Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 16
Þegar ég var lítill drengur varð ég það sem gamlar konur vildu ef þær báðu mig um það. Jú, það var voða gaman í skólanum. Jú, ég var voða duglegur að læra. Jú, ég tók alltaf lýsi á morgnana. Jú, ég ætl- aði að fara snemma að sofa. Við hvert svar urðu konurnar ánægð- ari með mig. Struku mér jafnvel um kinn um leið og þær horfðu á mig elskulegum augum. Þær sáu æskuna; óspjallaða, hreinlynda og fulla af fyrirheitum. Þegar ég slapp frá konunum rauk ég út, ruglaði vatnsgreiddan toppinn og fór að hugsa um nammi, hvernig ég kæmist hjá því að læra heima og lét mig dreyma um að vaka fram eftir – helst yfir sjónvarpi og heimagerðum karamellum. Við Íslendingar – eða sá þráður í okkur sem þjóðerniskenndin hríslast um – er jafn barnaleg. Við virðumst ekki mega rekast á út- lent fólk án þess að breytast í það sem við höldum að það vilji sjá. Jú, við borðum úldinn hákarl og súra hrútspunga. Jú, við drekkum okkur dauð á hverri nóttu, rísum upp að morgni og förum í bað – í heitum hver. Jú, við tölum við for- sætisráðherrann á hverjum degi. Hér þekkja allir alla. Ekki veit ég af hverju við lát- um svona. Eða hvers vegna við viljum gefa þessa mynd af okkur. Ég man ekki til þess að ég hafi stigið fæti í heitan hver. Ég fór einu sinni í heita lækinn í Naut- hólsvík áður en Hitaveitan skrúf- aði fyrir hann – en hann taldist varla til náttúruundra. Ég get borðað súrsaða hrútspunga ef ég er manaður til þess en hef lært það af reynslunni að vera ekki innan um fólk sem það gerir. Mér hefur ekki dottið í hug að borða hákarl og efast um að ég láti verða af því úr þessu. Ég hef aldrei hringt í forsætisráðherra nema fá borgað fyrir það. Og hann svarar sjaldan. Stundum hefur meira að segja liðið ár án þess að forsætisráðherra svari fjölmiðlum sem ég hef unnið hjá. Ég gæti meira að segja trúað að íslenskir forsætisráðherrar eigi einhvers konar heimsmet í að láta ekki ná í sig. Ég á enga flík úr þæfðri ull – ekki nema gamla ullarsokka sem lentu óvart í þvottavélinni og passa núna á fimm ára. Ekki heldur veski úr steinbítsroði. Ég þekki engan sem á veski úr steinbítsroði. Ég hef aldrei heyrt neinn segjast trúa á álfa sem ekki hefur beint eða óbeint framfæri af því að halda slíkri vitleysu fram – er annað hvort í ferðabransanum eða pólitík. Ég finn ekki til nokkurs skyldleika með víkingum fremur en aðrir Íslendingar. Ég veit að það eru haldnar víkingahátíðir fyrir atvinnulaust fólk frá Bret- landi í Hafnarfirði en það kemur okkur ekki meira við en ristilráð- stefnur skandinavískra lækna á Radisson SAS (sem hét áður Hótel Saga og Bændahöllin, en nafninu var breytt þar sem Íslendingar vilja ekki láta minna sig á bændur og sögu af þeim að fljúgast á). Auðvitað er hér margt fagurra kvenna og án efa einnig hraustir menn. En við höfum líka fengið okkar skerf af ófríðleik – eigum okkar skessur, sköss og herfur. Og það er sannarlega enginn telj- andi skortur á liðónýtum vesal- ingum á Íslandi; hér eru menn latir og sérhlífnir, duglitlir og máttvana ekki síður en meðal annarra þjóða. Heilt yfir er fólk hér alls konar – eins og víðast hvar annars staðar. Hvers vegna vilja Íslendingar ganga inn í þessa delluhugmynd í hvert sinn sem útlendingar yrða á þá? Fagrar og ljóshærðar, slomp- aðar og