Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.05.2005, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 12 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Góðan dag! Í dag er laugardagur 14. maí, 134. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.16 13.24 22.35 AKUREYRI 3.42 13.09 22.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Egill Matthíasson, heildsali og bíla- dellukarl, á í augnablikinu fjóra bíla. Þeir eru allir í miklu uppáhaldi, nema kannski síst AMC Pacerinn, sem hann segir vera hálfgerðan skrjóð. Egill hlær þegar hann er spurður um Pacer- inn og vill sem minnst ræða hann. „Þetta er bíll eins og þeir voru með í kvikmyndinni Wa- yne’s World. Hann er svo hallærislegur að hann er nánast fallegur. En það stendur til að gera hann upp,“ segir Egill og þvertekur fyr- ir að hann skammist sín fyrir bílinn.“Hann verður örugglega æðislegur þegar hann er til- búinn. Svo er ég með Ford Thunderbird ‘65, sem ég á með Sigurjóni Hjaltasyni, og Chevr- olet Corver, sportbíl með blæju, ‘66-módelið.“ Fjórða bílinn vill Egill heldur ekki ræða í bili þar sem hann er ekki alveg tilbúinn. „Ég er algjör dellukarl og hef verið frá því að ég var tíu ára. Þá gaf mamma mér áskrift að amerísku fornbílablaði og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég var fimmtán ára þegar ég eignaðist fyrsta bílinn og gerði hann upp þannig að hann var tilbúinn daginn sem ég fékk bílprófið.“ Thunderbirdinn flutti Egill inn frá Banda- ríkjunum árið 2000 og þá var hann í fínu standi. „Hann hefur bara þurft létt viðhald síðan, en ég endurnýjaði reyndar innrétting- una. Þetta er mikill sparibíll. Chevrolettinn er hins vegar mjög sérstakur, en hann er eini bíllinn í Ameríku sem var framleiddur með loftkældan mótor aftur í, svona svolítið eins og Volkswagen. Þessi er annar af tveimur hér á landi og ég nota hann töluvert meira en Thunderbirdinn.“ Egill var 17 ára þegar hann gekk í Forn- bílaklúbbinn, sennilega yngsti meðlimurinn frá upphafi. „Ég var þessi skrítni í hópnum, þetta eru svolítið karlar svona á miðjum aldri þannig að ég er farinn að falla mun betur inn í núna.“ edda@frettabladid.is Ekki lengur lang skrítnastur í hópnum artvinna@frettabladid.is Gistinóttum á hótelum í mars fækkaði um tæp 11% frá því í mars í fyrra, eða úr 68.070 í fyrra í 60.630 í ár. Á höfuðborg- arsvæðinu fækkaði gistinóttum um 15% milli áranna en fjölg- aði hinsvegar á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi. 39% fækkun varð hins vegar á gistinóttum á Austurlandi og vekur það nokkra furðu miðað við það ástand sem að öðru leyti er í atvinnumálum á svæðinu. Atvinnuleysi í mars síð- astliðnum var 2,6% á landinu öllu og er það umtalsverð lækkun frá sama tíma á síðasta ári þegar það var 3,5%. Orlofsuppbót á að skila sér í launaumslög félagsmanna Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins eigi síð- ar en 15. ágúst. Miðað við fullt starf er hún að upphæð 16.500 krónur. Fyrsti vinnudagur vorsins hjá Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi var nýlega. Kálgarðurinn var tættur, steypt var undirstaða fyrir vindmyllu og settar niður stagfestur. Þar að auki var lagður rafmagnskapall frá mastri inn í gróður- hús og steypt stétt undir moltukassa. Lögreglumönn- um á Akureyri verður fjölgað um fjóra og fjórir sérsveitarmenn verða í fullu starfi á Norðurlandi frá fyrsta júlí. Egill með Pacerinn, Chevrolettinn og Thunderbirdinnn. Bílar þurfa að vera að minnsta kosti 25-30 ára til að Egill hafi áhuga á þeim. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÍLAR NÁM FERÐIR MATUR ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég trúi ekki á álfa. Ég set tönnina undir koddann af því að ég trúi á peninga! Nissan Murano reynsluekinn BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.