Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 24
Kvikmyndaskóli Íslands útskrif- aði 11 nemendur í gær, í fyrsta skipti síðan skólinn var form- lega viðurkenndur af mennta- málaráðuneytinu. Þessir nem- endur eru nú orðnir kvikmynda- gerðarmenn. Hópurinn hóf nám haustið 2003 og hefur því verið í skólanum í 2 ár. Námið í kvikmyndaskólanum er að stærstum hluta verklegt þótt bóklegur hluti námsins sé nú orðinn fyrirferðameiri en áður. Markmið skólans er að efla íslenskan kvikmynda-, sjón- varps- og tölvuleikjaiðnað til mikilla muna og er nú svo komið að skólinn er einn afkastamesti framleiðandi kvikmyndaefnis á landinu. „Skólinn er að fram- leiða mikið af leiknum stutt- myndum, tónlistarmyndbönd- um, auglýsingum, heimildar- myndum og skemmtiefni auk mikils magns af kvikmyndaæf- ingum,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, formaður stjórnar skólans. Skólinn hefur í undirbúningi þrjár nýjar brautir: handrita- braut, hönnunarbraut og leik- listarbraut. Nú þegar hafa verið lagðar inn námsskrár fyrir þess- ar brautir þar sem óskað er eftir viðurkenningu á þeim frá menntamálaráðuneytinu. Í skól- anum er þverfaglegt andrúms- loft þar sem nemendur skólans koma úr ólíkum áttum og eru á öllum aldri. „Hér eru nemendur sem búnir eru með stúdentspróf, jafnvel háskólanám, og svo er auðvitað líka ungt fólk hér. Þetta er virkilega skemmtileg blanda og hér er þægilegt andrúms- loft,“ segir Böðvar og tekur það fram að hann bindi miklar vonir við þennan útskriftarhóp sem eflaust á eftir að láta til sín taka í íslenskri kvikmyndagerð. magnus.halldorsson@frettabladid.is 24 14. maí 2005 LAUGARDAGUR AUGUST STRINDBERG (1849-1912) lést þennan dag Munu láta mikið til sín taka TÍMAMÓT: FYRSTA ÚTSKRIFT KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS „Ég dreymi og því er ég til.“ August Strindberg var sænskur rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir leikrit sín og áhrif á stefnur leikhúsa. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Helga Sveinsdóttir, fyrrverandi sím- stöðvarstjóri, Vík í Mýrdal, er látin. Teresa Hallgrímsson, Túngötu 2, Grindavík, er látin. Lára Sumarliðadóttir Gasch, 144-62 25th Rd, Flushing, New York, lést fimmtudaginn 5. maí. Henry Langvad lést föstudaginn 6. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Guðrún María Eiríka Egilsdóttir lést þriðjudaginn 10. maí. Valgerður Finnbogadóttir, Bolungarvík, lést miðvikudaginn 11. maí. Erla Sigmarsdóttir, frá Vestmanna- eyjum, lést miðvikudaginn 11. maí. JAR‹ARFARIR 14.00 Magnús Einarsson, bifreiðastjóri frá Tjörnum, Strandaseli 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum. 14.00 Sigfús Magnús Steingrímsson, Fossvegi 15, Siglufirði, verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Helga Friðriksdóttir, frá Kristhóli, Skagafirði, verður jarðsungin í kapellunni á Löngumýri. 14.00 Haraldur Halldórsson, bifreiða- stjóri, Bleiksárhlíð 14, Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðar- kirkju. AFMÆLI Ólafur Ragnar Gríms- son forseti er 62 ára. Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráð- herra er 59 ára. Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræðingur er 49 ára. Hreinn Hreinsson upplýsingafulltrúi er 37 ára. Hildur H. Dungal, forstjóri Útlendinga- stofnunar, er 34 ára. Meyvant Meyvantsson verður 75 ára mánudaginn 16. maí. Þeir sem vilja samgleðjast honum eru hjartanlega velkomnir í Sunnusal á Hótel Sögu milli klukkan 15 og 18. Afmælisbarnið afþakkar gjafir en opnaður hefur verið bankareikningur til styrktar Umhyggju, samtökum langveikra barna. Reiknings- númerið er 0317-05-70100. KVIKMYNDASKÓLINN Fjölbreytilegur hópur ungra kvikmyndagerðarmanna tilbúinn til að takast á við hin ýmsu verkefni. MERKISATBURÐIR 1922 Fimm skip farast og með þeim 44 sjómenn í aftaka- veðri við Vestur- og Norð- urland. 