lauslátar konur sem baða sig í hverum og éta úldinn fisk. Hverjum datt þessi vitleysa í hug? Einhvers staðar í fjarska karlar með kraftadellu að jafn- hatta hver öðrum. Þessi mynd sem við tökum á okkur fyrir út- lent fólk er fremur furðuleg en fyndin – raunar svo gersamlega út í hött að hún er náttúrleg blind- gata í öllum samræðum. Hvað er hægt að segja við svona fólk? Ósköp venjulegt vestrænt milli- stéttarfólk með nokkra ljósatíma í andlitinu, klettasalat og kotasælu í maganum og heimsmynd frá Reuters í hausnum. Maður brosir kurteislega og nógu lítið til að það virki ekki hvetjandi og bíður þess að það þagni. ■ Ítilefni af því að 60 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar-innar hafa menn víða í Evrópu rifjað upp styrjaldarárin, mann-fórnir í stríðinu og margs konar mannlega harmleiki sem áttu sér stað meðan á stríðinu stóð og í kjölfar þess. Rússar minntust þessara tímamóta með margvíslegum hætti um síðustu helgi. Það er ekki að- eins að Rússar hafi minnst þessara tímamóta á Rauða torginu í Moskvu, heldur hafa þeir efnt til samkoma víða um heim, þar sem þeir hafa þakkað fyrir aðstoðina í stríðinu og heiðrað fjölmarga ein- staklinga sem þar komu við sögu. Rússar hafa líka margt og mikið að þakka, en þeirra fórn var mikil í stríðinu. Samkvæmt tölum sem hafa verið rifjaðar upp í tilefni af þessum tímamótum létust hvorki meira né minna en 27 milljónir Sovétmanna í síðari heimsstyrjöldinni, en alls létust um 40 milljónir manna í þessum miklu stríðsátökum. Mörgum hefur verið hugsað til Þýskalands nasismans hér og ann- ars staðar að undanförnu, og þá ekki síst vegna myndarinnar um síð- ustu daga Hitlers sem sýnd hefur verið hér fyrir fullu húsi dag eftir dag. En það er fleira sem hefur verið rifjað upp og sem stendur okkur Íslendingum nær. Hvernig má það vera að 10 þúsund þýsk flóttabörn hafi dáið í flóttamannabúðum í Danmörku eftir stríðið vegna lélegs aðbúnað- ar, matar- og lyfjaskorts? Það hefur ekki verið mikið rætt um örlög þessara barna fram til þessa, en nú hafa blossað upp umræður um þau í Danmörku eftir að Kirsten Lylloff varði doktorsritgerð sína við Kaupmannahafnarháskóla um örlög barnanna á dögunum. Hún er fyrrverandi yfirlæknir í Álaborg en hóf að rannsaka örlög barn- anna árið 1997. Á síðustu dögum stríðsins hröktust fleiri hundruð þúsund Þjóðverjar undan Rússum vestur á bóginn og þeir sem ekki komust með skipum til þýskra hafna enduðu margir í Danmörku. Talið er að um 250 þúsund flóttamenn hafi komið þangað, og þar af voru mörg börn sem höfðu misst foreldra sína í stríðinu eða orðið viðskila við þá. Það eru örlög þessara barna sem hafa orðið tilefni umræðna í Danmörku. Lylloff gagnrýnir meðferðina á þeim harð- lega í doktorsritgerð sinni, og dregur fram margar ófagrar lýsing- ar um meðferðina á börnunum. Aðrir reyna að bera í bætifláka fyrir meðferðina á þeim og vitna þá gjarnan til mikils haturs margra Dana á Þjóðverjum í og eftir heimsstyrjöldina, og að Danir hafi haft nóg með sig. Við lestur á dönskum blöðum um þetta mál er meðferðin á börnun- um óskiljanleg nú til dags. Að Danir, þessi friðsama og elskulega þjóð, sem leggur mikið upp úr því að borða góðan mat og hafa það þægilegt, skuli vera með það á bakinu að hafa lokað blessuð þýsku börnin inni í gaddavírsgirtum