Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 19
19LAUGARDAGUR 14. maí 2005 Bur›arás og KB banki myndu hagnast verulega ef Old Mutual gerir tilbo› í fyrirtæki› Skandia gæti orðið yfirtekið af Old Mutual, suður-afrísku tryggingarfé- lagi sem starfar meðal annars einnig í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fjár- málasérfræðingar álíta að Old Mutual sjái veruleg kauptækifæri í gegnum þann hluta Skandia sem starfar á breskum markaði. Stjórnir félaganna eiga í viðræðum um mögulegt yfir- tökuboð Old Mutual sem gæti hljóðað að hámarki upp á 50 sænskar krónur í hlut. Gengi Skandia hækkaði um 20 prósent við tíðindin og fór upp í tæp- ar 42 sænskar krónur á hlut. Ekki er talið útilokað að aðrir fjár- festar vilji gera tilboð í Skandia. Þar hafa nöfn Burðaráss og KB banka, sem eru meðal tíu stærstu hluthafa í Skandia, dúkkað upp ásamt Cevian Capital. Burðarás á 1,4 prósent í Skandia og hefur að auki rétt til að kaupa tvö prósent til viðbótar. KB banki áætlar að gengishagnaður Burðaráss, á 2. ársfjórðungi, sé orð- inn um 2,6 milljarðar króna með kaupréttinum. KB banki er 6. stærsti hluthafinn í Skandia með sinn 2,5 pró- senta hlut og gæti gengishagnaður bankans verið um 1,9 milljarðar króna á ársfjórðungnum. Þessar tölur myndu svo hækka enn frekar ef til- boðið hljóðaði upp á 50 krónur á hvern hlut. - eþa MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.051 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 415 Velta: 3.430 milljónir +1,33% MESTA LÆKKUN Hugsanleg yfirtaka á Skandia Actavis 41,90 +3,20% ... Atorka 6,00 - 0,83% ... Bakkavör 34,00 +1,19% ... Burðarás 14,50 +3,57% ... FL Group 14,30 -0,35% ... Flaga 4,95 -2,17% ... Íslandsbanki 13,15 +0,77% ... KB banki 530,00 +1,34% ... Kögun 63,00 +0,80% ... Landsbankinn 16,80 +0,60% ... Marel 55,50 -0,36% ... Og fjarskipti 4,26 +0,71% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,65 +2,19% ... Össur 79,50 - Burðarás 3,57% Actavis 3,20% Straumur 2,19% Flaga -2,17% Atorka -0,83% Marel -0,36% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is RÓBERT WESSMANN Forstjóri Actavis vill ekki gefa upp hvaða félag sé næst á inn- kaupalistanum. Actavis a› kaupa félag Viðskipti voru stöðvuð með bréf Actavis klukkan rúmlega ellefu í gærmorgun eftir að bréfin höfðu hækkað snögglega. Klukkutíma síðar birtist frétt frá félaginu þar sem fram kom að Actavis væri langt komið í samn- ingaviðræðum um kaup á öðru fyrirtæki. Að sögn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, hefðu viðskipti ekki verið stöðvuð vegna þessa undir venjulegum kringumstæð- um en í ljósi hækkunarinnar og í samráði við Kauphöll Íslands hefði það nú verið gert. „Við erum alltaf með fyrirtæki í skoðun. Sum eru komin lengra í ferli en önnur,“ segir Robert. Hann vill ekki að svo stöddu láta neitt uppi um það um hvaða félag sé að ræða að þessu sinni. - þk ERLENDUR HJALTASON, FORSTJÓRI EXISTA Meiður fjárfestingarfélag hefur breytt heiti sínu í Exista í samræmi við breyttar áhersl- ur í rekstrinum. Exista ver›ur til úr Mei›i Fjárfestingarfélagið Meiður hef- ur breytt nafni sínu í Exista ehf. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé liður í því að „aðlaga ásýnd félagsins að breyttum áherslum.“ Félagið er í eigu Bakkabræðra, KB banka, SPRON, Sparisjóða- bankans, Sparisjóðs Keflavíkur og fleiri sparisjóða. Stærstu eign- ir Exista eru í KB banka og Bakkavör. Eigið fé félagsins var um 27 milljarðar um síðustu ára- mót. - eþa GÓÐ FJÁRFESTING Burðarás hefur sennilega hagnast um 2,6 milljarða á 2. ársfjórðungi af fjárfestingu í Skandia. Old Mutual hefur hug á að gera tilboð í Skandia sem bæði Burðarás og KB banki eiga verulegan eignarhlut í.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.