Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 19
19LAUGARDAGUR 14. maí 2005 Bur›arás og KB banki myndu hagnast verulega ef Old Mutual gerir tilbo› í fyrirtæki› Skandia gæti orðið yfirtekið af Old Mutual, suður-afrísku tryggingarfé- lagi sem starfar meðal annars einnig í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fjár- málasérfræðingar álíta að Old Mutual sjái veruleg kauptækifæri í gegnum þann hluta Skandia sem starfar á breskum markaði. Stjórnir félaganna eiga í viðræðum um mögulegt yfir- tökuboð Old Mutual sem gæti hljóðað að hámarki upp á 50 sænskar krónur í hlut. Gengi Skandia hækkaði um 20 prósent við tíðindin og fór upp í tæp- ar 42 sænskar krónur á hlut. Ekki er talið útilokað að aðrir fjár- festar vilji gera tilboð í Skandia. Þar hafa nöfn Burðaráss og KB banka, sem eru meðal tíu stærstu hluthafa í Skandia, dúkkað upp ásamt Cevian Capital. Burðarás á 1,4 prósent í Skandia og hefur að auki rétt til að kaupa tvö prósent til viðbótar. KB banki áætlar að gengishagnaður Burðaráss, á 2. ársfjórðungi, sé orð- inn um 2,6 milljarðar króna með kaupréttinum. KB banki er 6. stærsti hluthafinn í Skandia með sinn 2,5 pró- senta hlut og gæti gengishagnaður bankans verið um 1,9 milljarðar króna á ársfjórðungnum. Þessar tölur myndu svo hækka enn frekar ef til- boðið hljóðaði upp á 50 krónur á hvern hlut. - eþa MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.051 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 415 Velta: 3.430 milljónir +1,33% MESTA LÆKKUN Hugsanleg yfirtaka á Skandia Actavis 41,90 +3,20% ... Atorka 6,00 - 0,83% ... Bakkavör 34,00 +1,19% ... Burðarás 14,50 +3,57% ... FL Group 14,30 -0,35% ... Flaga 4,95 -2,17% ... Íslandsbanki 13,15 +0,77% ... KB banki 530,00 +1,34% ... Kögun 63,00 +0,80% ... Landsbankinn 16,80 +0,60% ... Marel 55,50 -0,36% ... Og fjarskipti 4,26 +0,71% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,65 +2,19% ... Össur 79,50 - Burðarás 3,57% Actavis 3,20% Straumur 2,19% Flaga -2,17% Atorka -0,83% Marel -0,36% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is RÓBERT WESSMANN Forstjóri Actavis vill ekki gefa upp hvaða félag sé næst á inn- kaupalistanum. Actavis a› kaupa félag Viðskipti voru stöðvuð með bréf Actavis klukkan rúmlega ellefu í gærmorgun eftir að bréfin höfðu hækkað snögglega. Klukkutíma síðar birtist frétt frá félaginu þar sem fram kom að Actavis væri langt komið í samn- ingaviðræðum um kaup á öðru fyrirtæki. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, hefðu viðskipti ekki verið stöðvuð vegna þessa undir venjulegum kringumstæð- um en í ljósi hækkunarinnar og í samráði við Kauphöll Íslands hefði það nú verið gert. „Við erum alltaf með fyrirtæki í skoðun. Sum eru komin lengra í ferli en önnur,“ segir Robert. Hann vill ekki að svo stöddu láta neitt uppi um það um hvaða félag sé að ræða að þessu sinni. - þk ERLENDUR HJALTASON, FORSTJÓRI EXISTA Meiður fjárfestingarfélag hefur breytt heiti sínu í Exista í samræmi við breyttar áhersl- ur í rekstrinum. Exista ver›ur til úr Mei›i Fjárfestingarfélagið Meiður hef- ur breytt nafni sínu í Exista ehf. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé liður í því að „aðlaga ásýnd félagsins að breyttum áherslum.“ Félagið er í eigu Bakkabræðra, KB banka, SPRON, Sparisjóða- bankans, Sparisjóðs Keflavíkur og fleiri sparisjóða. Stærstu eign- ir Exista eru í KB banka og Bakkavör. Eigið fé félagsins var um 27 milljarðar um síðustu ára- mót. - eþa GÓÐ FJÁRFESTING Burðarás hefur sennilega hagnast um 2,6 milljarða á 2. ársfjórðungi af fjárfestingu í Skandia. Old Mutual hefur hug á að gera tilboð í Skandia sem bæði Burðarás og KB banki eiga verulegan eignarhlut í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.