flóttamannabúðum, þar sem mörg þeirra báru beinin. Það er erfitt fyrir nútímafólk að skilja þetta, enda hafa margir Danir, eins og Jörgen Paulsen, framkvæmdastjóri Rauða krossins þar í landi, kallað þetta „myrkan kafla“ í þjóðarsögunni, sem þeir eigi að skammast sín fyrir. ■ 14. maí 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Tíu þúsund þýsk börn létust í flótta- mannabúðum í Danmörku eftir stríð. Mannlegur harmleikur FRÁ DEGI TIL DAGS fia› er erfitt fyrir nútímafólk a› skilja fletta, enda hafa margir Danir, eins og Jörgen Paulsen, framkvæmdastjóri Rau›a krossins flar í landi, kalla› fletta „myrkan kafla“ í fljó›arsögunni, sem fleir eigi a› skammast sín fyrir. Stökktu til Rimini 26. maí frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku / kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 26. maí. Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur – ath. enginn barnaafsláttur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 26. maí. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Rimini þann 26. maí. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Af hverju ættum vi› a› vilja vera svona? Þrisvar þrír Valsarar fara mikinn þessa dagana og leggja mikið undir á Íslandsmóti karla í fótbolta sem hefst á mánudag. Hluti af umsvifum þeirra skýrist af fyrirhugaðri uppbyggingu á Valssvæðinu. Samning- ar milli félagsins og Reykjavíkurborgar um uppbygginguna voru undirritaðir á dögunum og var þá mikið um dýrðir í Valsheimilinu. Grímur Sæmundsen, formaður aðalstjórnar Vals, fjall- aði um gang samn- ingaviðræðnanna og sagði margt hafa gengið á. Skýrði hann það með því að mikið hefði verið um manna- breytingar í æðstu stöðum Reykjavíkur- borgar. Þannig hefði þurft að eiga við þrjá borgarstjóra, þrjá borgarverkfræð- inga og þrjá borgarlögmenn frá upp- hafi viðræðna til endaloka þeirra. Undir þessari ræðu sat Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri, sem hélt næstu ræðu og sagði að þrátt fyrir þetta hefði aðeins verið einn formaður Íþrótta- og tómstundaráðs á þessum tíma, hún sjálf. Eitthvað ku þetta hafa farið fyrir brjóstið á nokkrum áheyrendum því Anna Kristinsdóttir varð formaður Íþrótta- og tómstundaráðs árið 2002 og hætt við að einhverjum framsóknar- mönnum þyki lítið gert úr sinni konu. Sprengjan Endurkoma Guðjóns Þórðarsonar til Ís- lands virðist ætla að slá öll fyrri met um vandræðamál í fótboltanum. Fram- an af síðasta hausti töldu Grindvíkingar sig eiga góða möguleika á að hreppa hann sem þjálfara sinn fyrir sumarið. Það gekk ekki eftir, meðal annars vegna þess að Guðjón hélt í vonina um að fá stjórastarf í Englandi, og í kjölfarið hrepptu Keflvíkingar stóra vinninginn, héldu þeir. Nú er Guðjón á braut aftur, og líklega á leið til þriðja félagsins sem hann stýrir í Englandi, Notts County. Spurn- ing hvort sögunni er lokið. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA brynjolfur@frettabladid.is GUNNAR SMÁRI EGILSSON Hvers vegna vilja Íslend- ingar ganga inn í flessa delluhugmynd í hvert sinn sem útlendingar yr›a á flá? Fagrar og ljós- hær›ar, slompa›ar og lauslátar konur sem ba›a sig í hverum og éta úldinn fisk. Hverjum datt flessi vitleysa í hug? LAUGARDAGSBRÉF ÞRÁ ÍSLENDINGA EFTIR FURÐULEGA VITLAUSRI SJÁLFSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.