingur og hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra fyr- irtækisins. LÖGREGLUFRÉTTIR ÓK Á LÖGREGLUBÍL Ölvaður öku- maður ók á lögreglubíl á Akra- nesi í fyrr- inótt. Lög- reglan leit- aði manns- ins og þegar hann varð lögreglubíls- ins var gaf hann í og keyrði á lög- reglubílinn með þeim afleiðing- um að hann endaði úti í skurði. Einn lögreglumaður slasaðist lít- illega við áreksturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.