1948 Ísraelsríki verður formlega til. 1955 Varsjársamningurinn er undirritaður 1973 Fyrsta bandaríska geim- stöðin Skylab er send á sporbaug. 1998 Jóhanna Sigurðardóttir tal- ar samfellt í fimm og hálfa klukkustund á Alþingi. 2000 Rúta með fjörutíu eldri borgurum veltur í Hvalfirði. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Þekkir einhver til Magnúsar Einarssonar, föður Karls Kjerulfs Einarssonar Dunganons, ,,hertoga af St. Kildu“. Hver var Magnús Einarsson? Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um viðkomandi eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við starfsfólk Íslendingabókar með tölvupósti á netfangið islendingabok@islendingabok.is, í síma 540 7496 eða með því að skrifa bréf til Íslendingabókar, Þverholti 18, 105 Reykjavík. Magnús var fæddur um miðja nítjándu öld og var kaupmaður á Seyðisfirði og í Færeyjum. Hann flutti með eiginkonu sinni til Vestdalseyrar frá Kaupmannahöfn árið 1894 og svo aftur til Kaupmannahafnar 1897. Enn er spurt Ekki hafa enn komið fram upplýsingar um föður Kristófers Bjarna Jónssonar sem spurt var um í þarsíðustu viku. Það er þó ljóst að heimildir hafa ruglað saman þremur einstaklingum og lesendur Fréttablaðsins hafa greitt aðeins úr þeirri flækju. Kristófer Jónsson, f. 1888, sjómaður í Reykjavík, var faðir Jóhönnu hjúkrunarkonu, Kristófer Jónsson, sem gekk undir viðnefninu „Kólumbus“, var verslunarmaður á Suðureyri við Súgandafjörð fram yfir 1930 og var ókvæntur og barnlaus. En enn vantar upplýsingar um föður Kristófers Bjarna Jónssonar, f. 1881, d. 1923. Okkar ástkæra systir , Hrönn Haraldsdóttir Civita Lést á líknardeild St.Petersburg Florida þann 24. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu og annarra ættingja. Guðmunda Bergvinsdóttir Jóhanna Haraldsdóttir Jones David Jones Halldóra Haraldsdóttir Carroll Haraldur Ó Haraldsson Guðrún Adolfsdóttir Guðjón Guðjónsson Ingibjörg Óskarsdóttir Sigurjón Guðjónsson Helena Guðjónsdóttir Björn Viðar Ellertsson Gísli Guðjónsson Nancy Guðjónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, Hjálmars S. Helgasonar Holtagerði 84, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd vandamanna Kristbjörg Pétursdóttir, Þórir Hjálmarsson, Magni Hjálmarsson. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna lýkur fimmtánda starfsári Sí›ustu tónleikar stjórnandans Sinfóníuhljómsveit áhugamanna lýkur 15. starfsári sínu með tón- leikum í Skálholtskirkju í dag sem hún heldur ásamt Hátíðarkór Bláskógarbyggðar. Ingvar Jónas- son hefur verið aðalstjórnandi hljómsveitarinnar og megindrif- fjöður frá upphafi. Tónleikarnir í dag verða hans síðustu sem aðalstjórnandi hljóm- sveitarinnar en Oliver Kentish sellóleikari tekur við og hefur verið ráðinn til eins árs. „Þetta er mikið skref fyrir mig en maður hefur verið í tónlist frá barnæsku,“ segir Ingvar sem var einn stofnfélaga Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Hann bjó í 19 ár í Svíþjóð og spilaði meðal annars með sinfóníunni í Malmö og óper- unni í Stokkhólmi auk þess sem hann kenndi bæði á fiðlu og víólu við tónlistarháskólana í Malmö og Gautaborg. „Það er mjög góður andi í hljómsveitinni og fólk spilar sér virkilega til ánægju,“ segir Ingv- ar sem finnst Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hafa þróast í rétta átt. Á tónleikunum í dag verða flutt kórverk eftir Mozart, Vivaldi, Bach og Fauré, einsöngs- mótetta eftir Mozart og trompet- konsert eftir Hummel. Tónleik- arnir hefjast klukkan fjögur og er aðgangur frír. ■ INGVAR JÓNASSON Lætur af störfum sem aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H EIÐ A H ELG AD Ó TTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.