Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 29
3LAUGARDAGUR 14. maí 2005 Opel á uppleið KANNANIR BER AÐ SAMA BRUNNI. Tvær rannsóknarstofnanir á sviði bílaiðnaðar hafa kannað ánægju sölumanna á þýska bílamarkaðn- um. Rannsóknamiðstöð bílaiðnað- arins við Bamberg-háskóla gerði könnun á 26 bíltegundum og rann- sóknastofnun bílaiðnaðarins við fagháskólann í Nürtingen gerði út- tekt á 28 tegundum. Opel fékk hæstu einkunn í báðum rannsókn- unum. Á „Dealer Satisfaction Index“, lista rannsóknamiðstöðvarinnar í Bam- berg, skaraði Opel fram úr öðrum þýskum bílaframleiðendum og náði næstefsta sæti í flokknum „gæði nýrra bíla“. Á aðeins tveimur árum hefur Opel stokkið af miðju listans, í fjórða sætið í fyrra, og í annað sætið á þessu ári. Þetta endur- speglar niðurstöður gæðakönnunar þýska bílatímaritsins Auto Bild, frá nóvember 2004, þar sem Opel var einnig kosin besta þýska bíltegund- in. Í skýrslu Nürtingen-stofnunar- innar, þar sem fylgst hefur verið með ánægju söluaðila frá árinu 1998, skipar Opel fyrsta sætið fyrir árið 2005, meðal þýskra stórfram- leiðenda í bílaiðnaði. Því er svo við að bæta að í mars jókst markaðshlutdeildin í 11,3% og tryggði Opel sér þannig aftur annað sætið hvað varðar fjölda seldra bíla á fyrsta ársfjórðungi 2005 í Þýskalandi. Nýjungar á leið- inni frá BMW MARGT Á DÖFINNI HJÁ BMW. Aðdáendur kraftmikilla sportbíla geta glaðst, þar sem hinir nýju BMW M5 og M6 eru komnir í fram- leiðslu. Þá er hluti af 5 línunni að aldrifvæðast með þeim afleiðingum að bæði 525 og 530 eru í boði í xi- útgáfu, sem stendur fyrir hið öfluga x-drive aldrif. Þetta eru jafnframt fyrstu BMW- bifreiðarnar sem eru með x-drive aldrifinu sem fram að þessu hefur eingöngu fengist í X3 og X5 jeppalínuna. Ný og endurbætt út- gáfa á 7 línunni er enn fremur á leiðinni og í vetrarbyrjun kemur nýr 130i úr 1 línunni. Það er því ljóst að nýja 3 línan, sem kom á markað hér á landi um síðustu helgi, markar aðeins upp- hafið á spennandi ári hjá BMW. Nýlega var svo tilkynnt að BMW myndi markaðssetja tvær nýjar línur á næstu árum. Kia Sorento sigraði örugglega í sínum flokki í fyrstu árlegu JD Power & Associ- ates ánægjuvogarkönnun sem hann tók þátt í. Sorento var álitinn besti 4x4 bíllinn og varð í sjöunda sæti af 124 bílum alls. Yong-Hwan Kim, aðstoðarforstjóri og yfir- framkvæmdastjóri hjá Kia Motors Cor- poration, segir að þegar Sorento sport- jeppinn kom á markað árið 2002 hafi Kia gert töluverðar breytingar á framleiðslu- stefnu sinni og hætt að leggja alla áherslu á smíði lítilla og mjög hagkvæmra bíla. Síðan hafi ekki verið litið um öxl. Árið 2004 var Sorento þriðji söluhæsti bíll Kia en alls seldust 106.269. Búist er við að Sorento verði söluhæsti bíll framleiðand- ans og að hann seljist í nær 121.000 ein- tökum. Hjá Kia hefur verið lagt mikið upp úr því að bæta alla framleiðslulínuna á undanförnum árum. Samkvæmt könnun- inni virðist það átak hafa skilað sér. Könnun JD Power fór þannig fram að haft var samband við 90.000 bí- leigendur í Bretlandi sem keypt höfðu nýja bíla frá september 2002 til ágúst 2003. Eigendur voru beðn- ir um að svara 70 spurningum og að minnsta kosti 50 útfyllt svarblöð þurfti til þess að bílgerð kæmist á listann. Vísitala ánægjuvogarinnar (Customer Sat- isfaction Index – CSI) var reiknuð á grundvelli mats eigenda á átta þáttum, frammistöðu bílsins, þægindum og hag- kvæmni innréttingar, ytri frágangi, bilun- um í vélbúnaði, göllum í innréttingu og úthlið, þjónustu umboðsaðila og kostnaði við rekstur. Aukin ökuréttindi Kynning á nýrri námskrá verður haldin þriðjudaginn 17. maí 2005 kl. 20.00 Kennsla hefst 18. maí kl. 18.30 Ökuskólinn í Mjódd Sími 567-0300 Þarabakka 3 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is www.bilprof.is                       Almenn smurþjónusta Hjólbarðaþjónusta Sjálfskiptingaþjónusta Rafgeymaþjónusta Ísetning bremsuklossa Dempara – ísetningar o.fl. Vegmúli 4 • Sími 553 0440 Eigendur ánægðir með Kia Sorento EINI 4X4 BÍLLINN SEM NÁÐI HÁMARKSSKORI, 5 STJÖRNUM. VÍSITALA ÁNÆGJUVOGAR JD POWER 2005 4x4 bílar 1 Kia Sorento 5 stjörnur 84,0% 2 Honda CRV 4 stjörnur 83,1% 3 Hyundai Santa Fe 4 stjörnur 82,7% 4 Toyota RAV-4 4 stjörnur 82,5% 5 Nissan X-Trail 4 stjörnur 81,5% Eigendur Kia Sorento eru afar ánægðir með bíla sína samkvæmt árlegri JD Power & Associates ánægjuvogarkönnun. Þýskum þykir Audi A8 fallegastur ÞRÍR AUDI BÍLAR OG EINN VOLKSWAGEN ÞYKJA FALLEGASTIR Í SÍNUM FLOKKI. Þjóðverjum þykir Audi A4, A6 og A8 fall- egustu bílarnir hver í sínum flokki, Mini fallegasti smábíllinn og VW Touareg fall- egasti jeppinn. Þetta er er mat 36.500 les- enda tveggja þýskra bílatímarita. Drauma- bíll lesendanna er Porsche Carrera GT. Þetta er annað árið í röð sem Mini þykir fallegasti smábíllinn en á eftir honum koma Peugeot 206 og VW Polo. Alfa Romeo 147 þykir fallegastur í flokki minni meðalbíla og á eftir honum Audi A3 og Opel Astra. Audi A4 þykir fallegastur í meðalflokki, þá Mercedes C og Alfa Romeo 156. Í efri milliflokki er Audi A6 metinn fallegastur og á eftir koma Mercedes E og BMW 5. Audi A8 er efstur í flokki stórra fólksbíla en hann hlaut langflest stig og þykir því fegursti bíllinn í augum Þjóðverja. Fallegasti jeppinn þótti vera VW Touareg. Á eftir honum kom BMW X5 og Audi All- road. Af litlum fjölnotabílum þótti Seat Al- tea fallegastur og þar á eftir Mazda 5 og VW Touran. Fallegasti sportbíllinn þykir Þjóðverjum vera Mercedes SLK sem þykir fallegri en Porsche Boxter og Audi A4 Cabrio. Porsche Carrera GT er þó draumabíll Þjóðverja og á eftir honum Mercedes SLR og Porsche 911. Audi A8 er fallegastur allra bíla að mati Þjóðverja. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.